Starfsmaður Klettaskóla greindist með berkla Birgir Olgeirsson skrifar 27. febrúar 2019 16:46 Klettaskóli er í Suðurhlíð í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Starfsmaður Klettaskóla í Suðurhlíð í Reykjavík greindist nýverið með berkla. Greint var fyrst frá málinu á vef Ríkisútvarpsins en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að hann hafi fyrst frétt af málinu fyrir helgi. Hann segir að í framhaldinu hafi verið sett af stað ferli sem byggir á því að veita viðkomandi starfsmanni fullnægjandi meðferð og hafa samband við þá sem hann kann að hafa smitað. Berklar er alvarlegur sjúkdómur sem berst manna á milli með loftbornu smiti um öndunarfæri, þaðan berst bakterían um líkamann með blóðrásinni og getur hreiðrað um sig í ýmsum líffærum. Sýking í lungum er algengust en bakterían getur einnig lagst á önnur líffæri eins og nýru, miðtaugakerfi og bein. Talið er að 10% þeirra sem smitast fái sjúkdóm með virkri berklasýkingu á fyrstu tveimur árunum eftir smit. Þeir sem hafa smitast en fá ekki einkenni um sjúkdóm eru með leynda berkla. Við leynda berkla er bakterían til staðar í líkamanum en veldur ekki sýkingu og viðkomandi er ekki smitandi. Hægt er að bera berklabakteríuna alla ævi án þess að sjúkdómur komi fram, þar sem heilbrigt ónæmiskerfi getur haldið smitinu í skefjum. Við veiklað ónæmiskerfi geta bakteríurnar fjölgað sér og sjúkdómurinn tekið sig upp. Við leynda berkla er gefin meðferð til að koma í veg fyrir útbreiðslu bakteríunnar í líkamanum síðar. Þórólfur segir að berklasmit á Íslandi séu um tíu á ári, stundum færri en stundum fleiri, og góður helmingur af þeim séu útlendingar. Hægt er að drepa bakteríuna með lyfjagjöf í marga mánuði þar sem sjúklingar fá þrjú til fjögur sýklalyf en í ýmsum hlutum heimsins hafa komið upp ónæmi og í sumum tilvikum hafa greint berklabakteríur sem eru algjörlega ónæmar fyrir sýklalyfjum. Hér á landi hafa greinst berklabakteríur sem hafa minnkað ónæmi, en í þeim tilvikum hafa þær þróað með sér ónæmi gagnvart einu lyfi en önnur lyf virka þó. Varðandi fólkið sem starfsmaðurinn kann að hafa smitað segir Þórólfur að það þurfi að taka sinn tíma. Verða þeir prófaðir en slík próf eru þó ekki áreiðanleg fyrr en tveimur til sex vikum frá smiti. Ef smit finnst í viðkomandi er hægt að drepa bakteríuna og koma í veg fyrir að hún valdi veikindum. Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Starfsmaður Klettaskóla í Suðurhlíð í Reykjavík greindist nýverið með berkla. Greint var fyrst frá málinu á vef Ríkisútvarpsins en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að hann hafi fyrst frétt af málinu fyrir helgi. Hann segir að í framhaldinu hafi verið sett af stað ferli sem byggir á því að veita viðkomandi starfsmanni fullnægjandi meðferð og hafa samband við þá sem hann kann að hafa smitað. Berklar er alvarlegur sjúkdómur sem berst manna á milli með loftbornu smiti um öndunarfæri, þaðan berst bakterían um líkamann með blóðrásinni og getur hreiðrað um sig í ýmsum líffærum. Sýking í lungum er algengust en bakterían getur einnig lagst á önnur líffæri eins og nýru, miðtaugakerfi og bein. Talið er að 10% þeirra sem smitast fái sjúkdóm með virkri berklasýkingu á fyrstu tveimur árunum eftir smit. Þeir sem hafa smitast en fá ekki einkenni um sjúkdóm eru með leynda berkla. Við leynda berkla er bakterían til staðar í líkamanum en veldur ekki sýkingu og viðkomandi er ekki smitandi. Hægt er að bera berklabakteríuna alla ævi án þess að sjúkdómur komi fram, þar sem heilbrigt ónæmiskerfi getur haldið smitinu í skefjum. Við veiklað ónæmiskerfi geta bakteríurnar fjölgað sér og sjúkdómurinn tekið sig upp. Við leynda berkla er gefin meðferð til að koma í veg fyrir útbreiðslu bakteríunnar í líkamanum síðar. Þórólfur segir að berklasmit á Íslandi séu um tíu á ári, stundum færri en stundum fleiri, og góður helmingur af þeim séu útlendingar. Hægt er að drepa bakteríuna með lyfjagjöf í marga mánuði þar sem sjúklingar fá þrjú til fjögur sýklalyf en í ýmsum hlutum heimsins hafa komið upp ónæmi og í sumum tilvikum hafa greint berklabakteríur sem eru algjörlega ónæmar fyrir sýklalyfjum. Hér á landi hafa greinst berklabakteríur sem hafa minnkað ónæmi, en í þeim tilvikum hafa þær þróað með sér ónæmi gagnvart einu lyfi en önnur lyf virka þó. Varðandi fólkið sem starfsmaðurinn kann að hafa smitað segir Þórólfur að það þurfi að taka sinn tíma. Verða þeir prófaðir en slík próf eru þó ekki áreiðanleg fyrr en tveimur til sex vikum frá smiti. Ef smit finnst í viðkomandi er hægt að drepa bakteríuna og koma í veg fyrir að hún valdi veikindum.
Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira