Maurizio Sarri: Hazard getur skorað 40 mörk á tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2018 12:00 Eden Hazard fagnar einu marka sinna um helgina. Vísir/Getty Eden Hazard var mikið orðaður við Real Madrid í sumar en ekkert varð úr því að Belginn færi þangað. Nýr knattspyrnustjóri Chelsea hefur síðan heldur betur náð að kveikja í honum í upphafi tímabils og allt er í blóma hjá Hazard á Stamford Bridge. Eden Hazard skoraði þrennu í 4-1 sigri á Cardiff um helgina og hefur skorað fimm mörk í þeim þremur leikjum sem hann hefur byrjað í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur líka tröllatrú á sínum manni og það er ljóst að nýr leikstíll Chelsea undir stjórn Sarri hentar Hazard einstaklega vel.HAZARD FOR GOLDEN BOOT? Maurizio Sarri has backed Eden Hazard to win the Golden Boot, and says he has told the attacking midfielder he can score 40 goals this season. Read: https://t.co/ovxOAGEOwgpic.twitter.com/xQouYaPLqN — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 17, 2018„Við höfum talað saman og ég sagði honum að hann gæti skorað 40 mörk á tímabilinu. Hann þarf að bæta suma hluti en hann getur það alveg,“ sagði Maurizio Sarri. Maurizio Sarri er líka á því að Eden Hazard geti orðið besti knattspyrnumaðurinn í Evrópu. Hazard kom til Chelsea árið 2012 og hefur nú skorað 94 mörk fyrir félagið. Hann hefur aftur á móti aldrei náð að skora tuttugu mörk á einu tímabili. Persónulega metið hans er 19 mörk tímabilið 2014-15 en undanfarin tvö tímabil hefur hann skorað sautján mörk. Mohamed Salah hjá Liverpool vann gullskóinn í fyrra þegar hann skoraði 32 mörk í deildinni og 44 mörk í öllum keppnum.Sarri: 'I thought Hazard was one of the best players in Europe. But now I change my mind, maybe he's the best. But he can improve.' #CHECARpic.twitter.com/P8Im4cOqyt — Chelsea FC (@ChelseaFC) September 15, 2018Með þessum fimm mörkum er Eden Hazard orðinn markahæstur í ensku úrvalsdeildinni. Hann er með marki meira en þeir Romelu Lukaku (Manchester United), Sadio Mane (Liverpool) og Aleksandar Mitrovic (Fulham). Chelsea er á toppnum með fullt hús og aðeins betri markatölu en Liverpool sem hefur líka unnið alla fimm leiki sína. „Við þurfum að bæta okkar leik skref fyrir skref. Mitt markmið er að verða besta liðið á Englandi eftir átján mánuði. Það er markmiðið,“ sagði Maurizio Sarri. „Að mínu mati eru bæði Liverpool og Manchester City með betri lið en við á þessum tímapunktu,“ sagði Sarri. Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira
Eden Hazard var mikið orðaður við Real Madrid í sumar en ekkert varð úr því að Belginn færi þangað. Nýr knattspyrnustjóri Chelsea hefur síðan heldur betur náð að kveikja í honum í upphafi tímabils og allt er í blóma hjá Hazard á Stamford Bridge. Eden Hazard skoraði þrennu í 4-1 sigri á Cardiff um helgina og hefur skorað fimm mörk í þeim þremur leikjum sem hann hefur byrjað í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur líka tröllatrú á sínum manni og það er ljóst að nýr leikstíll Chelsea undir stjórn Sarri hentar Hazard einstaklega vel.HAZARD FOR GOLDEN BOOT? Maurizio Sarri has backed Eden Hazard to win the Golden Boot, and says he has told the attacking midfielder he can score 40 goals this season. Read: https://t.co/ovxOAGEOwgpic.twitter.com/xQouYaPLqN — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 17, 2018„Við höfum talað saman og ég sagði honum að hann gæti skorað 40 mörk á tímabilinu. Hann þarf að bæta suma hluti en hann getur það alveg,“ sagði Maurizio Sarri. Maurizio Sarri er líka á því að Eden Hazard geti orðið besti knattspyrnumaðurinn í Evrópu. Hazard kom til Chelsea árið 2012 og hefur nú skorað 94 mörk fyrir félagið. Hann hefur aftur á móti aldrei náð að skora tuttugu mörk á einu tímabili. Persónulega metið hans er 19 mörk tímabilið 2014-15 en undanfarin tvö tímabil hefur hann skorað sautján mörk. Mohamed Salah hjá Liverpool vann gullskóinn í fyrra þegar hann skoraði 32 mörk í deildinni og 44 mörk í öllum keppnum.Sarri: 'I thought Hazard was one of the best players in Europe. But now I change my mind, maybe he's the best. But he can improve.' #CHECARpic.twitter.com/P8Im4cOqyt — Chelsea FC (@ChelseaFC) September 15, 2018Með þessum fimm mörkum er Eden Hazard orðinn markahæstur í ensku úrvalsdeildinni. Hann er með marki meira en þeir Romelu Lukaku (Manchester United), Sadio Mane (Liverpool) og Aleksandar Mitrovic (Fulham). Chelsea er á toppnum með fullt hús og aðeins betri markatölu en Liverpool sem hefur líka unnið alla fimm leiki sína. „Við þurfum að bæta okkar leik skref fyrir skref. Mitt markmið er að verða besta liðið á Englandi eftir átján mánuði. Það er markmiðið,“ sagði Maurizio Sarri. „Að mínu mati eru bæði Liverpool og Manchester City með betri lið en við á þessum tímapunktu,“ sagði Sarri.
Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira