„Það er ekki okkar að hafa skoðun á því hver er fulltrúi danska þingsins“ Sylvía Hall skrifar 29. júlí 2018 16:44 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Hanna Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins segir viðbrögð við komu Piu Kjærsgaard hingað til lands ekki hafa verið Alþingi til framdráttar. Hann segir það ekki vera okkar að velja fulltrúa annarra þjóða. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi í dag. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar var einnig gestur í þættinum, en mótmæli hennar á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum vöktu mikla athygli á sínum tíma. Hún segir mótmælum sínum ekki hafa verið beint að sjálfu embætti forseta danska þingsins, heldur þeirri orðræðu sem Kjærsgaard hefur staðið fyrir.Helga Vala segir að mótmæli sín hafi verið vegna þeirrar orðræðu sem Pia Kjærsgaard hefur haldið á lofti síðustu áratugi.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK„Hún hefur verið mjög framarlega í hatursorðræðu“ Hún tekur þó undir orð Sigmundar Davíðs um að þingfundurinn hafi ekki verið til þess að auka virðingu Alþingis, en þykir það vera einna helst vegna þess hvernig var staðið að skipulagi fundarins og ákvarðanatöku varðandi komu Kjærsgaard. „Mér þótti mjög miður hvernig að þessu var staðið.“ Þá segir hún það hafa verið sjálfsagt að bjóða forsetum Norðurlanda á hátíðarfundinn, en að hennar mati hafi það verið undarlegt að veita Kjærsgaard heiðurssess á fundinum í ljósi framgöngu hennar og orðræðu gegn innflytjendum. „Hún hefur verið mjög framarlega í hatursorðræðu, hún hefur látið eftir sér að úthrópa fólk sem þarfnast verndar, fólk sem hefur ekki jafnsterka rödd og hún, leyft sér að bera út slík orð um ákveðinn þjóðfélagshóp og mér þótti það ekki tilhlýðilegt að Alþingi Íslendinga skyldi, algjörlega fordæmalaust, leyfa erlendum aðila að ávarpa þingfund með þeim hætti.“ Hún bendir á að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem erlendum aðila var boðið að ávarpa þingfund hjá Alþingi og henni þykir miður að Kjærsgaard hafi verið sú sem fékk það tækifæri. Hættuleg braut að ætla velja fulltrúa annarra þjóða Sigmundur Davíð segir Íslendinga ekki geta sett sig í þá yfirburðastöðu á heimsvísu að segja öðrum þjóðum hvaða fulltrúa þeir eigi að velja á alþjóðlegum vettvangi. Það sé hættuleg braut. „Það er ekki okkar að hafa skoðun á því hver er fulltrúi danska þingsins. Við erum komin á svo hættulega braut þegar við ætlum að velja fulltrúa í ákveðin sæti fyrir önnur lönd.“, segir Sigmundur og gefur til kynna að slíkt myndi ekki koma fyrir í öðrum löndum við sambærilegar uppákomur. Þessu mótmælir Helga Vala og segir kjarna málsins ekki vera stjórnmálaskoðanir Kjærsgaard, heldur snúi umrædd viðbrögð að því að hún hafi lengi haldið uppi hatursorðræðu gegn ákveðnum hópum samfélagsins. Þá segist hún vita til þess að viðbrögðin við komu forseta þingsins hérlendis hafi orðið til þess að mikil umræða vaknaði í danska sósíaldemókrataflokknum um stefnu þeirra í málum hælisleitenda og hún fagni því. Heyra má viðtalið í spilaranum hér að neðan. Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins segir viðbrögð við komu Piu Kjærsgaard hingað til lands ekki hafa verið Alþingi til framdráttar. Hann segir það ekki vera okkar að velja fulltrúa annarra þjóða. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi í dag. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar var einnig gestur í þættinum, en mótmæli hennar á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum vöktu mikla athygli á sínum tíma. Hún segir mótmælum sínum ekki hafa verið beint að sjálfu embætti forseta danska þingsins, heldur þeirri orðræðu sem Kjærsgaard hefur staðið fyrir.Helga Vala segir að mótmæli sín hafi verið vegna þeirrar orðræðu sem Pia Kjærsgaard hefur haldið á lofti síðustu áratugi.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK„Hún hefur verið mjög framarlega í hatursorðræðu“ Hún tekur þó undir orð Sigmundar Davíðs um að þingfundurinn hafi ekki verið til þess að auka virðingu Alþingis, en þykir það vera einna helst vegna þess hvernig var staðið að skipulagi fundarins og ákvarðanatöku varðandi komu Kjærsgaard. „Mér þótti mjög miður hvernig að þessu var staðið.“ Þá segir hún það hafa verið sjálfsagt að bjóða forsetum Norðurlanda á hátíðarfundinn, en að hennar mati hafi það verið undarlegt að veita Kjærsgaard heiðurssess á fundinum í ljósi framgöngu hennar og orðræðu gegn innflytjendum. „Hún hefur verið mjög framarlega í hatursorðræðu, hún hefur látið eftir sér að úthrópa fólk sem þarfnast verndar, fólk sem hefur ekki jafnsterka rödd og hún, leyft sér að bera út slík orð um ákveðinn þjóðfélagshóp og mér þótti það ekki tilhlýðilegt að Alþingi Íslendinga skyldi, algjörlega fordæmalaust, leyfa erlendum aðila að ávarpa þingfund með þeim hætti.“ Hún bendir á að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem erlendum aðila var boðið að ávarpa þingfund hjá Alþingi og henni þykir miður að Kjærsgaard hafi verið sú sem fékk það tækifæri. Hættuleg braut að ætla velja fulltrúa annarra þjóða Sigmundur Davíð segir Íslendinga ekki geta sett sig í þá yfirburðastöðu á heimsvísu að segja öðrum þjóðum hvaða fulltrúa þeir eigi að velja á alþjóðlegum vettvangi. Það sé hættuleg braut. „Það er ekki okkar að hafa skoðun á því hver er fulltrúi danska þingsins. Við erum komin á svo hættulega braut þegar við ætlum að velja fulltrúa í ákveðin sæti fyrir önnur lönd.“, segir Sigmundur og gefur til kynna að slíkt myndi ekki koma fyrir í öðrum löndum við sambærilegar uppákomur. Þessu mótmælir Helga Vala og segir kjarna málsins ekki vera stjórnmálaskoðanir Kjærsgaard, heldur snúi umrædd viðbrögð að því að hún hafi lengi haldið uppi hatursorðræðu gegn ákveðnum hópum samfélagsins. Þá segist hún vita til þess að viðbrögðin við komu forseta þingsins hérlendis hafi orðið til þess að mikil umræða vaknaði í danska sósíaldemókrataflokknum um stefnu þeirra í málum hælisleitenda og hún fagni því. Heyra má viðtalið í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu