Zidane ætlar að berjast til síðasta blóðdropa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. október 2019 10:00 Zidane á hliðarlínunni. Vísir/Getty Þrátt fyrir að Real Madrid sitji á toppi spænsku 1. deildarinnar gustar um knattspyrnustjórann Zinedine Zidane í spænsku höfuðborginni. Helsta ástæðan er slæm byrjun liðsins á tímabilinu í Meistaradeild Evrópu. Real tapaði 3-0 fyrir PSG í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar og mátti svo þakka fyrir að hafa náð 2-2 jafntefli gegn Club Brugge á heimavelli í vikunni eftir að hafa lent 2-0 undir. Liðið er ósigrað á Spáni en hefur þó gert jafntefli í þremur leikjum. Í dag mætir það Granada sem gerði sér lítið fyrir og skellti Barcelona, 2-0, fyrr á leiktíðinni. „Ég veit hvar ég starfa og þetta er alltaf staðan,“ sagði Zidane spurður um álagið sem fylgir því að þjálfa Real Madrid. „Staðan er þó ekki jafn slæm og fólk sem stendur utan við félagið heldur fram. Þetta er Real Madrid og við erum einbeittir að því að standa okkur inni á vellinum. Í þessum leik fáum við tækifæri til að sýna af hverjum við erum á toppi deildarinnar.“ Hann segir að gagnrýnin hafi ekki áhrif á sig. „Þetta eru hlutskipti þjálfarans og svona er þetta fyrir okkur alla. Ég ætla að berjast til síðasta blóðdropa vegna þess að ég nýt þess sem ég geri og mér finnst að ég hafi það sem þarf til að sinna þessu starfi.“ Zidane er eins og flestir vita goðsögn hjá Real Madrid. Hann lék með liðinu við afar góðan orðstír frá 2001 til 2006 og tók svo við þjálfun þess árið 2016. Undir stjórn Zidane varð Real Evrópumeistari þrjú ár í röð auk þess að vinna fjölda annarra titla. Hann hætti skyndilega eftir tímabilið 2018 en sneri aftur innan við ári síðar eftir slæmt gengi liðsins undir stjórn Julen Lopetegui og síðar Santiago Solari. Granada er í öðru sæti deildarinnar eftir sjö umferðir, einu stigi á eftir Real Madrid, en liðin mætast klukkan 14.00 í dag. „Við ætlum okkur að vera á toppnum eftir þennan leik. Hér mætast liðin í fyrsta og öðru sæti og það skiptir miklu máli. Við munum mæta liði sem hefur staðið sig vel á tímabilinu, rétt eins og við sjálfir,“ sagði Zidane. Viðureign liðanna verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 13.55. Spænski boltinn Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Fleiri fréttir Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Sjá meira
Þrátt fyrir að Real Madrid sitji á toppi spænsku 1. deildarinnar gustar um knattspyrnustjórann Zinedine Zidane í spænsku höfuðborginni. Helsta ástæðan er slæm byrjun liðsins á tímabilinu í Meistaradeild Evrópu. Real tapaði 3-0 fyrir PSG í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar og mátti svo þakka fyrir að hafa náð 2-2 jafntefli gegn Club Brugge á heimavelli í vikunni eftir að hafa lent 2-0 undir. Liðið er ósigrað á Spáni en hefur þó gert jafntefli í þremur leikjum. Í dag mætir það Granada sem gerði sér lítið fyrir og skellti Barcelona, 2-0, fyrr á leiktíðinni. „Ég veit hvar ég starfa og þetta er alltaf staðan,“ sagði Zidane spurður um álagið sem fylgir því að þjálfa Real Madrid. „Staðan er þó ekki jafn slæm og fólk sem stendur utan við félagið heldur fram. Þetta er Real Madrid og við erum einbeittir að því að standa okkur inni á vellinum. Í þessum leik fáum við tækifæri til að sýna af hverjum við erum á toppi deildarinnar.“ Hann segir að gagnrýnin hafi ekki áhrif á sig. „Þetta eru hlutskipti þjálfarans og svona er þetta fyrir okkur alla. Ég ætla að berjast til síðasta blóðdropa vegna þess að ég nýt þess sem ég geri og mér finnst að ég hafi það sem þarf til að sinna þessu starfi.“ Zidane er eins og flestir vita goðsögn hjá Real Madrid. Hann lék með liðinu við afar góðan orðstír frá 2001 til 2006 og tók svo við þjálfun þess árið 2016. Undir stjórn Zidane varð Real Evrópumeistari þrjú ár í röð auk þess að vinna fjölda annarra titla. Hann hætti skyndilega eftir tímabilið 2018 en sneri aftur innan við ári síðar eftir slæmt gengi liðsins undir stjórn Julen Lopetegui og síðar Santiago Solari. Granada er í öðru sæti deildarinnar eftir sjö umferðir, einu stigi á eftir Real Madrid, en liðin mætast klukkan 14.00 í dag. „Við ætlum okkur að vera á toppnum eftir þennan leik. Hér mætast liðin í fyrsta og öðru sæti og það skiptir miklu máli. Við munum mæta liði sem hefur staðið sig vel á tímabilinu, rétt eins og við sjálfir,“ sagði Zidane. Viðureign liðanna verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 13.55.
Spænski boltinn Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Fleiri fréttir Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti