Settir í bann hjá Chelsea eftir að hafa sungið um Mo Salah Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2019 08:30 Mohamed Salah sleppur vonandi við að hlusta á þessa söngva í leiknum á móti Chelsea á sunnudaginn kemur. Vísir/Getty Liverpool hefur þakkað Chelsea fyrir hversu fljótt þeir brugðust við myndbandi sem var á flakki um samfélagsmiðla í gærkvöldi. Þar reyndu stuðningsmenn félagsins að koma höggi á stjörnu Liverpool liðsins með því að nota kynþáttaníð. Þrír stuðningsmenn Chelsea fengu ekki að fara inn á leik Slavia Prag og Chelsea í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Ástæðan er myndband var í dreifingu á netinu en þar höfðu stuðningsmenn Chelsea verið að syngja saman í Prag.Three Chelsea fans were denied entry into Slavia Prague's stadium for their Europa League quarter-final over an alleged racist chant about Liverpool's Mohamed Salah. — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 12, 2019Forráðamenn Chelsea hafði miklar áhyggjur af myndbandinu þar sem nokkrir stuðningsmenn Chelsea voru samankomnir og sungu níðsöngva um Mohamed Salah. Chelsea fór strax í málið af fullum krafti og þrír mannanna þekktust. Þeim var í framhaldinu meinaður aðgangur að leiknum á Eden Arena í Prag. Mohamed Salah er fyrrum leikmaður Chelsea en náði sér aldrei á strik hjá félaginu. Hann fór til Ítalíu en þegar hann kom til baka eftir að Liverpool keypti hann frá Roma, þá sló þessi snjalli Egypti í gegn í ensku úrvalsdeildinni. Mohamed Salah fann aftur markaskóna sína í sigri á Southampton um síðustu helgi og ætlar sér örugglega að svara þessum stuðningsmönnum Chelsea inn á vellinum.Chelsea prevented three people from entering the stadium for the Europa League quarter-final at Slavia Prague after a video appeared to show them making abusive comments about Liverpool forward Mohamed Salah.https://t.co/tJBCPynftBpic.twitter.com/XFjl406sKr — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019 Framundan er leikur Liverpool og Chelsea á Anfield á sunnudaginn en Liverpool þarf að væntanlega að vinna leikinn til að halda toppsætinu í deildinni á meðan Chelsea er í mikilli baráttu um að tryggja sér Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð. Stuðningsmennirnir sungu „Salah is a bomber“ og voru þar að koma höggi á hann fyrir að vera arabískur og ýja að því að hann sprengdi sig eða aðra í loft upp eins og verstu hryðjuverkamenn. Kynþáttafordómar á fótboltaleikjum hafa verið mikið í fréttum að undanförnu og það er ljóst að enska knattspyrnusambandið, ensku liðin og aðrir þeim tengdum ætla ekki að leyfa kynþáttarhöturum að komast upp með slíkt mikið lengur. Það verður hart tekið á öllum málum sem koma upp eins og Chelsea sýndi í verki í gærkvöldi. Bæði Chelsea og Liverpool sendu líka frá sér yfirlýsingar um málið eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar fordæma bæði félög slíka framkomu.Liverpool Football Club statement.https://t.co/sSGj4ggtks — Liverpool FC (@LFC) April 11, 2019Club statement. https://t.co/tMqiV6H53Z — Chelsea FC (@ChelseaFC) April 11, 2019 Enski boltinn Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Sjá meira
Liverpool hefur þakkað Chelsea fyrir hversu fljótt þeir brugðust við myndbandi sem var á flakki um samfélagsmiðla í gærkvöldi. Þar reyndu stuðningsmenn félagsins að koma höggi á stjörnu Liverpool liðsins með því að nota kynþáttaníð. Þrír stuðningsmenn Chelsea fengu ekki að fara inn á leik Slavia Prag og Chelsea í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Ástæðan er myndband var í dreifingu á netinu en þar höfðu stuðningsmenn Chelsea verið að syngja saman í Prag.Three Chelsea fans were denied entry into Slavia Prague's stadium for their Europa League quarter-final over an alleged racist chant about Liverpool's Mohamed Salah. — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 12, 2019Forráðamenn Chelsea hafði miklar áhyggjur af myndbandinu þar sem nokkrir stuðningsmenn Chelsea voru samankomnir og sungu níðsöngva um Mohamed Salah. Chelsea fór strax í málið af fullum krafti og þrír mannanna þekktust. Þeim var í framhaldinu meinaður aðgangur að leiknum á Eden Arena í Prag. Mohamed Salah er fyrrum leikmaður Chelsea en náði sér aldrei á strik hjá félaginu. Hann fór til Ítalíu en þegar hann kom til baka eftir að Liverpool keypti hann frá Roma, þá sló þessi snjalli Egypti í gegn í ensku úrvalsdeildinni. Mohamed Salah fann aftur markaskóna sína í sigri á Southampton um síðustu helgi og ætlar sér örugglega að svara þessum stuðningsmönnum Chelsea inn á vellinum.Chelsea prevented three people from entering the stadium for the Europa League quarter-final at Slavia Prague after a video appeared to show them making abusive comments about Liverpool forward Mohamed Salah.https://t.co/tJBCPynftBpic.twitter.com/XFjl406sKr — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019 Framundan er leikur Liverpool og Chelsea á Anfield á sunnudaginn en Liverpool þarf að væntanlega að vinna leikinn til að halda toppsætinu í deildinni á meðan Chelsea er í mikilli baráttu um að tryggja sér Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð. Stuðningsmennirnir sungu „Salah is a bomber“ og voru þar að koma höggi á hann fyrir að vera arabískur og ýja að því að hann sprengdi sig eða aðra í loft upp eins og verstu hryðjuverkamenn. Kynþáttafordómar á fótboltaleikjum hafa verið mikið í fréttum að undanförnu og það er ljóst að enska knattspyrnusambandið, ensku liðin og aðrir þeim tengdum ætla ekki að leyfa kynþáttarhöturum að komast upp með slíkt mikið lengur. Það verður hart tekið á öllum málum sem koma upp eins og Chelsea sýndi í verki í gærkvöldi. Bæði Chelsea og Liverpool sendu líka frá sér yfirlýsingar um málið eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar fordæma bæði félög slíka framkomu.Liverpool Football Club statement.https://t.co/sSGj4ggtks — Liverpool FC (@LFC) April 11, 2019Club statement. https://t.co/tMqiV6H53Z — Chelsea FC (@ChelseaFC) April 11, 2019
Enski boltinn Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Sjá meira