RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi 2,5 milljónir króna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 25. september 2017 18:08 Guðmundur fær peninga frá RÚV sem leiðréttir ekki fréttir sínar eða biðst afsökunar á þeim. RÚV mun greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni samtals 2,5 milljónir króna vegna fyrirhugaðra málferla hans á hendur RÚV. Um er að ræða málskostnað og miskabætur. Þetta staðfestir Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV, í skriflegu svari við fréttastofu. „Samkomulag Guðmundar S. Ómarssonar við RÚV vegna málshöfðunar gerði ráð fyrir trúnaði um innihald þess en í ljósi óska fjölmiðla hefur lögmaður Guðmundar heimilað RÚV að upplýsa um þá fjárhæð sem félagið greiðir vegna málsins. Um er að ræða málskostnað og miskabætur, samtals að fjárhæð 2,5 milljónir króna,“ segir í svari Margrétar en Vísir skaut málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál fyrr í dag þegar til stóð að greina ekki frá upphæðinni. Guðmundur krafðist í heildina tíu milljóna króna í bætur frá Jóhanni Hlíðari Harðarsyni fréttamanni (8 milljónir), Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra (1 milljón), Pálma Jónassyni fréttamanni (700 þúsund) og Hjálmari Friðrikssyni fyrrverandi fréttamanni RÚV (300 þúsund krónur). Guðmundur Spartakus hafði stefnt fyrrnefndum fjórum fyrir meiðyrði en fréttirnar sneru að fíkniefnasmygli í Brasilíu og Paragvæ. Stefnt var fyrir 28 ummæli í sjö fréttum í miðlum Ríkisútvarpsins á vikutímabili í maí í fyrra. Á móti kemur að RÚV mun ekki leiðrétta fréttaflutning sinn eða biðjast afsökunar á honum. Þá verði ummælin ekki dæmd ómerkt. Ummælin sem Guðmundur Spartakus fær bætt með bótum Til frekari glöggvunar þá eru téð ummæli eftirfarandi, en þau er að finna í stefnunni sem nú hefur verið horfið frá að fylgja eftir. Útvarpsfréttir, 15. janúar 2016, kl. 12:20, höfundur stefndi Jóhann Hlíðar Harðarson. 1. Lögreglan í Brasilíu telur að Íslendingur búsettur í Paraguay sé einn af höfuðpaurum í stórum eiturlyfjahring sem smygli eiturlyfjum milli Evrópu og Suður-Ameríku. 2. Paraguayska dagblaðið ABC fjallar með ítarlegum hætti um Guðmund Spartakus Ómarsson í gærkvöldi. Þar hefur blaðamaður eftir lögreglumönnum fíkniefnalögreglunnar í Brasilíu að Guðmundur sé talinn halda til á svæðinu nálægt landamærum Paraguay og Brasilíu. Hann sé einn af valdamestu mönnum umfangsmikils eiturlyfahrings sem smygli E-töflum frá Evrópu til Suður-Ameríku og kókaíni frá Suður-Ameríku til Evrópu. Smyglið fari í gegnum Brasilíu. Brasilísku lögreglumennirnir benda á að að þeir hafi handtekið Brasilíumenn og Íslendinga sem taldir eru burðardýr á vegum Guðmundar Spartakusar og smygla áttu efnum á milli Evrópu og Suður-Ameríku. 3. Dæmi um slík burðardýr á vegum Guðmundar sé brasilísk stúlka sem hafi verið handtekinn á flugvellinum í Rio De Janeiro. Í farangri hennar hafi fundist 46 þúsund E-pillur. 4. Nafn Guðmundar dúkkaði upp í fjölmiðlum í tengslum við leitina að Friðriki Kristjánssyni en hans hefur verið saknað í tæp 3 ár. Síðast sást til hans í Paraguay. Blaðamaðurinn sem skrifaði greinina, sagði í samtali við fréttastofu að Guðmundur væri talinn afar hættulegur og ofbeldisfullur. 5. Blaðið hefur eftir heimildarmönnum innan brasilísku lögreglunnar að Guðmundur Spartakus sé einn höfuðpaura smyglhrings sem teygir starfsemi sína til Salto Del Guaira, Concepción og brasilískra bæja við landamæri Brasilíu og Paraguay. 6. Sömu heimildir herma að Guðmundur Spartakus noti fölsuð skilríki í Paraguay. Útvarpsfréttir, 15. janúar 2016, kl. 18:00, höfundur stefndi Jóhann Hlíðar Harðarson. 1. Unga fólkið sem var handtekið um jólin í norðurhluta Brasilíu með 4 kíló af kókaíni nafngreindi Guðmund Spartakus Ómarsson við yfirheyrslur og sagði hann einn valdamesta eiturlyfjasmyglarann sem starfaði á þessu svæði. 2. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Brasilíu nefndi íslenska parið sérstaklega við yfirheyrslur að Guðmundur Spartakus væri einn af umsvifamestu eiturlyfjasmyglurnum á þessu svæði. Hann segir að eiturlyfjahringurinn þar sem Guðmundur Spartakus starfi sé um margt óvenjulegur. 3. Burðardýrin á vegum Guðmundar Spartakusar og félaga hans fari öðruvísi að. Burðardýrin fljúgi með kókaínið til Madríd eða Lissabon og eftir að hafa fengið greitt fyrir efnin þá þau fyrir e-töflur sem þau smygla síðan aftur til Brasilíu og þaðan er þeim dreift um Suður – Ameríku. 4. Heimildarmenn Cándido innan brasilísku lögreglunnar segja að um gríðarlega mikið magn eiturlyfja sé að ræða ... 5. Cándido hefur fjallað um og rannsakað feril Guðmundar Spartakusar Ómarssonar sem hann segir búa í Paragvæ og vera valdamikinn í fíkniefnaheiminum. 6. Eiturlyfjasmyglararnir ráði yfir miklum fjármunum, þeir séu óspart notaðir til þess að komast hjá handtökum og refsingu. Því hafi yfirvöld ekki mikinn áhuga á að deila upplýsingum til annarra landa til þess að liðka fyrir handtöku þessara glæpamanna. 7. Íslenskt par sem var handtekið um jólin í norðurhluta Brasilíu með fjögur kíló af kókaíni sagði við yfirheyrslur að Guðmundur Spartakus Ómarsson væri einn valdamesti eiturlyfjasmyglarinn á svæðinu. 8. Blaðamaðurinn Cándido Figueredo Ruiz sem hefur fjallað um umsvif eiturlyfjastarfsemi í Paragvæ og Brasilíu í rúm 20 ár fullyrðir að Guðmundur Spartakus sé við hestaheilsu og að hann sé afar valdamikill í innsta hring eiturlyfjaviðskipta í þessum löndum. 9. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Brasilíu nefndi íslenska parið sérstaklega við yfirheyrslur að Guðmundur Spartakus væri einn af umsvifamestu eiturlyfjasmyglurunum á þessu svæði. Útvarpsfréttir, 15. janúar 2016, kl. 08:00, flytjandi stefndi Pálmi Jónasson. 1. Íslendingurinn Guðmundur Spartakus, sem ekkert hefur spurt til í rúm tvö ár, er samkvæmt lögreglunni í Paragvæ valdamikill eiturlyfjasmyglari með viðamikla starfsemi þar og í Brasilíu. 2. Íslenska lögreglan er sögð leita Guðmundar í tengslum við hvarf annars Íslendings sem síðast sást í Paragvæ og að Guðmundur sé talinn viðriðinn hvarf hans. 3. Heimildarmenn blaðamanns ABC úr röðum fíkniefnalögreglunnar í Brasilíu segja Guðmund einn höfuðpauranna á bak við umfangsmikið smygl kókaíns frá Suður-Ameríku til Evrópu og e-taflna frá Evrópu til Suður-Ameríku. 4. Í janúar var greint frá því að paragvæska dagblaðið ABC Color fullyrti að Guðmundur Spartakus Ómarsson væri einn valdamesti fíkniefnasmyglari á svæðinu. Blaðamaðurinn Candido Figueredo Ruiz sagði jafnframt að parið hefði vísað á Guðmund Spartakus við yfirheyrslu. Miskabótakrafa. Þess er krafist að: A) Stefndi, Jóhann Hlíðar Harðarson verði dæmdur til þess að greiða stefnanda miskabætur að fjárhæð krónur 8.000.000,- með vöxtum samkvæmt 1. ml. 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 15. janúar 2016 til 25. ágúst 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. B) Stefndi, Rakel Þorbergsdóttir verði dæmdur til þess að greiða stefnanda miskabætur að fjárhæð krónur 1.000.000,- með vöxtum samkvæmt 1. ml. 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 15. janúar 2016 til 25. ágúst 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. C) Stefndi, Pálmi Jónasson verði dæmdur til þess að greiða stefnanda miskabætur að fjárhæð krónur 700.000,- með vöxtum samkvæmt 1. ml. 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 15. janúar 2016 til 25. ágúst 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. D) Stefndi, Hjálmar Friðriksson, verði dæmdur til þess að greiða stefnanda miskabætur að fjárhæð krónur 300.000,- með vöxtum samkvæmt 1. ml. 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 20. maí 2016 til 25. ágúst 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags Birtingarkrafa o.fl. Þess er krafist að forsendur og niðurstaða dóms í málinu verði birt á vefsvæðinu www.ruv.is og í útvarps- og sjónvarpsfréttum RÚV, eigi síðar en 7 dögum eftir dómsuppsögu, að viðlögðum dagssektum að fjárhæð krónur 50.000,-, fyrir hvern dag sem líður umfram áðurgreindan frest, án þess að birting fari fram. Þá er þess krafist að hin umstefndu ummæli sem tilgreind eru í stafliðum 1 til og með 28 hér að ofan verði fjarlægð úr gagnagrunni og af vefsvæði stefnda RÚV, www.ruv.is. Hvarf Friðriks Kristjánssonar Tengdar fréttir RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur Ríkisútvarpið greiðir milljónir fyrir að fá málið út úr heiminum. 25. september 2017 12:40 RÚV neitar að veita upplýsingar um greiðslur til Guðmundar Spartakusar Vísir leitar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 25. september 2017 14:37 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
RÚV mun greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni samtals 2,5 milljónir króna vegna fyrirhugaðra málferla hans á hendur RÚV. Um er að ræða málskostnað og miskabætur. Þetta staðfestir Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV, í skriflegu svari við fréttastofu. „Samkomulag Guðmundar S. Ómarssonar við RÚV vegna málshöfðunar gerði ráð fyrir trúnaði um innihald þess en í ljósi óska fjölmiðla hefur lögmaður Guðmundar heimilað RÚV að upplýsa um þá fjárhæð sem félagið greiðir vegna málsins. Um er að ræða málskostnað og miskabætur, samtals að fjárhæð 2,5 milljónir króna,“ segir í svari Margrétar en Vísir skaut málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál fyrr í dag þegar til stóð að greina ekki frá upphæðinni. Guðmundur krafðist í heildina tíu milljóna króna í bætur frá Jóhanni Hlíðari Harðarsyni fréttamanni (8 milljónir), Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra (1 milljón), Pálma Jónassyni fréttamanni (700 þúsund) og Hjálmari Friðrikssyni fyrrverandi fréttamanni RÚV (300 þúsund krónur). Guðmundur Spartakus hafði stefnt fyrrnefndum fjórum fyrir meiðyrði en fréttirnar sneru að fíkniefnasmygli í Brasilíu og Paragvæ. Stefnt var fyrir 28 ummæli í sjö fréttum í miðlum Ríkisútvarpsins á vikutímabili í maí í fyrra. Á móti kemur að RÚV mun ekki leiðrétta fréttaflutning sinn eða biðjast afsökunar á honum. Þá verði ummælin ekki dæmd ómerkt. Ummælin sem Guðmundur Spartakus fær bætt með bótum Til frekari glöggvunar þá eru téð ummæli eftirfarandi, en þau er að finna í stefnunni sem nú hefur verið horfið frá að fylgja eftir. Útvarpsfréttir, 15. janúar 2016, kl. 12:20, höfundur stefndi Jóhann Hlíðar Harðarson. 1. Lögreglan í Brasilíu telur að Íslendingur búsettur í Paraguay sé einn af höfuðpaurum í stórum eiturlyfjahring sem smygli eiturlyfjum milli Evrópu og Suður-Ameríku. 2. Paraguayska dagblaðið ABC fjallar með ítarlegum hætti um Guðmund Spartakus Ómarsson í gærkvöldi. Þar hefur blaðamaður eftir lögreglumönnum fíkniefnalögreglunnar í Brasilíu að Guðmundur sé talinn halda til á svæðinu nálægt landamærum Paraguay og Brasilíu. Hann sé einn af valdamestu mönnum umfangsmikils eiturlyfahrings sem smygli E-töflum frá Evrópu til Suður-Ameríku og kókaíni frá Suður-Ameríku til Evrópu. Smyglið fari í gegnum Brasilíu. Brasilísku lögreglumennirnir benda á að að þeir hafi handtekið Brasilíumenn og Íslendinga sem taldir eru burðardýr á vegum Guðmundar Spartakusar og smygla áttu efnum á milli Evrópu og Suður-Ameríku. 3. Dæmi um slík burðardýr á vegum Guðmundar sé brasilísk stúlka sem hafi verið handtekinn á flugvellinum í Rio De Janeiro. Í farangri hennar hafi fundist 46 þúsund E-pillur. 4. Nafn Guðmundar dúkkaði upp í fjölmiðlum í tengslum við leitina að Friðriki Kristjánssyni en hans hefur verið saknað í tæp 3 ár. Síðast sást til hans í Paraguay. Blaðamaðurinn sem skrifaði greinina, sagði í samtali við fréttastofu að Guðmundur væri talinn afar hættulegur og ofbeldisfullur. 5. Blaðið hefur eftir heimildarmönnum innan brasilísku lögreglunnar að Guðmundur Spartakus sé einn höfuðpaura smyglhrings sem teygir starfsemi sína til Salto Del Guaira, Concepción og brasilískra bæja við landamæri Brasilíu og Paraguay. 6. Sömu heimildir herma að Guðmundur Spartakus noti fölsuð skilríki í Paraguay. Útvarpsfréttir, 15. janúar 2016, kl. 18:00, höfundur stefndi Jóhann Hlíðar Harðarson. 1. Unga fólkið sem var handtekið um jólin í norðurhluta Brasilíu með 4 kíló af kókaíni nafngreindi Guðmund Spartakus Ómarsson við yfirheyrslur og sagði hann einn valdamesta eiturlyfjasmyglarann sem starfaði á þessu svæði. 2. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Brasilíu nefndi íslenska parið sérstaklega við yfirheyrslur að Guðmundur Spartakus væri einn af umsvifamestu eiturlyfjasmyglurnum á þessu svæði. Hann segir að eiturlyfjahringurinn þar sem Guðmundur Spartakus starfi sé um margt óvenjulegur. 3. Burðardýrin á vegum Guðmundar Spartakusar og félaga hans fari öðruvísi að. Burðardýrin fljúgi með kókaínið til Madríd eða Lissabon og eftir að hafa fengið greitt fyrir efnin þá þau fyrir e-töflur sem þau smygla síðan aftur til Brasilíu og þaðan er þeim dreift um Suður – Ameríku. 4. Heimildarmenn Cándido innan brasilísku lögreglunnar segja að um gríðarlega mikið magn eiturlyfja sé að ræða ... 5. Cándido hefur fjallað um og rannsakað feril Guðmundar Spartakusar Ómarssonar sem hann segir búa í Paragvæ og vera valdamikinn í fíkniefnaheiminum. 6. Eiturlyfjasmyglararnir ráði yfir miklum fjármunum, þeir séu óspart notaðir til þess að komast hjá handtökum og refsingu. Því hafi yfirvöld ekki mikinn áhuga á að deila upplýsingum til annarra landa til þess að liðka fyrir handtöku þessara glæpamanna. 7. Íslenskt par sem var handtekið um jólin í norðurhluta Brasilíu með fjögur kíló af kókaíni sagði við yfirheyrslur að Guðmundur Spartakus Ómarsson væri einn valdamesti eiturlyfjasmyglarinn á svæðinu. 8. Blaðamaðurinn Cándido Figueredo Ruiz sem hefur fjallað um umsvif eiturlyfjastarfsemi í Paragvæ og Brasilíu í rúm 20 ár fullyrðir að Guðmundur Spartakus sé við hestaheilsu og að hann sé afar valdamikill í innsta hring eiturlyfjaviðskipta í þessum löndum. 9. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Brasilíu nefndi íslenska parið sérstaklega við yfirheyrslur að Guðmundur Spartakus væri einn af umsvifamestu eiturlyfjasmyglurunum á þessu svæði. Útvarpsfréttir, 15. janúar 2016, kl. 08:00, flytjandi stefndi Pálmi Jónasson. 1. Íslendingurinn Guðmundur Spartakus, sem ekkert hefur spurt til í rúm tvö ár, er samkvæmt lögreglunni í Paragvæ valdamikill eiturlyfjasmyglari með viðamikla starfsemi þar og í Brasilíu. 2. Íslenska lögreglan er sögð leita Guðmundar í tengslum við hvarf annars Íslendings sem síðast sást í Paragvæ og að Guðmundur sé talinn viðriðinn hvarf hans. 3. Heimildarmenn blaðamanns ABC úr röðum fíkniefnalögreglunnar í Brasilíu segja Guðmund einn höfuðpauranna á bak við umfangsmikið smygl kókaíns frá Suður-Ameríku til Evrópu og e-taflna frá Evrópu til Suður-Ameríku. 4. Í janúar var greint frá því að paragvæska dagblaðið ABC Color fullyrti að Guðmundur Spartakus Ómarsson væri einn valdamesti fíkniefnasmyglari á svæðinu. Blaðamaðurinn Candido Figueredo Ruiz sagði jafnframt að parið hefði vísað á Guðmund Spartakus við yfirheyrslu. Miskabótakrafa. Þess er krafist að: A) Stefndi, Jóhann Hlíðar Harðarson verði dæmdur til þess að greiða stefnanda miskabætur að fjárhæð krónur 8.000.000,- með vöxtum samkvæmt 1. ml. 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 15. janúar 2016 til 25. ágúst 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. B) Stefndi, Rakel Þorbergsdóttir verði dæmdur til þess að greiða stefnanda miskabætur að fjárhæð krónur 1.000.000,- með vöxtum samkvæmt 1. ml. 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 15. janúar 2016 til 25. ágúst 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. C) Stefndi, Pálmi Jónasson verði dæmdur til þess að greiða stefnanda miskabætur að fjárhæð krónur 700.000,- með vöxtum samkvæmt 1. ml. 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 15. janúar 2016 til 25. ágúst 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. D) Stefndi, Hjálmar Friðriksson, verði dæmdur til þess að greiða stefnanda miskabætur að fjárhæð krónur 300.000,- með vöxtum samkvæmt 1. ml. 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 20. maí 2016 til 25. ágúst 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags Birtingarkrafa o.fl. Þess er krafist að forsendur og niðurstaða dóms í málinu verði birt á vefsvæðinu www.ruv.is og í útvarps- og sjónvarpsfréttum RÚV, eigi síðar en 7 dögum eftir dómsuppsögu, að viðlögðum dagssektum að fjárhæð krónur 50.000,-, fyrir hvern dag sem líður umfram áðurgreindan frest, án þess að birting fari fram. Þá er þess krafist að hin umstefndu ummæli sem tilgreind eru í stafliðum 1 til og með 28 hér að ofan verði fjarlægð úr gagnagrunni og af vefsvæði stefnda RÚV, www.ruv.is.
Hvarf Friðriks Kristjánssonar Tengdar fréttir RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur Ríkisútvarpið greiðir milljónir fyrir að fá málið út úr heiminum. 25. september 2017 12:40 RÚV neitar að veita upplýsingar um greiðslur til Guðmundar Spartakusar Vísir leitar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 25. september 2017 14:37 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur Ríkisútvarpið greiðir milljónir fyrir að fá málið út úr heiminum. 25. september 2017 12:40
RÚV neitar að veita upplýsingar um greiðslur til Guðmundar Spartakusar Vísir leitar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 25. september 2017 14:37
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent