„Þjóðkirkjan var í engum takti við þjóðina“ Eiður Þór Árnason skrifar 2. nóvember 2019 17:01 Áslaug Arna flutti ávarp á kirkjuþingi í dag. Fréttablaðið/Anton Brink Setningarathöfn kirkjuþings fór fram í Háteigskirkju í dag og ávarpaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra þingið að lokinni helgistund og erindi Drífu Hjartadóttir, forseta þingsins. Í færslu sinni á Twitter greinir Áslaug Arna frá því að í opnunarávarpi sínu hafi hún einkum beint sjónum sínum að réttindabaráttu samkynhneigðra og gagnrýnt viðhorf kirkjunnar til hennar síðustu áratugi.Segir kirkjuna hafa verið seina að taka við sér „Segja verður eins og er að kirkjan var afar sein að taka við sér í þeirri réttindabaráttu. Fyrir okkur sem yngri erum kemur það okkur spánskt fyrir sjónir hve mikil andstaða kirkjunnar var við að samkynhneigðir fengju að ala upp börn.“ „Í því ljósi verður ekki annað sagt en að þjóðkirkjan hafi ekki skilið kall tímans í málefnum hinsegin fólks þegar mest á reið.“ Vísaði Áslaug þá einnig í orð Gríms Thomsen sem hann orti um fall Hákonar Hlaðajarls: „Hákoni varð helst að falli, að hlýddi hann eigi tímans kalli." „Þjóðkirkjan var í engum takti við þjóðina sem í upphafi aldarinnar hafði að miklum meirihluta snúist á sveif með hinsegin fólki í baráttu fyrir sjálfsögðum mannréttindum,“ bætir Áslaug við og vísar þar einnig til afstöðu kirkjunnar til hjónabands samkynhneigðra.Telur mikilvægt að kirkjan læri af mistökum sínum Í Twitterfærslu sinni segist hún hafa komið inn á þessi málefni í ræðu sinni á kirkjuþinginu þar sem hún telji mikilvægt að þjóðkirkjan læri af mistökum sínum. Áslaug telur jafnframt að þessi stefna kirkjunnar hafi skaðað hana og fælt fólk úr kirkjunni. „Afstaða kirkjunnar fældi marga frá henni og ekki aðeins hinsegin fólk heldur einnig fjölskyldur & vini sem ekki skildu orðræðu forsvarsmanna kirkjunnar.“ Ég vitnaði í Magnús afa minn sem var prestur og sagði eitt sinn í predikun: 'vér eigum að hlýðnast fyrirmælum Jesú í fjallræðunni en þar sagði hann: Vertu skjótur til sátta við andstæðing þinn meðan þú ert enn á veginum með honum." - Það voru fín lokaorð á þessa umræðu. — Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) November 2, 2019 Hinsegin Þjóðkirkjan Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Sjá meira
Setningarathöfn kirkjuþings fór fram í Háteigskirkju í dag og ávarpaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra þingið að lokinni helgistund og erindi Drífu Hjartadóttir, forseta þingsins. Í færslu sinni á Twitter greinir Áslaug Arna frá því að í opnunarávarpi sínu hafi hún einkum beint sjónum sínum að réttindabaráttu samkynhneigðra og gagnrýnt viðhorf kirkjunnar til hennar síðustu áratugi.Segir kirkjuna hafa verið seina að taka við sér „Segja verður eins og er að kirkjan var afar sein að taka við sér í þeirri réttindabaráttu. Fyrir okkur sem yngri erum kemur það okkur spánskt fyrir sjónir hve mikil andstaða kirkjunnar var við að samkynhneigðir fengju að ala upp börn.“ „Í því ljósi verður ekki annað sagt en að þjóðkirkjan hafi ekki skilið kall tímans í málefnum hinsegin fólks þegar mest á reið.“ Vísaði Áslaug þá einnig í orð Gríms Thomsen sem hann orti um fall Hákonar Hlaðajarls: „Hákoni varð helst að falli, að hlýddi hann eigi tímans kalli." „Þjóðkirkjan var í engum takti við þjóðina sem í upphafi aldarinnar hafði að miklum meirihluta snúist á sveif með hinsegin fólki í baráttu fyrir sjálfsögðum mannréttindum,“ bætir Áslaug við og vísar þar einnig til afstöðu kirkjunnar til hjónabands samkynhneigðra.Telur mikilvægt að kirkjan læri af mistökum sínum Í Twitterfærslu sinni segist hún hafa komið inn á þessi málefni í ræðu sinni á kirkjuþinginu þar sem hún telji mikilvægt að þjóðkirkjan læri af mistökum sínum. Áslaug telur jafnframt að þessi stefna kirkjunnar hafi skaðað hana og fælt fólk úr kirkjunni. „Afstaða kirkjunnar fældi marga frá henni og ekki aðeins hinsegin fólk heldur einnig fjölskyldur & vini sem ekki skildu orðræðu forsvarsmanna kirkjunnar.“ Ég vitnaði í Magnús afa minn sem var prestur og sagði eitt sinn í predikun: 'vér eigum að hlýðnast fyrirmælum Jesú í fjallræðunni en þar sagði hann: Vertu skjótur til sátta við andstæðing þinn meðan þú ert enn á veginum með honum." - Það voru fín lokaorð á þessa umræðu. — Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) November 2, 2019
Hinsegin Þjóðkirkjan Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Sjá meira