Framkvæmdastjóri fjármála OR segist hafa hlotið áminningu vegna kynferðislegrar áreitni Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2018 22:01 Orkuveita Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála Orkuveitu Reykjavíkur, hefur staðfest að hann hlaut formlega áminningu vegna óviðeigandi kynferðislegrar áreitni á árshátíð fyrirtækisins fyrir þremur árum síðar. Ingvar sendi fjölmiðlum tilkynningu þess efnis í kvöld vegna fyrirspurna en hann segist hafa iðrast þess æ síðan og farið strax í áfengismeðferð og leitað sér einnig viðeigandi aðstoðar. Lét Ingvar skriflega áminningu, sem Orkuveita Reykjavíkur veitti honum, fylgja með tilkynningunni sem hann sendi á fjölmiðla. Þar er framkoma hans og háttarlag gagnvart starfsmönnum sögð hafa verið með öllu óviðeigandi og óforsvaranleg og lýst sér meðal annars í beinum snertingum. Gekkst Ingvar við brotunum og hann minntur á að framkoma hans og háttarlag sé litin mjög alvarlegum augum og verði aldrei liðin innan fyrirtækisins. Var því ákveðið að veita honum skriflega áminningu, en slík áminning getur leitt til þess, bæti starfsmaður ekki ráð sitt, að ráðningarsamningi við hann verði sagt upp eða rift án fyrirvara eða frekari aðvarana. Var skorað á Ingvar að bæta ráð sitt og með því tryggja að framkoma og háttarlag sem hann sýndi af sér endurtaki sig ekki. Undir áminninguna ritar Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, en hann segir að það sé skýr afstaða fyrirtækisins að ætli Ingvar sér að starfa þar áfram þá verði hann að leita sér lækninga í þeim tilgangi að fá bót meina sinna. Jafnframt gerði Orkuveitan þá kröfu að í framhaldi hefji Ingvar samtalsmeðferð vegna þeirra atvika sem eru ástæða áminningarinnar. Forstjórinn steig til hliðar Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, sendi fjölmiðlum tilkynningu rétt fyrir kvöldmat þar sem hann sagðist hafa óskað eftir því við stjórn OR að stíga tímabundið til hliðar sem forstjóri. Sagði Bjarni það nauðsynlegt skref á meðan skoðun á málefnum OR færi fram. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, sendi fjölmiðlum tilkynningu í kjölfarið þar sem hún sagðist hafa móttekið ósk Bjarna og að hún yrði tekin fyrir á fundi stjórnar sem allra fyrst. Þá tilkynnti Brynhildur að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar myndi framkvæma úttekt á vinnustaðamenningu Orkuveitunnar og fyrirtækja hennar. Undirbúningur þeirrar úttektar væri þegar hafinn. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður OR, sagði í fréttum Stöðvar 2 að hún hefði fengið upplýsingar um fleiri tilvik um óeðlilega hegðun innan Orkuveitunnar sem krefðust nánari skoðunar. Atburðarás sem hófst í síðustu viku Þessi atburðarás hófst í síðustu viku þegar Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur. Í kjölfarið boðaði Bjarna Bjarnason hana og eiginmann hennar Einar Bárðarson til fundar. Sá fundur var afar afdrifaríkir. Eftir hann ritaði Einar Bárðarson færslu á Facebook þar sem hann sagðist hafa hitt forstjóra stórfyrirtækis sem Einar sagði hafa tekið fálega í frásagnir hans af framkvæmdastjóra fyrirtækisins sem sendi undirmönnum sínum dónalega tölvupósta. Um var að ræða Bjarna Má Júlíusson, framkvæmdastjóra Orku náttúru. Ákvað Bjarni Bjarnason, sem er stjórnarformaður Orku náttúru, að kalla stjórnina saman til fundar samdægurs og var Bjarna Má sagt upp störfum í kjölfarið. Bjarni Bjarnason sagði við Vísi að hann hefði litið málið alvarlegum augum á fundinum en Áslaug heldur því fram að hann hafi meðvitað stutt ruddalega framkomu gagnvart konum. Ákvað stjórn Orku náttúrunnar að ráða Þórð Ásmundsson tímabundið í stöðu framkvæmdastjóra ON. Stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur fengu síðan fregnir af því síðastliðinn föstudag að hann væri sakaður um kynferðisbrot og var Þórður því sendur í leyfi, en hann hafði starfað sem forstöðumaður hjá ON. Berglind Rán Ólafsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjamarkaðar Orku náttúru, var þess í stað ráðin tímabundið í starf framkvæmdastjóra.Tengd skjölÁminning Ingvars Stefánssonar Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. 17. september 2018 18:39 Tók ekki við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot Þórður Ásmundsson hefur verið sendur í leyfi frá störfum. 17. september 2018 19:16 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25 Bjarni Bjarnason var kosinn stjórnandi ársins 2014 Samkvæmt Stjórnvísi er forstjóri OR afbragð annarra stjórnenda. 17. september 2018 13:19 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála Orkuveitu Reykjavíkur, hefur staðfest að hann hlaut formlega áminningu vegna óviðeigandi kynferðislegrar áreitni á árshátíð fyrirtækisins fyrir þremur árum síðar. Ingvar sendi fjölmiðlum tilkynningu þess efnis í kvöld vegna fyrirspurna en hann segist hafa iðrast þess æ síðan og farið strax í áfengismeðferð og leitað sér einnig viðeigandi aðstoðar. Lét Ingvar skriflega áminningu, sem Orkuveita Reykjavíkur veitti honum, fylgja með tilkynningunni sem hann sendi á fjölmiðla. Þar er framkoma hans og háttarlag gagnvart starfsmönnum sögð hafa verið með öllu óviðeigandi og óforsvaranleg og lýst sér meðal annars í beinum snertingum. Gekkst Ingvar við brotunum og hann minntur á að framkoma hans og háttarlag sé litin mjög alvarlegum augum og verði aldrei liðin innan fyrirtækisins. Var því ákveðið að veita honum skriflega áminningu, en slík áminning getur leitt til þess, bæti starfsmaður ekki ráð sitt, að ráðningarsamningi við hann verði sagt upp eða rift án fyrirvara eða frekari aðvarana. Var skorað á Ingvar að bæta ráð sitt og með því tryggja að framkoma og háttarlag sem hann sýndi af sér endurtaki sig ekki. Undir áminninguna ritar Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, en hann segir að það sé skýr afstaða fyrirtækisins að ætli Ingvar sér að starfa þar áfram þá verði hann að leita sér lækninga í þeim tilgangi að fá bót meina sinna. Jafnframt gerði Orkuveitan þá kröfu að í framhaldi hefji Ingvar samtalsmeðferð vegna þeirra atvika sem eru ástæða áminningarinnar. Forstjórinn steig til hliðar Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, sendi fjölmiðlum tilkynningu rétt fyrir kvöldmat þar sem hann sagðist hafa óskað eftir því við stjórn OR að stíga tímabundið til hliðar sem forstjóri. Sagði Bjarni það nauðsynlegt skref á meðan skoðun á málefnum OR færi fram. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, sendi fjölmiðlum tilkynningu í kjölfarið þar sem hún sagðist hafa móttekið ósk Bjarna og að hún yrði tekin fyrir á fundi stjórnar sem allra fyrst. Þá tilkynnti Brynhildur að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar myndi framkvæma úttekt á vinnustaðamenningu Orkuveitunnar og fyrirtækja hennar. Undirbúningur þeirrar úttektar væri þegar hafinn. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður OR, sagði í fréttum Stöðvar 2 að hún hefði fengið upplýsingar um fleiri tilvik um óeðlilega hegðun innan Orkuveitunnar sem krefðust nánari skoðunar. Atburðarás sem hófst í síðustu viku Þessi atburðarás hófst í síðustu viku þegar Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur. Í kjölfarið boðaði Bjarna Bjarnason hana og eiginmann hennar Einar Bárðarson til fundar. Sá fundur var afar afdrifaríkir. Eftir hann ritaði Einar Bárðarson færslu á Facebook þar sem hann sagðist hafa hitt forstjóra stórfyrirtækis sem Einar sagði hafa tekið fálega í frásagnir hans af framkvæmdastjóra fyrirtækisins sem sendi undirmönnum sínum dónalega tölvupósta. Um var að ræða Bjarna Má Júlíusson, framkvæmdastjóra Orku náttúru. Ákvað Bjarni Bjarnason, sem er stjórnarformaður Orku náttúru, að kalla stjórnina saman til fundar samdægurs og var Bjarna Má sagt upp störfum í kjölfarið. Bjarni Bjarnason sagði við Vísi að hann hefði litið málið alvarlegum augum á fundinum en Áslaug heldur því fram að hann hafi meðvitað stutt ruddalega framkomu gagnvart konum. Ákvað stjórn Orku náttúrunnar að ráða Þórð Ásmundsson tímabundið í stöðu framkvæmdastjóra ON. Stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur fengu síðan fregnir af því síðastliðinn föstudag að hann væri sakaður um kynferðisbrot og var Þórður því sendur í leyfi, en hann hafði starfað sem forstöðumaður hjá ON. Berglind Rán Ólafsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjamarkaðar Orku náttúru, var þess í stað ráðin tímabundið í starf framkvæmdastjóra.Tengd skjölÁminning Ingvars Stefánssonar
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. 17. september 2018 18:39 Tók ekki við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot Þórður Ásmundsson hefur verið sendur í leyfi frá störfum. 17. september 2018 19:16 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25 Bjarni Bjarnason var kosinn stjórnandi ársins 2014 Samkvæmt Stjórnvísi er forstjóri OR afbragð annarra stjórnenda. 17. september 2018 13:19 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21
Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. 17. september 2018 18:39
Tók ekki við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot Þórður Ásmundsson hefur verið sendur í leyfi frá störfum. 17. september 2018 19:16
Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51
Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25
Bjarni Bjarnason var kosinn stjórnandi ársins 2014 Samkvæmt Stjórnvísi er forstjóri OR afbragð annarra stjórnenda. 17. september 2018 13:19