„Þar sátu litlir karlar sem hötuðust út í konur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. janúar 2019 07:38 Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson. Vísir „Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason áttu aðeins eitt erindi á Klaustur Bar þetta kvöld og vissu mætavel hvað til stóð. Þeir voru að svíkja flokkinn sem kom þeim á þing,“ skrifar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar fer hún hörðum orðum um þá Ólaf og Karl Gauta sem gagnrýnt hafa stjórnunarhætti Flokks fólksins að undanförnu, ásamt Halldóri Gunnarssyni. Sakaði Karl Gauti Ingu meðal annars um óeðlilega fjármálastjórn á dögunum. „Þeir komu að krásunum sem aðrir höfðu matreitt ofan í þá í boði Flokks fólksins og fengu 1. sæti, hvor í sínu kjördæmi,“ segir Inga um aðdraganda þess að þeir gengu í flokkinn haustið 2017, skömmu fyrir þingkosningar.Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason eru nú óháðir þingmenn.Vísir/Friðrik Þór HalldórssonSegir þremenninganna í hefndarleiðangri Hvað viðkemur fjármálastjórn flokksins segir Inga að hreyfingin hafi lengst af barist í bökkum fjárhagslega og að Inga, sem formaður, hafi í samráði við stjórn, þurft að gæta ítrustu ráðdeildar. Það hafi tekist farsællega enda sé flokkurinn nú skuldlaus. Segir hún að reikningar flokksins hafi aldrei hlotið athugasemdir endurskoðenda auk þess sem þeir hafi verið opnir stjórnarmönnum, þar með talið Karli Gauta. Þá hafi Halldór verið með eftirlitsheimild og aðgang að heimabanka flokksins. Hann hafi meðal annars undirbúið ársreikninga flokksins. „Það er aumt að horfa upp á Halldór, Karl Gauta og Ólaf í hefndarleiðangri nú þar sem þeir reyna að sá fræjum efasemda og tortryggni um fjármál Flokks fólksins um leir og þeir vita betur,“ skrifar Inga. Segir hún að þremenningarnir hafi þrýst á um að hún myndi afsala sér prókúru í hendur þeirra. Það hafi stjórn flokksins hins vegar ekki tekið í mál. „Enda alla farið að gruna þessa menn um græsku færi svo að þeir fengju vald yfir fjármunum flokksins,“ skrifar Inga.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins gefur ekki mikið fyrir ásakanir Karls Gauta, nú óháðs þingmanns.Vísir/VilhelmErfiðar vikur að baki Þá segist hún ekki hafa komið nálægt því að sonur hennar væri ráðinn í starf hjá flokknum. Aðrir hafi viljað fá hann til verkefna fyrir flokkinn og að hún hafi vikið af fundi þegar ákvörðun um ráðninguna var tekin. Þá segir Inga að síðustu vikur hafi verið erfiðar. „Sömuleiðis hef ég fundið á eigin skinni að það er gömul saga og ný, bæði í pólitík og atvinnulífi, að til eru karlar sem eiga afar erfitt með að sæta því að hlíta stjórn sterkrar konu. Þeir láta engin tækifæri ónotuð til að freista þess að grafa undan slíkum konum. Gera þær tortryggilegar með baknagi, dylgjum, ósannindum og hreinni illmælgi; hatri og heift“. Þetta sé forarpyttur sem umræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri, sem Karl Gauti og Ólafur tóku meðal annars þátt í, hafi sprottið upp úr. „Þar sátu litlir karlar sem hötuðust út í konur, þar á meðal hina hræðilegu Ingu Sæland.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fyrrverandi stjórnarmaður Flokks fólksins tekur undir gagnrýni Karls Gauta Halldór Gunnarsson, fyrrverandi stjórnarmaður og fjármálaráðsmaður í Flokki fólksins, segist taka undir gagnrýni Karls Gauta Hjaltasonar. 13. janúar 2019 12:30 Sakar Flokk fólksins um óeðlilega fjármálastjórn Karl Gauti Hjaltason óháður þingmaður sakar Ingu Sæland formann Flokks fólksins um óeðlilega fjármálastjórn í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun undir yfirskriftinni "Erilsamt ár að baki“. 12. janúar 2019 09:23 Karl Gauti er reiður, sár, móðgaður og hefnigjarn segir formaður Flokks fólksins Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir sorglegt að sjá Karl Gauta Hjaltason fyrrverandi varaþingflokksformann flokksins sáran, reiðan og fullan af hefnigirni, saka hana um óeðlilega fjármálastjórn flokksins. Hann segir hins vegar óeðlilegt að náinn fjölskyldumeðlimur formannsins hafi verið ráðinn til flokksins og að hún hafi gegnt embætti gjaldkera og verið prófkúruhafi. 12. janúar 2019 18:35 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
„Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason áttu aðeins eitt erindi á Klaustur Bar þetta kvöld og vissu mætavel hvað til stóð. Þeir voru að svíkja flokkinn sem kom þeim á þing,“ skrifar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar fer hún hörðum orðum um þá Ólaf og Karl Gauta sem gagnrýnt hafa stjórnunarhætti Flokks fólksins að undanförnu, ásamt Halldóri Gunnarssyni. Sakaði Karl Gauti Ingu meðal annars um óeðlilega fjármálastjórn á dögunum. „Þeir komu að krásunum sem aðrir höfðu matreitt ofan í þá í boði Flokks fólksins og fengu 1. sæti, hvor í sínu kjördæmi,“ segir Inga um aðdraganda þess að þeir gengu í flokkinn haustið 2017, skömmu fyrir þingkosningar.Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason eru nú óháðir þingmenn.Vísir/Friðrik Þór HalldórssonSegir þremenninganna í hefndarleiðangri Hvað viðkemur fjármálastjórn flokksins segir Inga að hreyfingin hafi lengst af barist í bökkum fjárhagslega og að Inga, sem formaður, hafi í samráði við stjórn, þurft að gæta ítrustu ráðdeildar. Það hafi tekist farsællega enda sé flokkurinn nú skuldlaus. Segir hún að reikningar flokksins hafi aldrei hlotið athugasemdir endurskoðenda auk þess sem þeir hafi verið opnir stjórnarmönnum, þar með talið Karli Gauta. Þá hafi Halldór verið með eftirlitsheimild og aðgang að heimabanka flokksins. Hann hafi meðal annars undirbúið ársreikninga flokksins. „Það er aumt að horfa upp á Halldór, Karl Gauta og Ólaf í hefndarleiðangri nú þar sem þeir reyna að sá fræjum efasemda og tortryggni um fjármál Flokks fólksins um leir og þeir vita betur,“ skrifar Inga. Segir hún að þremenningarnir hafi þrýst á um að hún myndi afsala sér prókúru í hendur þeirra. Það hafi stjórn flokksins hins vegar ekki tekið í mál. „Enda alla farið að gruna þessa menn um græsku færi svo að þeir fengju vald yfir fjármunum flokksins,“ skrifar Inga.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins gefur ekki mikið fyrir ásakanir Karls Gauta, nú óháðs þingmanns.Vísir/VilhelmErfiðar vikur að baki Þá segist hún ekki hafa komið nálægt því að sonur hennar væri ráðinn í starf hjá flokknum. Aðrir hafi viljað fá hann til verkefna fyrir flokkinn og að hún hafi vikið af fundi þegar ákvörðun um ráðninguna var tekin. Þá segir Inga að síðustu vikur hafi verið erfiðar. „Sömuleiðis hef ég fundið á eigin skinni að það er gömul saga og ný, bæði í pólitík og atvinnulífi, að til eru karlar sem eiga afar erfitt með að sæta því að hlíta stjórn sterkrar konu. Þeir láta engin tækifæri ónotuð til að freista þess að grafa undan slíkum konum. Gera þær tortryggilegar með baknagi, dylgjum, ósannindum og hreinni illmælgi; hatri og heift“. Þetta sé forarpyttur sem umræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri, sem Karl Gauti og Ólafur tóku meðal annars þátt í, hafi sprottið upp úr. „Þar sátu litlir karlar sem hötuðust út í konur, þar á meðal hina hræðilegu Ingu Sæland.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fyrrverandi stjórnarmaður Flokks fólksins tekur undir gagnrýni Karls Gauta Halldór Gunnarsson, fyrrverandi stjórnarmaður og fjármálaráðsmaður í Flokki fólksins, segist taka undir gagnrýni Karls Gauta Hjaltasonar. 13. janúar 2019 12:30 Sakar Flokk fólksins um óeðlilega fjármálastjórn Karl Gauti Hjaltason óháður þingmaður sakar Ingu Sæland formann Flokks fólksins um óeðlilega fjármálastjórn í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun undir yfirskriftinni "Erilsamt ár að baki“. 12. janúar 2019 09:23 Karl Gauti er reiður, sár, móðgaður og hefnigjarn segir formaður Flokks fólksins Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir sorglegt að sjá Karl Gauta Hjaltason fyrrverandi varaþingflokksformann flokksins sáran, reiðan og fullan af hefnigirni, saka hana um óeðlilega fjármálastjórn flokksins. Hann segir hins vegar óeðlilegt að náinn fjölskyldumeðlimur formannsins hafi verið ráðinn til flokksins og að hún hafi gegnt embætti gjaldkera og verið prófkúruhafi. 12. janúar 2019 18:35 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Fyrrverandi stjórnarmaður Flokks fólksins tekur undir gagnrýni Karls Gauta Halldór Gunnarsson, fyrrverandi stjórnarmaður og fjármálaráðsmaður í Flokki fólksins, segist taka undir gagnrýni Karls Gauta Hjaltasonar. 13. janúar 2019 12:30
Sakar Flokk fólksins um óeðlilega fjármálastjórn Karl Gauti Hjaltason óháður þingmaður sakar Ingu Sæland formann Flokks fólksins um óeðlilega fjármálastjórn í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun undir yfirskriftinni "Erilsamt ár að baki“. 12. janúar 2019 09:23
Karl Gauti er reiður, sár, móðgaður og hefnigjarn segir formaður Flokks fólksins Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir sorglegt að sjá Karl Gauta Hjaltason fyrrverandi varaþingflokksformann flokksins sáran, reiðan og fullan af hefnigirni, saka hana um óeðlilega fjármálastjórn flokksins. Hann segir hins vegar óeðlilegt að náinn fjölskyldumeðlimur formannsins hafi verið ráðinn til flokksins og að hún hafi gegnt embætti gjaldkera og verið prófkúruhafi. 12. janúar 2019 18:35