Vilhjálmur spyr Magnús Geir um ábyrgð Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2019 11:31 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar og hann vill fá að vita hver Magnús Geir heldur að beri ábyrgð á ummælum sem féllu í þætti Helga og Sigmars. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi sendiherra sem nú stendur í hatrömum deilum við dóttur sína Aldísi Schram. Vilhjálmur segist, í samtali við Vísi hafa sent Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra bréf þar sem hann fer fram á að vita hver ber ábyrgð á þeim ummælum um Jón féllu í útvarpsþætti á Rás2 í umsjá þeirra Helga Seljan og Sigmars Guðmundssonar? Hver ber ábyrgða á ummælunum? Í þættum ræddu þeir Helgi og Sigmar við Aldísi Schram sem þar greindi meðal annars frá því að hún teldi föður sinn, sem þá var sendiherra í Washington, hafa misnotað vald sitt til að láta nauðungarvista sig vegna geðsjúkdóma. Þessu hafnar Jón Baldvin alfarið, segir það ekki á færi neins eins manns og hefur haldið á lofti vottorði frá lögreglu þar sem segir að hann hafi aldrei óskað þess við lögreglu að hún hefði afskipti af Aldísi. Aldís hefur nú kært Hörð Jóhannesson/g/2019190219565 lögreglumann fyrir að hafa veitt slíkt vottorð. Jón Baldvin hefur átt í ritdeilum við þá Helga og Sigmar.Vilhjálmur segir að hann hafi í gær sent Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra bréf þar sem hann spyr sérstaklega út í tiltekin ummæli. Vilhjálmur segist ekki hafa lesið Morgunblaðið í dag, en þar birtist heilsíðugrein eftir Jón Baldvin og eiginkonu hans, Bryndísi Schram, opið bréf til útvarpsstjóra, þar sem tilgreind eru 14 atriði sem fram komu í þættinum sem þau segja „falsfréttir“.Ásakanir ganga á víxlRitdeilur hafa staðið yfir, milli þeirra Jóns Baldvins og svo þeirra Helga og Sigmars, en þeir hafa meðal annars sagt að hver maður sé ábyrgur orða sinna; að Jón Baldvin vilji gera þá ábyrga fyrir orðum Aldísar. Vilhjálmur vísar til 3. málsgreinar 50. greinar fjölmiðlalaga og spyr: Hver ber ábyrgð á ummælunum? Magnús Geir hefur frest til 19. þessa mánaðar til að svara þeirri spurningu. Ekki er langt síðan Vilhjálmur stefndi RÚVvegna fréttar sem stofnunin birti um Guðmund Spartakus; en RUV féllst þá á í kjölfarið að greiða Guðmundi 2,5 milljónir í skaðabætur. Málið féll þá niður; fréttin stóð eftir sem áður og fréttastofan þurfti ekki að biðjast afsökunar á meintum rangfærslum þar. Fjölmiðlar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Páll segir sáttagreiðslu RÚV óverjanlega með öllu Ný stjórn lagði blessun sína yfir samþykkt fráfarandi stjórnar. 31. maí 2018 15:41 Aldís kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann Telur hann hafa brotið margvíslega ákvæði lögreglu- og hegningarlaga. 13. febrúar 2019 10:07 Útvarpsstjóri stendur við sáttagreiðslu í fréttamáli Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir RÚV fagna því að Sigmundur Ernir Rúnarsson hafi verið sýknaður í meiðyrðamáli sem Guðmundur Spartakus Ómarsson höfðaði gegn honum. 5. maí 2018 08:00 Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi sendiherra sem nú stendur í hatrömum deilum við dóttur sína Aldísi Schram. Vilhjálmur segist, í samtali við Vísi hafa sent Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra bréf þar sem hann fer fram á að vita hver ber ábyrgð á þeim ummælum um Jón féllu í útvarpsþætti á Rás2 í umsjá þeirra Helga Seljan og Sigmars Guðmundssonar? Hver ber ábyrgða á ummælunum? Í þættum ræddu þeir Helgi og Sigmar við Aldísi Schram sem þar greindi meðal annars frá því að hún teldi föður sinn, sem þá var sendiherra í Washington, hafa misnotað vald sitt til að láta nauðungarvista sig vegna geðsjúkdóma. Þessu hafnar Jón Baldvin alfarið, segir það ekki á færi neins eins manns og hefur haldið á lofti vottorði frá lögreglu þar sem segir að hann hafi aldrei óskað þess við lögreglu að hún hefði afskipti af Aldísi. Aldís hefur nú kært Hörð Jóhannesson/g/2019190219565 lögreglumann fyrir að hafa veitt slíkt vottorð. Jón Baldvin hefur átt í ritdeilum við þá Helga og Sigmar.Vilhjálmur segir að hann hafi í gær sent Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra bréf þar sem hann spyr sérstaklega út í tiltekin ummæli. Vilhjálmur segist ekki hafa lesið Morgunblaðið í dag, en þar birtist heilsíðugrein eftir Jón Baldvin og eiginkonu hans, Bryndísi Schram, opið bréf til útvarpsstjóra, þar sem tilgreind eru 14 atriði sem fram komu í þættinum sem þau segja „falsfréttir“.Ásakanir ganga á víxlRitdeilur hafa staðið yfir, milli þeirra Jóns Baldvins og svo þeirra Helga og Sigmars, en þeir hafa meðal annars sagt að hver maður sé ábyrgur orða sinna; að Jón Baldvin vilji gera þá ábyrga fyrir orðum Aldísar. Vilhjálmur vísar til 3. málsgreinar 50. greinar fjölmiðlalaga og spyr: Hver ber ábyrgð á ummælunum? Magnús Geir hefur frest til 19. þessa mánaðar til að svara þeirri spurningu. Ekki er langt síðan Vilhjálmur stefndi RÚVvegna fréttar sem stofnunin birti um Guðmund Spartakus; en RUV féllst þá á í kjölfarið að greiða Guðmundi 2,5 milljónir í skaðabætur. Málið féll þá niður; fréttin stóð eftir sem áður og fréttastofan þurfti ekki að biðjast afsökunar á meintum rangfærslum þar.
Fjölmiðlar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Páll segir sáttagreiðslu RÚV óverjanlega með öllu Ný stjórn lagði blessun sína yfir samþykkt fráfarandi stjórnar. 31. maí 2018 15:41 Aldís kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann Telur hann hafa brotið margvíslega ákvæði lögreglu- og hegningarlaga. 13. febrúar 2019 10:07 Útvarpsstjóri stendur við sáttagreiðslu í fréttamáli Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir RÚV fagna því að Sigmundur Ernir Rúnarsson hafi verið sýknaður í meiðyrðamáli sem Guðmundur Spartakus Ómarsson höfðaði gegn honum. 5. maí 2018 08:00 Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira
Páll segir sáttagreiðslu RÚV óverjanlega með öllu Ný stjórn lagði blessun sína yfir samþykkt fráfarandi stjórnar. 31. maí 2018 15:41
Aldís kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann Telur hann hafa brotið margvíslega ákvæði lögreglu- og hegningarlaga. 13. febrúar 2019 10:07
Útvarpsstjóri stendur við sáttagreiðslu í fréttamáli Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir RÚV fagna því að Sigmundur Ernir Rúnarsson hafi verið sýknaður í meiðyrðamáli sem Guðmundur Spartakus Ómarsson höfðaði gegn honum. 5. maí 2018 08:00
Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52