Karl Gauti er reiður, sár, móðgaður og hefnigjarn segir formaður Flokks fólksins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. janúar 2019 18:35 Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir sorglegt að sjá Karl Gauta Hjaltason fyrrverandi varaþingflokksformann flokksins sáran, reiðan og fullan af hefnigirni, saka hana um óeðlilega fjármálastjórn flokksins. Hann segir hins vegar óeðlilegt að náinn fjölskyldumeðlimur formannsins hafi verið ráðinn til flokksins og að hún hafi gegnt embætti gjaldkera og verið prófkúruhafi. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sakaði Karl Gauti Haltason óháður þingmaður, Ingu Sæland Formann flokks fólksins um óeðlilega fjármálastjórn. Óeðlilegt væri að stjórnmálaleiðtogi sem hefði yfir að ráða verulegum fjármunum væri alls ráðandi í flokki sem prófkúruhafi, gjaldkeri og formaður. Hún réði auk þess nána fjölskyldumeðlimi í störf innan flokksins. Karl sagði að með þessu væri hann að skýra gagnrýni sína á Ingu á Klausturbarnum í nóvember þar sem kom fram að hún hefði litla forystuhæfileika. Þess ber þó að geta að Karl sendi frá sér yfirlýsingu í lok nóvember þar sem hann lýsti fullu traustu á hana sem formann flokksins en var rekinn úr flokknum skömmu síðar. Inga Sæland er döpur yfir málinu. „Það sem er sorglegt að sjá hvernig þessi fyrrverandi varaþingflokksformaður stígur fram núna sár reiður, móðgaður og fullur af hefnigirni,“ segir Inga. Hún segir rétt að hún hafi gegnt embætti gjaldkera, „Ég stofnaði Flokk fólksins og er allt í öllu í upphafi og var því gjaldkeri en lét af því embætti í desember þegar Jónína Björk Óskarsdóttir tók við,“ segir Inga. Inga Sæland segist ennþá vera með prófkúru á reikningi flokksins og ætlar ekki að láta hana frá sér. Hún segir enn fremur að stjórn og kjördæmaráð hafi ákveðið að ráða son hennar á skrifstofu flokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. „Hann er yngsti sonur minn og byrjaði sem sjálfboðaliði en stjórnin ákvað síðan að ráða hann í starf fyrir flokkinn enda er hann ekki bara hæfur heldur líka traustsins verður. Ég er bara ákaflega stolt af því að hann sé starfsmaður okkar og það er engin fyrirsjáanleg breyting á því. ,“ segir Inga. Inga segist hvorki hafa fengið gagnrýni á störf sín sem gjaldkeri og prófkúruhafi né að sonur hennar hafi verið ráðinn til flokksins fyrr en Karl Gauti hafi sett hana fram. „Það hefur ekki borið á neinu slíku fyrir en Karl Gauti stígur fram af þessari illgirni,“ segir hún. „Flokkur fólksins hefur ekkert að fela. Baráttumál okkar númer eitt er að útrýma fátækt í landinu og því er afar dapurt að sjá hvernig þessir einstaklingar sem hafa aldrei þurft að vera fátækir stíga fram núna eins og Karl Gauti Hjaltason gerir, segir Inga að lokum. Alþingi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir sorglegt að sjá Karl Gauta Hjaltason fyrrverandi varaþingflokksformann flokksins sáran, reiðan og fullan af hefnigirni, saka hana um óeðlilega fjármálastjórn flokksins. Hann segir hins vegar óeðlilegt að náinn fjölskyldumeðlimur formannsins hafi verið ráðinn til flokksins og að hún hafi gegnt embætti gjaldkera og verið prófkúruhafi. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sakaði Karl Gauti Haltason óháður þingmaður, Ingu Sæland Formann flokks fólksins um óeðlilega fjármálastjórn. Óeðlilegt væri að stjórnmálaleiðtogi sem hefði yfir að ráða verulegum fjármunum væri alls ráðandi í flokki sem prófkúruhafi, gjaldkeri og formaður. Hún réði auk þess nána fjölskyldumeðlimi í störf innan flokksins. Karl sagði að með þessu væri hann að skýra gagnrýni sína á Ingu á Klausturbarnum í nóvember þar sem kom fram að hún hefði litla forystuhæfileika. Þess ber þó að geta að Karl sendi frá sér yfirlýsingu í lok nóvember þar sem hann lýsti fullu traustu á hana sem formann flokksins en var rekinn úr flokknum skömmu síðar. Inga Sæland er döpur yfir málinu. „Það sem er sorglegt að sjá hvernig þessi fyrrverandi varaþingflokksformaður stígur fram núna sár reiður, móðgaður og fullur af hefnigirni,“ segir Inga. Hún segir rétt að hún hafi gegnt embætti gjaldkera, „Ég stofnaði Flokk fólksins og er allt í öllu í upphafi og var því gjaldkeri en lét af því embætti í desember þegar Jónína Björk Óskarsdóttir tók við,“ segir Inga. Inga Sæland segist ennþá vera með prófkúru á reikningi flokksins og ætlar ekki að láta hana frá sér. Hún segir enn fremur að stjórn og kjördæmaráð hafi ákveðið að ráða son hennar á skrifstofu flokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. „Hann er yngsti sonur minn og byrjaði sem sjálfboðaliði en stjórnin ákvað síðan að ráða hann í starf fyrir flokkinn enda er hann ekki bara hæfur heldur líka traustsins verður. Ég er bara ákaflega stolt af því að hann sé starfsmaður okkar og það er engin fyrirsjáanleg breyting á því. ,“ segir Inga. Inga segist hvorki hafa fengið gagnrýni á störf sín sem gjaldkeri og prófkúruhafi né að sonur hennar hafi verið ráðinn til flokksins fyrr en Karl Gauti hafi sett hana fram. „Það hefur ekki borið á neinu slíku fyrir en Karl Gauti stígur fram af þessari illgirni,“ segir hún. „Flokkur fólksins hefur ekkert að fela. Baráttumál okkar númer eitt er að útrýma fátækt í landinu og því er afar dapurt að sjá hvernig þessir einstaklingar sem hafa aldrei þurft að vera fátækir stíga fram núna eins og Karl Gauti Hjaltason gerir, segir Inga að lokum.
Alþingi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira