Telja 26 ríkustu mennina eiga jafnmikið og fátækari helming mannkyns Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2019 11:30 Jeff Bezos, stofnandi Amazon, er ríkasti maður í heimi. Aðeins eitt prósent auðæfa hans er talið jafngilda fjárlögum heils Afríkuríkis, Eþíópíu. vísir/getty Samkvæmt nýrri skýrslu bresku góðgerðarsamtakanna Oxfam um skiptingu auðs í heiminum eiga 26 ríkustu menn heims jafnmikinn auð og sá helmingur mannkyns sem hefur minnst á milli handanna. Frá þessu er greint á vef Guardian en um er að ræða skýrslu sem Oxfam gefur út árlega í tengslum við World Economic Forum sem fram fer í Davos í Sviss. Ráðstefnan hefst á morgun. Í skýrslu Oxfam fyrir árið 2018 segir að bilið á milli ríkra og fátækra í heiminum hafi breikkað enn meira í fyrra. Segir í skýrslunni að það að bilið haldi áfram að breikka en ekki öfugt sé hindrun í baráttunni gegn fátækt í heiminum. Oxfam telur að eitt prósent hátekjuskattur myndi skila nægum tekjum til þess að senda hvert barn í skóla sem ekki er í skóla og veita heilbrigðisþjónustu sem myndi koma í veg fyrir það að þrjár milljónir manna myndu deyja. Samkvæmt skýrslunni er auðurinn alltaf að safnast á færri hendur ár frá ári. Þannig átti 61 einstaklingur jafnmikinn auð og fátækari helmingur mannkyns árið 2016 en þessi tala var komin niður í 43 árið 2017. Í fyrra var talan síðan komin niður í 26 eins og áður var getið. Sem dæmi má nefna að ríkasti maður heims, Jeff Bezos, stofnandi Amazon, jók auð sinn í fyrra upp í 112 milljarða dollara en aðeins eitt prósent af auðæfum hans jafngildir fjárlögum Afríkuríkisins Eþíópíu þar sem búa 105 milljónir manna.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem upplýsingar um auð Bezos voru rangar í fyrstu útgáfu hennar. Bandaríkin Bretland Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Sjá meira
Samkvæmt nýrri skýrslu bresku góðgerðarsamtakanna Oxfam um skiptingu auðs í heiminum eiga 26 ríkustu menn heims jafnmikinn auð og sá helmingur mannkyns sem hefur minnst á milli handanna. Frá þessu er greint á vef Guardian en um er að ræða skýrslu sem Oxfam gefur út árlega í tengslum við World Economic Forum sem fram fer í Davos í Sviss. Ráðstefnan hefst á morgun. Í skýrslu Oxfam fyrir árið 2018 segir að bilið á milli ríkra og fátækra í heiminum hafi breikkað enn meira í fyrra. Segir í skýrslunni að það að bilið haldi áfram að breikka en ekki öfugt sé hindrun í baráttunni gegn fátækt í heiminum. Oxfam telur að eitt prósent hátekjuskattur myndi skila nægum tekjum til þess að senda hvert barn í skóla sem ekki er í skóla og veita heilbrigðisþjónustu sem myndi koma í veg fyrir það að þrjár milljónir manna myndu deyja. Samkvæmt skýrslunni er auðurinn alltaf að safnast á færri hendur ár frá ári. Þannig átti 61 einstaklingur jafnmikinn auð og fátækari helmingur mannkyns árið 2016 en þessi tala var komin niður í 43 árið 2017. Í fyrra var talan síðan komin niður í 26 eins og áður var getið. Sem dæmi má nefna að ríkasti maður heims, Jeff Bezos, stofnandi Amazon, jók auð sinn í fyrra upp í 112 milljarða dollara en aðeins eitt prósent af auðæfum hans jafngildir fjárlögum Afríkuríkisins Eþíópíu þar sem búa 105 milljónir manna.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem upplýsingar um auð Bezos voru rangar í fyrstu útgáfu hennar.
Bandaríkin Bretland Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Sjá meira