Maurizio Sarri: Hazard getur skorað 40 mörk á tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2018 12:00 Eden Hazard fagnar einu marka sinna um helgina. Vísir/Getty Eden Hazard var mikið orðaður við Real Madrid í sumar en ekkert varð úr því að Belginn færi þangað. Nýr knattspyrnustjóri Chelsea hefur síðan heldur betur náð að kveikja í honum í upphafi tímabils og allt er í blóma hjá Hazard á Stamford Bridge. Eden Hazard skoraði þrennu í 4-1 sigri á Cardiff um helgina og hefur skorað fimm mörk í þeim þremur leikjum sem hann hefur byrjað í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur líka tröllatrú á sínum manni og það er ljóst að nýr leikstíll Chelsea undir stjórn Sarri hentar Hazard einstaklega vel.HAZARD FOR GOLDEN BOOT? Maurizio Sarri has backed Eden Hazard to win the Golden Boot, and says he has told the attacking midfielder he can score 40 goals this season. Read: https://t.co/ovxOAGEOwgpic.twitter.com/xQouYaPLqN — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 17, 2018„Við höfum talað saman og ég sagði honum að hann gæti skorað 40 mörk á tímabilinu. Hann þarf að bæta suma hluti en hann getur það alveg,“ sagði Maurizio Sarri. Maurizio Sarri er líka á því að Eden Hazard geti orðið besti knattspyrnumaðurinn í Evrópu. Hazard kom til Chelsea árið 2012 og hefur nú skorað 94 mörk fyrir félagið. Hann hefur aftur á móti aldrei náð að skora tuttugu mörk á einu tímabili. Persónulega metið hans er 19 mörk tímabilið 2014-15 en undanfarin tvö tímabil hefur hann skorað sautján mörk. Mohamed Salah hjá Liverpool vann gullskóinn í fyrra þegar hann skoraði 32 mörk í deildinni og 44 mörk í öllum keppnum.Sarri: 'I thought Hazard was one of the best players in Europe. But now I change my mind, maybe he's the best. But he can improve.' #CHECARpic.twitter.com/P8Im4cOqyt — Chelsea FC (@ChelseaFC) September 15, 2018Með þessum fimm mörkum er Eden Hazard orðinn markahæstur í ensku úrvalsdeildinni. Hann er með marki meira en þeir Romelu Lukaku (Manchester United), Sadio Mane (Liverpool) og Aleksandar Mitrovic (Fulham). Chelsea er á toppnum með fullt hús og aðeins betri markatölu en Liverpool sem hefur líka unnið alla fimm leiki sína. „Við þurfum að bæta okkar leik skref fyrir skref. Mitt markmið er að verða besta liðið á Englandi eftir átján mánuði. Það er markmiðið,“ sagði Maurizio Sarri. „Að mínu mati eru bæði Liverpool og Manchester City með betri lið en við á þessum tímapunktu,“ sagði Sarri. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira
Eden Hazard var mikið orðaður við Real Madrid í sumar en ekkert varð úr því að Belginn færi þangað. Nýr knattspyrnustjóri Chelsea hefur síðan heldur betur náð að kveikja í honum í upphafi tímabils og allt er í blóma hjá Hazard á Stamford Bridge. Eden Hazard skoraði þrennu í 4-1 sigri á Cardiff um helgina og hefur skorað fimm mörk í þeim þremur leikjum sem hann hefur byrjað í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur líka tröllatrú á sínum manni og það er ljóst að nýr leikstíll Chelsea undir stjórn Sarri hentar Hazard einstaklega vel.HAZARD FOR GOLDEN BOOT? Maurizio Sarri has backed Eden Hazard to win the Golden Boot, and says he has told the attacking midfielder he can score 40 goals this season. Read: https://t.co/ovxOAGEOwgpic.twitter.com/xQouYaPLqN — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 17, 2018„Við höfum talað saman og ég sagði honum að hann gæti skorað 40 mörk á tímabilinu. Hann þarf að bæta suma hluti en hann getur það alveg,“ sagði Maurizio Sarri. Maurizio Sarri er líka á því að Eden Hazard geti orðið besti knattspyrnumaðurinn í Evrópu. Hazard kom til Chelsea árið 2012 og hefur nú skorað 94 mörk fyrir félagið. Hann hefur aftur á móti aldrei náð að skora tuttugu mörk á einu tímabili. Persónulega metið hans er 19 mörk tímabilið 2014-15 en undanfarin tvö tímabil hefur hann skorað sautján mörk. Mohamed Salah hjá Liverpool vann gullskóinn í fyrra þegar hann skoraði 32 mörk í deildinni og 44 mörk í öllum keppnum.Sarri: 'I thought Hazard was one of the best players in Europe. But now I change my mind, maybe he's the best. But he can improve.' #CHECARpic.twitter.com/P8Im4cOqyt — Chelsea FC (@ChelseaFC) September 15, 2018Með þessum fimm mörkum er Eden Hazard orðinn markahæstur í ensku úrvalsdeildinni. Hann er með marki meira en þeir Romelu Lukaku (Manchester United), Sadio Mane (Liverpool) og Aleksandar Mitrovic (Fulham). Chelsea er á toppnum með fullt hús og aðeins betri markatölu en Liverpool sem hefur líka unnið alla fimm leiki sína. „Við þurfum að bæta okkar leik skref fyrir skref. Mitt markmið er að verða besta liðið á Englandi eftir átján mánuði. Það er markmiðið,“ sagði Maurizio Sarri. „Að mínu mati eru bæði Liverpool og Manchester City með betri lið en við á þessum tímapunktu,“ sagði Sarri.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira