Yngsti prestur landsins fær brauð í Heydölum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. september 2019 19:15 Yngsti prestur landsins fer nú í Austfjarðaprestakall og tekur við starfi prest í Heydölum. Hér erum við að tala um Selfyssinginn og frjálsíþróttakappann, Dag Fannar Magnússon, sem hefur getið sér gott orð sem sleggjukastari. Dagur Fannar er 27 ára Selfyssingur. Hann útskrifaðist úr guðfræði í vor og nýlega vígði Biskups Íslands, séra Agnes M. Sigurðardóttir hann til prestþjónustu, ásamt þremur öðrum guðfræðingum og tveir voru vígðir til djáknaþjónustu. Dagur Fannar fékk brauð í Heydölum í Austfjarðaprestakalli í Austurlandsprófastsdæmi en það þykir með betri brauðum enda hafa margir vel metnir prestar setið þar. En af hverju ákvað Dagur Fannar að fara að læra guðfræði? „Það er kannski röð tilviljana og atvika sem leiddu mig út í það og svo kannski þessi hræðsla við dauðann á sínum tíma, þá var ég svo afskaplega hræddur við dauðann, maður var að leita svar, þá ákvað ég að skrá mig í guðfræðideildina“. Dagur Fannar segist ekki hræðast dauðann lengur enda er hann sannfærður um að við getum upplifað guðsríki á jörðinni í dag. En hann segist ekki vita hver guð sé, það sé spurning aldanna, sem verði aldrei svarað með góðu móti. En Jesús Kristur, þú ert nú svolítið líkur honum. „Já, finnst þér það, verður maður ekki að feta í fótspor frelsarans“, segir Dagur Fannar og hlær Dagur Fannar tekur við embætti prests í Heydölum 1. nóvember 2019 og flytur þangað með fjölskylduna sína, konu og tvö börn. Hann er yngsti prestur landsins. Séra Dagur Fannar eftir prestvígsluna í Dómkirkjunni, ásamt konu sinni, Þóru Grétu Pálmarsdóttur og börnunum þeirra, Kristbjörgu Lilju og Skarphéðni Krumma.Linda Björg Perludóttir.En verður hann skemmtilegur prestur eða leiðinlegur? „Ég ætla rétt að vona að ég verði skemmtilegur en ég er kannski ekki sá besti að dæma um það“. Dagur Fannar hefur getið sér gott orð í frjálsíþróttum og hefur unnið til margra titla á þeim vettvangi. „Já, ég var mikið í frjálsum á Selfossi eða þar til að ég byrjað í háskólanum. Ég var að æfa sleggjukast. Ég kem nú stundum hingað austur til að keppa á héraðsmótum enn þá, ég er skráður í HSK, rífa í sleggjuna fyrir bikarmót og safna nokkrum stigum“, segir Dagur Fannar, sem er búsettur með fjölskyldu sinni í Hafnarfirði Árborg Trúmál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira
Yngsti prestur landsins fer nú í Austfjarðaprestakall og tekur við starfi prest í Heydölum. Hér erum við að tala um Selfyssinginn og frjálsíþróttakappann, Dag Fannar Magnússon, sem hefur getið sér gott orð sem sleggjukastari. Dagur Fannar er 27 ára Selfyssingur. Hann útskrifaðist úr guðfræði í vor og nýlega vígði Biskups Íslands, séra Agnes M. Sigurðardóttir hann til prestþjónustu, ásamt þremur öðrum guðfræðingum og tveir voru vígðir til djáknaþjónustu. Dagur Fannar fékk brauð í Heydölum í Austfjarðaprestakalli í Austurlandsprófastsdæmi en það þykir með betri brauðum enda hafa margir vel metnir prestar setið þar. En af hverju ákvað Dagur Fannar að fara að læra guðfræði? „Það er kannski röð tilviljana og atvika sem leiddu mig út í það og svo kannski þessi hræðsla við dauðann á sínum tíma, þá var ég svo afskaplega hræddur við dauðann, maður var að leita svar, þá ákvað ég að skrá mig í guðfræðideildina“. Dagur Fannar segist ekki hræðast dauðann lengur enda er hann sannfærður um að við getum upplifað guðsríki á jörðinni í dag. En hann segist ekki vita hver guð sé, það sé spurning aldanna, sem verði aldrei svarað með góðu móti. En Jesús Kristur, þú ert nú svolítið líkur honum. „Já, finnst þér það, verður maður ekki að feta í fótspor frelsarans“, segir Dagur Fannar og hlær Dagur Fannar tekur við embætti prests í Heydölum 1. nóvember 2019 og flytur þangað með fjölskylduna sína, konu og tvö börn. Hann er yngsti prestur landsins. Séra Dagur Fannar eftir prestvígsluna í Dómkirkjunni, ásamt konu sinni, Þóru Grétu Pálmarsdóttur og börnunum þeirra, Kristbjörgu Lilju og Skarphéðni Krumma.Linda Björg Perludóttir.En verður hann skemmtilegur prestur eða leiðinlegur? „Ég ætla rétt að vona að ég verði skemmtilegur en ég er kannski ekki sá besti að dæma um það“. Dagur Fannar hefur getið sér gott orð í frjálsíþróttum og hefur unnið til margra titla á þeim vettvangi. „Já, ég var mikið í frjálsum á Selfossi eða þar til að ég byrjað í háskólanum. Ég var að æfa sleggjukast. Ég kem nú stundum hingað austur til að keppa á héraðsmótum enn þá, ég er skráður í HSK, rífa í sleggjuna fyrir bikarmót og safna nokkrum stigum“, segir Dagur Fannar, sem er búsettur með fjölskyldu sinni í Hafnarfirði
Árborg Trúmál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira