Segir loforð borgarinnar um samgöngubætur ekki trúverðug Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 12:00 Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi mótmæltu fyrirhuguðum breytingum á skólahaldi í hverfinu með því að skapa mikla umferðarteppu í morgun. Vísir/Egill Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi mótmæltu fyrirhuguðum breytingum á skólahaldi í hverfinu með því að skapa mikla umferðarteppu í morgun. Formaður foreldrafélagsins segir loforð borgaryfirvalda um samgöngubætur ekki trúverðug. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur mun á fundi sínum í dag taka afstöðu til tillögu sem meðal annars felur í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað. Áformin hafa mætt verulegri andstöðu hjá stórum hluta foreldra í hverfinu sem blésu til mótmæla í morgun þar sem þeir settust upp í bílana sína og sköpuðu talsverða umferðarteppu á helstu götum milli Engja-, Víkur- og Staðahverfis. Sævar Reykjalín Sigurðarson er formaður foreldrafélags Kelduskóla.Sjá einnig: Mótmælaaðgerðir í Grafarvogi höfðu áhrif á umferð í um hálftíma í morgunSævar Reykjalín Sigurðarson er formaður foreldrafélags Kelduskóla.„Við foreldrar og íbúar í Staða- og Víkurhverfi í Grafarvogi erum í raun og veru bara að sýna þeim sem stjórna í borginni hvernig umferðin mun vera þegar þessar skólabreytingar ganga í garð. Það mun bara auka akstur hér í hverfunum til muna sem verður bara mun hættulegra fyrir börnin og eins og sjá má hér í kring um okkur þá er eiginlega allt stopp því að fólk mun keyra börnin sín í skólann því að skólaakstur mun halda áfram að klikka eins og hann hefur gert undanfarin ár,“ segir Sævar. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að tryggðar verði samgöngubætur til að auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi. Þá verði börnum boðið upp á skólaakstur eða ókeypis strætókort. Með breytingunum er gert ráð fyrir að sparist um 200 milljónir á ári. Aðspurður segir Sævar að loforð borgarinnar um samgöngubætur breyti engu um afstöðu hans og annara foreldra. „Þeim var heitið 2008 og 2012 og eins og þið sjáið kannski á myndum hér þá eru engar þveranir, það eru engar merktar gangbrautir, það eru engin gönguljós, og ef sagan getur gefið manni eitthvað til kynna þá þýðir það að það mun aldrei verða, ekki frekar en fyrri daginn,“ segir Sævar. Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Samgöngur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðrar skólalokunar Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi ætla að grípa til mótmælaaðgerða í fyrramálið vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 11. nóvember 2019 20:30 Mótmælaaðgerðir í Grafarvogi höfðu áhrif á umferð í um hálftíma Tilkynnt var í gær að foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi hugðust grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 12. nóvember 2019 10:02 Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. 6. nóvember 2019 20:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi mótmæltu fyrirhuguðum breytingum á skólahaldi í hverfinu með því að skapa mikla umferðarteppu í morgun. Formaður foreldrafélagsins segir loforð borgaryfirvalda um samgöngubætur ekki trúverðug. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur mun á fundi sínum í dag taka afstöðu til tillögu sem meðal annars felur í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað. Áformin hafa mætt verulegri andstöðu hjá stórum hluta foreldra í hverfinu sem blésu til mótmæla í morgun þar sem þeir settust upp í bílana sína og sköpuðu talsverða umferðarteppu á helstu götum milli Engja-, Víkur- og Staðahverfis. Sævar Reykjalín Sigurðarson er formaður foreldrafélags Kelduskóla.Sjá einnig: Mótmælaaðgerðir í Grafarvogi höfðu áhrif á umferð í um hálftíma í morgunSævar Reykjalín Sigurðarson er formaður foreldrafélags Kelduskóla.„Við foreldrar og íbúar í Staða- og Víkurhverfi í Grafarvogi erum í raun og veru bara að sýna þeim sem stjórna í borginni hvernig umferðin mun vera þegar þessar skólabreytingar ganga í garð. Það mun bara auka akstur hér í hverfunum til muna sem verður bara mun hættulegra fyrir börnin og eins og sjá má hér í kring um okkur þá er eiginlega allt stopp því að fólk mun keyra börnin sín í skólann því að skólaakstur mun halda áfram að klikka eins og hann hefur gert undanfarin ár,“ segir Sævar. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að tryggðar verði samgöngubætur til að auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi. Þá verði börnum boðið upp á skólaakstur eða ókeypis strætókort. Með breytingunum er gert ráð fyrir að sparist um 200 milljónir á ári. Aðspurður segir Sævar að loforð borgarinnar um samgöngubætur breyti engu um afstöðu hans og annara foreldra. „Þeim var heitið 2008 og 2012 og eins og þið sjáið kannski á myndum hér þá eru engar þveranir, það eru engar merktar gangbrautir, það eru engin gönguljós, og ef sagan getur gefið manni eitthvað til kynna þá þýðir það að það mun aldrei verða, ekki frekar en fyrri daginn,“ segir Sævar.
Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Samgöngur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðrar skólalokunar Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi ætla að grípa til mótmælaaðgerða í fyrramálið vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 11. nóvember 2019 20:30 Mótmælaaðgerðir í Grafarvogi höfðu áhrif á umferð í um hálftíma Tilkynnt var í gær að foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi hugðust grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 12. nóvember 2019 10:02 Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. 6. nóvember 2019 20:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Foreldrar grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðrar skólalokunar Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi ætla að grípa til mótmælaaðgerða í fyrramálið vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 11. nóvember 2019 20:30
Mótmælaaðgerðir í Grafarvogi höfðu áhrif á umferð í um hálftíma Tilkynnt var í gær að foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi hugðust grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 12. nóvember 2019 10:02
Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. 6. nóvember 2019 20:00