Fótbolti

Aron Einar í segulómun á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson í leik með Al Arabi.
Aron Einar Gunnarsson í leik með Al Arabi. Vísir/Getty
Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Al Arabi í Katar og fyrirliði íslenska landsliðsins, var borinn af velli í gær eftir slæma tæklingu í leik ytra.

Aron Einar staðfesti við Vísi í morgun að fyrstu fréttir af honum væru góðar en röntgenmyndataka hafi komið vel út. Hann sé því óbrotinn.

Hins vegar er ekki meira vitað að svo stöddu en Aron Einar mun fara í segulómskoðun á morgun þar sem vonandi kemur betur í ljós hver staða hans sé.

Framundan hjá íslenska landsliðinu eru afar mikilvægir leikir í undankeppni EM 2020, gegn Frakklandi og Andorra en báðir leikir fara fram á Laugardalsvelli síðar í mánuðinum.

Aron Einar var í gær valinn í landsliðshóp Erik Hamren en ljóst er að það yrði erfitt að fylla í skarð fyrirliðans.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×