Enski boltinn

Notuðu gamla góða textavarpið til að kynna nýja leikmanninn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kynning Exeter-manna.
Kynning Exeter-manna. mynd/skjáskot af twitter-síðu exeter
Enska D-deildarliðið Exeter City fór skemmtilega leið við kynningu á nýjasta leikmanni liðsins.

Exeter birti í dag myndband á Twitter-síðu sinni þar sem Tom Parkes var kynntur á gamla góða textavarpinu, nánar tiltekið á síðu 303.



Þessi kynning Exeter-manna vakti verðskuldaða athygli enda með eindæmum frumleg.

Parkes þessi, sem var kynntur á þennan skemmtilega hátt, er 27 ára varnarmaður sem kom frá Carlisle United.

Exeter endaði í 9. sæti ensku D-deildarinnar í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×