Segir loforð borgarinnar um samgöngubætur ekki trúverðug Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 12:00 Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi mótmæltu fyrirhuguðum breytingum á skólahaldi í hverfinu með því að skapa mikla umferðarteppu í morgun. Vísir/Egill Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi mótmæltu fyrirhuguðum breytingum á skólahaldi í hverfinu með því að skapa mikla umferðarteppu í morgun. Formaður foreldrafélagsins segir loforð borgaryfirvalda um samgöngubætur ekki trúverðug. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur mun á fundi sínum í dag taka afstöðu til tillögu sem meðal annars felur í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað. Áformin hafa mætt verulegri andstöðu hjá stórum hluta foreldra í hverfinu sem blésu til mótmæla í morgun þar sem þeir settust upp í bílana sína og sköpuðu talsverða umferðarteppu á helstu götum milli Engja-, Víkur- og Staðahverfis. Sævar Reykjalín Sigurðarson er formaður foreldrafélags Kelduskóla.Sjá einnig: Mótmælaaðgerðir í Grafarvogi höfðu áhrif á umferð í um hálftíma í morgunSævar Reykjalín Sigurðarson er formaður foreldrafélags Kelduskóla.„Við foreldrar og íbúar í Staða- og Víkurhverfi í Grafarvogi erum í raun og veru bara að sýna þeim sem stjórna í borginni hvernig umferðin mun vera þegar þessar skólabreytingar ganga í garð. Það mun bara auka akstur hér í hverfunum til muna sem verður bara mun hættulegra fyrir börnin og eins og sjá má hér í kring um okkur þá er eiginlega allt stopp því að fólk mun keyra börnin sín í skólann því að skólaakstur mun halda áfram að klikka eins og hann hefur gert undanfarin ár,“ segir Sævar. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að tryggðar verði samgöngubætur til að auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi. Þá verði börnum boðið upp á skólaakstur eða ókeypis strætókort. Með breytingunum er gert ráð fyrir að sparist um 200 milljónir á ári. Aðspurður segir Sævar að loforð borgarinnar um samgöngubætur breyti engu um afstöðu hans og annara foreldra. „Þeim var heitið 2008 og 2012 og eins og þið sjáið kannski á myndum hér þá eru engar þveranir, það eru engar merktar gangbrautir, það eru engin gönguljós, og ef sagan getur gefið manni eitthvað til kynna þá þýðir það að það mun aldrei verða, ekki frekar en fyrri daginn,“ segir Sævar. Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Samgöngur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðrar skólalokunar Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi ætla að grípa til mótmælaaðgerða í fyrramálið vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 11. nóvember 2019 20:30 Mótmælaaðgerðir í Grafarvogi höfðu áhrif á umferð í um hálftíma Tilkynnt var í gær að foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi hugðust grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 12. nóvember 2019 10:02 Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. 6. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira
Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi mótmæltu fyrirhuguðum breytingum á skólahaldi í hverfinu með því að skapa mikla umferðarteppu í morgun. Formaður foreldrafélagsins segir loforð borgaryfirvalda um samgöngubætur ekki trúverðug. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur mun á fundi sínum í dag taka afstöðu til tillögu sem meðal annars felur í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað. Áformin hafa mætt verulegri andstöðu hjá stórum hluta foreldra í hverfinu sem blésu til mótmæla í morgun þar sem þeir settust upp í bílana sína og sköpuðu talsverða umferðarteppu á helstu götum milli Engja-, Víkur- og Staðahverfis. Sævar Reykjalín Sigurðarson er formaður foreldrafélags Kelduskóla.Sjá einnig: Mótmælaaðgerðir í Grafarvogi höfðu áhrif á umferð í um hálftíma í morgunSævar Reykjalín Sigurðarson er formaður foreldrafélags Kelduskóla.„Við foreldrar og íbúar í Staða- og Víkurhverfi í Grafarvogi erum í raun og veru bara að sýna þeim sem stjórna í borginni hvernig umferðin mun vera þegar þessar skólabreytingar ganga í garð. Það mun bara auka akstur hér í hverfunum til muna sem verður bara mun hættulegra fyrir börnin og eins og sjá má hér í kring um okkur þá er eiginlega allt stopp því að fólk mun keyra börnin sín í skólann því að skólaakstur mun halda áfram að klikka eins og hann hefur gert undanfarin ár,“ segir Sævar. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að tryggðar verði samgöngubætur til að auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi. Þá verði börnum boðið upp á skólaakstur eða ókeypis strætókort. Með breytingunum er gert ráð fyrir að sparist um 200 milljónir á ári. Aðspurður segir Sævar að loforð borgarinnar um samgöngubætur breyti engu um afstöðu hans og annara foreldra. „Þeim var heitið 2008 og 2012 og eins og þið sjáið kannski á myndum hér þá eru engar þveranir, það eru engar merktar gangbrautir, það eru engin gönguljós, og ef sagan getur gefið manni eitthvað til kynna þá þýðir það að það mun aldrei verða, ekki frekar en fyrri daginn,“ segir Sævar.
Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Samgöngur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðrar skólalokunar Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi ætla að grípa til mótmælaaðgerða í fyrramálið vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 11. nóvember 2019 20:30 Mótmælaaðgerðir í Grafarvogi höfðu áhrif á umferð í um hálftíma Tilkynnt var í gær að foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi hugðust grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 12. nóvember 2019 10:02 Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. 6. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira
Foreldrar grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðrar skólalokunar Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi ætla að grípa til mótmælaaðgerða í fyrramálið vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 11. nóvember 2019 20:30
Mótmælaaðgerðir í Grafarvogi höfðu áhrif á umferð í um hálftíma Tilkynnt var í gær að foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi hugðust grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 12. nóvember 2019 10:02
Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. 6. nóvember 2019 20:00