Sá sem ætti að þekkja heimavöll Galatasaray best af leikmönnum íslenska landsliðsins er að fara spila sinn fyrsta leik á Türk Telekom leikvanginum á fimmtudagskvöldið.
Kolbeinn Sigþórsson er að fara að mæta á sinn gamla heimavöll á fimmtudagskvöldið þegar Tyrkir taka á móti íslenska landsliðinu en íslenski landsliðsmaðurinn er engu að síður að fara að spila sinn fyrsta leik á vellinum.
„Þetta er erfiðasti útivöllur í Evrópu ef ekki í öllum heiminum. Það verður allt vitlaust á vellinum. Þetta verður erfiður leikur en við erum búnir að gera góða hluti hérna áður og förum með sjálfstraust inn í leikinn,“ sagði Kolbeinn.
Kolbeinn var á láni hjá Galatasaray í hálft ár frá ágúst til desember 2016. Leikurinn mikilvægi á móti Tyrkjum fer einmitt fram á heimavelli Galatasaray liðsins.
„Ég hef reyndar aldrei náð því að spila á vellinum. Ég skrifaði undir hjá Galatasaray fyrir þremur árum en náði aldrei að spila. Núna fær ég að upplifa stemmninguna,“ sagði Kolbeinn sem meiddist fyrir sinn fyrsta leik og náði sér ekki af meiðslunum fyrr en tveimur árum síðar.
Kolbeinn spilaði ekkert með íslenska landsliðinu í tvö ár en er nú kominn aftur á skrið og tókst að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen í síðasta leik.
Kolbeinn lék með sænska liðinu AIK í sumar og skoraði 3 mörk í 17 leikjum í sænsku deildinni. Hann hefur einnig skorað þrjú mörk fyrir Ísland í þessari undankeppni.
Kolbeinn hefur aldrei spilað á sínum gamla heimavelli
Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar

Mest lesið



Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti


Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti


Garnacho ekki í hóp
Enski boltinn

Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti