Hrollvekjandi brúða herjar á börn á netinu og hvetur þau til að skaða sig Birgir Olgeirsson skrifar 27. febrúar 2019 13:05 Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. Brúða með hrollvekjandi glott hvetur börn á samfélagsmiðlum til að skaða sig og svipta sig lífi. Lögreglan á Bretlandseyjum hefur varað foreldra við þessu fyrirbæri sem hefur skotið upp kollinum innan myndefnis á YouTube sem er ætlað börnum. Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins BBC þar sem vísað er í tilkynningu frá lögreglunni á Norður-Írlandi sem segir að stóra málið varðandi þetta fyrirbæri sé að þarna séu klárlega hakkarar á ferð með það að markmiði að afla upplýsinga um notendur.Skelfilegt efni Í tilkynningunni frá lögreglunni kemur fram að hvaðan sem þetta kemur og hver sé að baki þessu ógeðfellda fyrirbæri þá sé ekki um það deilt að efnið sem þessi dúkka sendir frá sér sé skelfilegt. Lögreglan í Norður-Írlandi hafði fregnir af atviki í Bandaríkjunum þar sem samskipti barns við dúkkuna sáust. Heyrðist uggvænleg rödd af upptöku skipa barninu að leggja hníf að hálsi sér. Þá er fjölskyldumeðlimum hótað skaða ef áskorun er ekki lokið.Eru börn sögð berskjölduð gagnvart svona óværu og eru foreldrar hvattir til að hafa opin augu gagnvart hættumerkjum.Vísir/GettyLögreglan tekur fram að nokkrar útgáfur séu af þessu og þá séu að sjálfsögðu sprottnar upp eftirhermur af þessu uppátæki. Segir lögreglan að þetta sé enn eitt dæmið um hætturnar sem leynast á netinu og þá sérstaklega hvernig það er notað til að fá aðgengi að börnum. Árið 2017 var það fyrirbæri sem hefur verið kallað „Blue Whale“ en í dag sé það Momo. Þó Momo verði kveðið niður þá tekur eitthvað annað við og því nauðsynlegt að vera ávallt á varðbergi.Gefa foreldrum ráð Er mælst til þess að foreldrar einblíni ekki einungis á þetta fyrirbæri sem Momo er heldur að þeir gangi úr skugga um hvaða efni börnin þeirra hafi aðgang að á netinu. Þá sé nauðsynlegt að börnin átti sig á mikilvægi þess að veita ekki ókunnugum persónuupplýsingar. Auk þess þurfi einnig að kenna börnunum að enginn hafi rétt á því að láta þau gera eitthvað sem þau vilja ekki gera. Einnig þurfi að tryggja að nauðsynlegar stillingar séu á aðgangi barna að raftækjum til að takmarka aðgengi þeirra að skaðlegu efni á netinu. Eru foreldrar beðnir um að fylgjast með hættumerkjum hjá börnunum, þar á meðal ef þau reyna að fara leynt með netnotkun sína, af þau verja miklum tíma á netinu eða samfélagsmiðlum, ef þau reyna í miklum flýti að hylja skjáinn þegar einhver nálgast, ef þau einangra sig eða verða reið eftir að hafa verið á netinu eða átt í samskiptum í gegnum raftæki og ef fjöldi nýrra símanúmera eða tölvupóstfanga er að finna í tækjum þeirra. Þetta fyrirbæri hefur vakið athygli hjá íslenskum foreldrum og hefur ein móðir vakið athygli á þessu óhugnanlega fyrirbæri. Börn og uppeldi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Brúða með hrollvekjandi glott hvetur börn á samfélagsmiðlum til að skaða sig og svipta sig lífi. Lögreglan á Bretlandseyjum hefur varað foreldra við þessu fyrirbæri sem hefur skotið upp kollinum innan myndefnis á YouTube sem er ætlað börnum. Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins BBC þar sem vísað er í tilkynningu frá lögreglunni á Norður-Írlandi sem segir að stóra málið varðandi þetta fyrirbæri sé að þarna séu klárlega hakkarar á ferð með það að markmiði að afla upplýsinga um notendur.Skelfilegt efni Í tilkynningunni frá lögreglunni kemur fram að hvaðan sem þetta kemur og hver sé að baki þessu ógeðfellda fyrirbæri þá sé ekki um það deilt að efnið sem þessi dúkka sendir frá sér sé skelfilegt. Lögreglan í Norður-Írlandi hafði fregnir af atviki í Bandaríkjunum þar sem samskipti barns við dúkkuna sáust. Heyrðist uggvænleg rödd af upptöku skipa barninu að leggja hníf að hálsi sér. Þá er fjölskyldumeðlimum hótað skaða ef áskorun er ekki lokið.Eru börn sögð berskjölduð gagnvart svona óværu og eru foreldrar hvattir til að hafa opin augu gagnvart hættumerkjum.Vísir/GettyLögreglan tekur fram að nokkrar útgáfur séu af þessu og þá séu að sjálfsögðu sprottnar upp eftirhermur af þessu uppátæki. Segir lögreglan að þetta sé enn eitt dæmið um hætturnar sem leynast á netinu og þá sérstaklega hvernig það er notað til að fá aðgengi að börnum. Árið 2017 var það fyrirbæri sem hefur verið kallað „Blue Whale“ en í dag sé það Momo. Þó Momo verði kveðið niður þá tekur eitthvað annað við og því nauðsynlegt að vera ávallt á varðbergi.Gefa foreldrum ráð Er mælst til þess að foreldrar einblíni ekki einungis á þetta fyrirbæri sem Momo er heldur að þeir gangi úr skugga um hvaða efni börnin þeirra hafi aðgang að á netinu. Þá sé nauðsynlegt að börnin átti sig á mikilvægi þess að veita ekki ókunnugum persónuupplýsingar. Auk þess þurfi einnig að kenna börnunum að enginn hafi rétt á því að láta þau gera eitthvað sem þau vilja ekki gera. Einnig þurfi að tryggja að nauðsynlegar stillingar séu á aðgangi barna að raftækjum til að takmarka aðgengi þeirra að skaðlegu efni á netinu. Eru foreldrar beðnir um að fylgjast með hættumerkjum hjá börnunum, þar á meðal ef þau reyna að fara leynt með netnotkun sína, af þau verja miklum tíma á netinu eða samfélagsmiðlum, ef þau reyna í miklum flýti að hylja skjáinn þegar einhver nálgast, ef þau einangra sig eða verða reið eftir að hafa verið á netinu eða átt í samskiptum í gegnum raftæki og ef fjöldi nýrra símanúmera eða tölvupóstfanga er að finna í tækjum þeirra. Þetta fyrirbæri hefur vakið athygli hjá íslenskum foreldrum og hefur ein móðir vakið athygli á þessu óhugnanlega fyrirbæri.
Börn og uppeldi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira