Hrollvekjandi brúða herjar á börn á netinu og hvetur þau til að skaða sig Birgir Olgeirsson skrifar 27. febrúar 2019 13:05 Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. Brúða með hrollvekjandi glott hvetur börn á samfélagsmiðlum til að skaða sig og svipta sig lífi. Lögreglan á Bretlandseyjum hefur varað foreldra við þessu fyrirbæri sem hefur skotið upp kollinum innan myndefnis á YouTube sem er ætlað börnum. Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins BBC þar sem vísað er í tilkynningu frá lögreglunni á Norður-Írlandi sem segir að stóra málið varðandi þetta fyrirbæri sé að þarna séu klárlega hakkarar á ferð með það að markmiði að afla upplýsinga um notendur.Skelfilegt efni Í tilkynningunni frá lögreglunni kemur fram að hvaðan sem þetta kemur og hver sé að baki þessu ógeðfellda fyrirbæri þá sé ekki um það deilt að efnið sem þessi dúkka sendir frá sér sé skelfilegt. Lögreglan í Norður-Írlandi hafði fregnir af atviki í Bandaríkjunum þar sem samskipti barns við dúkkuna sáust. Heyrðist uggvænleg rödd af upptöku skipa barninu að leggja hníf að hálsi sér. Þá er fjölskyldumeðlimum hótað skaða ef áskorun er ekki lokið.Eru börn sögð berskjölduð gagnvart svona óværu og eru foreldrar hvattir til að hafa opin augu gagnvart hættumerkjum.Vísir/GettyLögreglan tekur fram að nokkrar útgáfur séu af þessu og þá séu að sjálfsögðu sprottnar upp eftirhermur af þessu uppátæki. Segir lögreglan að þetta sé enn eitt dæmið um hætturnar sem leynast á netinu og þá sérstaklega hvernig það er notað til að fá aðgengi að börnum. Árið 2017 var það fyrirbæri sem hefur verið kallað „Blue Whale“ en í dag sé það Momo. Þó Momo verði kveðið niður þá tekur eitthvað annað við og því nauðsynlegt að vera ávallt á varðbergi.Gefa foreldrum ráð Er mælst til þess að foreldrar einblíni ekki einungis á þetta fyrirbæri sem Momo er heldur að þeir gangi úr skugga um hvaða efni börnin þeirra hafi aðgang að á netinu. Þá sé nauðsynlegt að börnin átti sig á mikilvægi þess að veita ekki ókunnugum persónuupplýsingar. Auk þess þurfi einnig að kenna börnunum að enginn hafi rétt á því að láta þau gera eitthvað sem þau vilja ekki gera. Einnig þurfi að tryggja að nauðsynlegar stillingar séu á aðgangi barna að raftækjum til að takmarka aðgengi þeirra að skaðlegu efni á netinu. Eru foreldrar beðnir um að fylgjast með hættumerkjum hjá börnunum, þar á meðal ef þau reyna að fara leynt með netnotkun sína, af þau verja miklum tíma á netinu eða samfélagsmiðlum, ef þau reyna í miklum flýti að hylja skjáinn þegar einhver nálgast, ef þau einangra sig eða verða reið eftir að hafa verið á netinu eða átt í samskiptum í gegnum raftæki og ef fjöldi nýrra símanúmera eða tölvupóstfanga er að finna í tækjum þeirra. Þetta fyrirbæri hefur vakið athygli hjá íslenskum foreldrum og hefur ein móðir vakið athygli á þessu óhugnanlega fyrirbæri. Börn og uppeldi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Brúða með hrollvekjandi glott hvetur börn á samfélagsmiðlum til að skaða sig og svipta sig lífi. Lögreglan á Bretlandseyjum hefur varað foreldra við þessu fyrirbæri sem hefur skotið upp kollinum innan myndefnis á YouTube sem er ætlað börnum. Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins BBC þar sem vísað er í tilkynningu frá lögreglunni á Norður-Írlandi sem segir að stóra málið varðandi þetta fyrirbæri sé að þarna séu klárlega hakkarar á ferð með það að markmiði að afla upplýsinga um notendur.Skelfilegt efni Í tilkynningunni frá lögreglunni kemur fram að hvaðan sem þetta kemur og hver sé að baki þessu ógeðfellda fyrirbæri þá sé ekki um það deilt að efnið sem þessi dúkka sendir frá sér sé skelfilegt. Lögreglan í Norður-Írlandi hafði fregnir af atviki í Bandaríkjunum þar sem samskipti barns við dúkkuna sáust. Heyrðist uggvænleg rödd af upptöku skipa barninu að leggja hníf að hálsi sér. Þá er fjölskyldumeðlimum hótað skaða ef áskorun er ekki lokið.Eru börn sögð berskjölduð gagnvart svona óværu og eru foreldrar hvattir til að hafa opin augu gagnvart hættumerkjum.Vísir/GettyLögreglan tekur fram að nokkrar útgáfur séu af þessu og þá séu að sjálfsögðu sprottnar upp eftirhermur af þessu uppátæki. Segir lögreglan að þetta sé enn eitt dæmið um hætturnar sem leynast á netinu og þá sérstaklega hvernig það er notað til að fá aðgengi að börnum. Árið 2017 var það fyrirbæri sem hefur verið kallað „Blue Whale“ en í dag sé það Momo. Þó Momo verði kveðið niður þá tekur eitthvað annað við og því nauðsynlegt að vera ávallt á varðbergi.Gefa foreldrum ráð Er mælst til þess að foreldrar einblíni ekki einungis á þetta fyrirbæri sem Momo er heldur að þeir gangi úr skugga um hvaða efni börnin þeirra hafi aðgang að á netinu. Þá sé nauðsynlegt að börnin átti sig á mikilvægi þess að veita ekki ókunnugum persónuupplýsingar. Auk þess þurfi einnig að kenna börnunum að enginn hafi rétt á því að láta þau gera eitthvað sem þau vilja ekki gera. Einnig þurfi að tryggja að nauðsynlegar stillingar séu á aðgangi barna að raftækjum til að takmarka aðgengi þeirra að skaðlegu efni á netinu. Eru foreldrar beðnir um að fylgjast með hættumerkjum hjá börnunum, þar á meðal ef þau reyna að fara leynt með netnotkun sína, af þau verja miklum tíma á netinu eða samfélagsmiðlum, ef þau reyna í miklum flýti að hylja skjáinn þegar einhver nálgast, ef þau einangra sig eða verða reið eftir að hafa verið á netinu eða átt í samskiptum í gegnum raftæki og ef fjöldi nýrra símanúmera eða tölvupóstfanga er að finna í tækjum þeirra. Þetta fyrirbæri hefur vakið athygli hjá íslenskum foreldrum og hefur ein móðir vakið athygli á þessu óhugnanlega fyrirbæri.
Börn og uppeldi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira