Innlent

Vonast til að opna í Bláfjöllum í vikunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kaðallinn í Bláfjöllum.
Kaðallinn í Bláfjöllum. FBL/Ernir
Starfsfólk skíðasvæðisins í Bláfjöllum segist hafa fengið flotta sendingu af snjó í nótt. Ef allt gangi upp verði opið fyrir aðgang í brekkurnar á næstu tveimur til þremur dögum.

„Gerið skíðin og brettin klár, veturinn er kominn,“ segir á Facebook-síðu Bláfjalla.

Reiknað er með því að Kóngurinn, Töfrateppið og kaðallinn verði fyrstu lyfturnar sem verða opnaðar og um leið einhverjar á suðursvæðinu.

Skíðagöngufólk gat gengið í nýtroðnum brautum um helgina.

Vefmyndavél Bláfjalla liggur niðri en unnið er að því að tengja vélina inn á ljósleiðara.

Lokað var í Hlíðarfjalli um helgina vegna hvassviðris. Þess í stað skelltu fjölmargir sér á skíði á Dalvík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×