Lagði skóna á hilluna í hálfleik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. september 2018 09:30 Davis í sínum síðasta leik í NFL-deildinni. vísir/getty Eitt það ótrúlegasta sem hefur sést í íþróttum í háa herrans tíð átti sér stað í leik Buffalo Bills og LA Chargers í NFL-deildinni í gær. Hinn reyndi bakvörður Buffalo, Vontae Davis, lagði þá skóna á hilluna í hálfleik. Já, hann hætti bara í miðjum leik. Davis var í byrjunarliði Bills í leiknum en segist síðan hafa ákveðið að vera heiðarlegur við sjálfan sig. Hann fór svo til þjálfarans og sagðist vera hættur. Félagar hans skildu ekkert í þessari hegðun og sumir létu hann heyra það eftir leik. Það var svo ekki löngu eftir leik að yfirlýsing kom frá Davis þar sem hann lýsti því yfir að skórnir væru farnir upp í hillu. Hann segist ekki hafa ætlað að móðga félaga sína með þessari hegðun.Official statement from CB @vontaedavis. pic.twitter.com/8WXszhnrUo — NFL (@NFL) September 16, 2018 Davis segir í yfirlýsingunni að hann hafi eðlilega ekki séð endalokin svona fyrir sér. Út á vellinum í gær rann upp fyrir honum ljós að þetta væri búið. Hann segir líkamann ekki lengur geta tekið við hörkunni í deildinni og því sé hann hættur. Honum leið ekki vel á vellinum, fann að þetta var búið og hætti því í hálfleik. Davis segist vera sáttur við þessa ákvörðun og að hann sé þakklátur fyrir tímann í deildinni. Davis er þrítugur og var tvisvar valinn í stjörnulið deildarinnar. NFL Tengdar fréttir Hvað er að gerast í Kansas City? | Brady fékk á baukinn Besta liðið í upphafi leiktíðar í NFL-deildinni er lið Kansas City Chiefs sem er algjörlega óstöðvandi. Liðið skoraði 42 stig gegn Pittsburgh í nótt. 17. september 2018 07:30 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Sjá meira
Eitt það ótrúlegasta sem hefur sést í íþróttum í háa herrans tíð átti sér stað í leik Buffalo Bills og LA Chargers í NFL-deildinni í gær. Hinn reyndi bakvörður Buffalo, Vontae Davis, lagði þá skóna á hilluna í hálfleik. Já, hann hætti bara í miðjum leik. Davis var í byrjunarliði Bills í leiknum en segist síðan hafa ákveðið að vera heiðarlegur við sjálfan sig. Hann fór svo til þjálfarans og sagðist vera hættur. Félagar hans skildu ekkert í þessari hegðun og sumir létu hann heyra það eftir leik. Það var svo ekki löngu eftir leik að yfirlýsing kom frá Davis þar sem hann lýsti því yfir að skórnir væru farnir upp í hillu. Hann segist ekki hafa ætlað að móðga félaga sína með þessari hegðun.Official statement from CB @vontaedavis. pic.twitter.com/8WXszhnrUo — NFL (@NFL) September 16, 2018 Davis segir í yfirlýsingunni að hann hafi eðlilega ekki séð endalokin svona fyrir sér. Út á vellinum í gær rann upp fyrir honum ljós að þetta væri búið. Hann segir líkamann ekki lengur geta tekið við hörkunni í deildinni og því sé hann hættur. Honum leið ekki vel á vellinum, fann að þetta var búið og hætti því í hálfleik. Davis segist vera sáttur við þessa ákvörðun og að hann sé þakklátur fyrir tímann í deildinni. Davis er þrítugur og var tvisvar valinn í stjörnulið deildarinnar.
NFL Tengdar fréttir Hvað er að gerast í Kansas City? | Brady fékk á baukinn Besta liðið í upphafi leiktíðar í NFL-deildinni er lið Kansas City Chiefs sem er algjörlega óstöðvandi. Liðið skoraði 42 stig gegn Pittsburgh í nótt. 17. september 2018 07:30 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Sjá meira
Hvað er að gerast í Kansas City? | Brady fékk á baukinn Besta liðið í upphafi leiktíðar í NFL-deildinni er lið Kansas City Chiefs sem er algjörlega óstöðvandi. Liðið skoraði 42 stig gegn Pittsburgh í nótt. 17. september 2018 07:30