Metkuldi í vændum í miðvesturríkjum Bandaríkjanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. janúar 2019 23:15 Mikils snjóþunga og kulda hefur gætt víða í Bandaríkjunum, meðal annars í Chicago. Kuldinn hefur þó ekki náð hámarki. Erin Hooley/Getty Búist er við metkulda í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna í þessari viku. Gert er ráð fyrir að kuldinn fari alla leið niður í 54 gráður undir frostmarki. Kuldastrókur frá norðurheimskautsbaugnum mun skella á miðvesturríkjum Bandaríkjanna um þessa viku miðja, samkvæmt veðurstofu Bandaríkjanna. Hitastig muni verða slíkt að kal eða ofkæling geti hlotist á nokkrum mínútum, hætti fólk sér út í kuldann. Þá er gert ráð fyrir að á þó nokkrum stöðum verði kaldara en verið hefur í áratugi, eða jafnvel síðan mælingar hófust. Waterloo í Iowa er einn þeirra staða, en þar mun kuldinn að öllum líkindum fara niður fyrir 36 gráður undir frostmarki á miðvikudag, sem er það lægsta sem mælst hefur á svæðinu. Í Chicago í Illinois verður 25 ára gamalt kuldamet jafnað, gangi spáin eftir, en áætlað er að þar verði lofthitastig um 29 gráðum undir frostmarki, einnig á miðvikudag. „Borgin vindasama“ stendur þó undir nafni og mun vindkæling draga hitastigið niður undir 42 gráður fyrir neðan frostmark. Ökumenn á svæðinu eru hvattir til þess að hafa meðferðis birgðir og útbúnað til þess að verjast kuldanum ef ske kynni að þeir kæmust ekki leiðar sinnar sökum veðurs. Þá eru íbúar svæðisins þar sem kuldinn verður hvað mestur minntir á að sjá til þess að nóg sé til af gasi og eldivið til upphitunar á heimilum þeirra. Búið er að loka hundruðum skóla og opinberra stofnana vegna ástandsins, en snjóþungt hefur verið í miðvesturríkjunum og hefur meðal annars þurft að gera hlé á flugumferð frá nokkrum flugvöllum á svæðinu. Bandaríkin Veður Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Búist er við metkulda í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna í þessari viku. Gert er ráð fyrir að kuldinn fari alla leið niður í 54 gráður undir frostmarki. Kuldastrókur frá norðurheimskautsbaugnum mun skella á miðvesturríkjum Bandaríkjanna um þessa viku miðja, samkvæmt veðurstofu Bandaríkjanna. Hitastig muni verða slíkt að kal eða ofkæling geti hlotist á nokkrum mínútum, hætti fólk sér út í kuldann. Þá er gert ráð fyrir að á þó nokkrum stöðum verði kaldara en verið hefur í áratugi, eða jafnvel síðan mælingar hófust. Waterloo í Iowa er einn þeirra staða, en þar mun kuldinn að öllum líkindum fara niður fyrir 36 gráður undir frostmarki á miðvikudag, sem er það lægsta sem mælst hefur á svæðinu. Í Chicago í Illinois verður 25 ára gamalt kuldamet jafnað, gangi spáin eftir, en áætlað er að þar verði lofthitastig um 29 gráðum undir frostmarki, einnig á miðvikudag. „Borgin vindasama“ stendur þó undir nafni og mun vindkæling draga hitastigið niður undir 42 gráður fyrir neðan frostmark. Ökumenn á svæðinu eru hvattir til þess að hafa meðferðis birgðir og útbúnað til þess að verjast kuldanum ef ske kynni að þeir kæmust ekki leiðar sinnar sökum veðurs. Þá eru íbúar svæðisins þar sem kuldinn verður hvað mestur minntir á að sjá til þess að nóg sé til af gasi og eldivið til upphitunar á heimilum þeirra. Búið er að loka hundruðum skóla og opinberra stofnana vegna ástandsins, en snjóþungt hefur verið í miðvesturríkjunum og hefur meðal annars þurft að gera hlé á flugumferð frá nokkrum flugvöllum á svæðinu.
Bandaríkin Veður Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira