Lítið talað um Ísland á blaðamannafundi Argentínumanna Henry Birgr Gunnarsson í Moskvu skrifar 15. júní 2018 16:45 Sampaoli á fundinum í dag. vísir/getty Landsliðsþjálfari Argentínu, Jorge Sampaoli, tilkynnti mjög óvænt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Íslandi á blaðamannafundi sínum áðan. Fundurinn snérist ekki mikið um Ísland. Fyrstur til að spyrja var blaðamaður frá Bangladess sem vildi vita af hverju Messi mætti aldrei á blaðamannafundi með landsliðinu. „Ég ákveð þessa hluti ekki. Þú verður að spyrja einhverja aðra en mig," sagði Sampaoli augljóslega frekar pirraður á spurningunni. Hann segir það fullkomlega eðlilegt að tilkynna liðið sólarhring fyrir leik. „Við höfum ekkert að fela. Vitum hvaða liði við viljum spila og það hefur verið að æfa samna. Liðið er mjög sterkt og góð samheldni hjá okkur. Liðið er tilbúið og mun sýna það í leiknum." Ein af örfáum spurningum um Ísland snérist um hæðarmuninn en íslenska liðið er mun hávaxnari og getur því vel ógnað í föstum leikatriðum. „Við reynum að bæta upp fyrir hæðarmuninn á öðrum sviðum. Það er auðvitað erfitt að undirbúa sig fyrir svona en við verðum að draga úr möguleikum Íslands í leiknum," sagði þjálfarinn en hvað veit hann um íslenska liðið? „Ég veit að þeirra besti maður er að jafna sig eftir meiðsli. Ég veit líka að það verður erfitt að spila við þá. Við megum ekki hugsa um að pressan sé of mikil á okkur heldur verðum við að setja þá undir pressu." Þjálfarinn gaf engan afslátt þegar kom að því að peppa sinn besta leikmann, Lionel Messi, upp. „Messi líður vel og er í toppformi. Hann getur ekki beðið eftir því að byrja að reyna að uppfylla sinn draum á þessu móti. Hann á ekki að vera undir neinni pressu því maður eins og hann gerir alla hamingjusama með spilamennsku sinni. Hann er snillingur," sagði þjálfarinn með stjörnuglampa. Flestir telja að þetta verði síðasta HM hjá Messi en ekki þjálfarinn. „Nei, ég held hann komi aftur á HM. Hann er snillingur spilar svo vel. Það er engin ástæða til þess að halda að hann komi ekki aftur eftir fjögur ár."Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Landsliðsþjálfari Argentínu, Jorge Sampaoli, tilkynnti mjög óvænt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Íslandi á blaðamannafundi sínum áðan. Fundurinn snérist ekki mikið um Ísland. Fyrstur til að spyrja var blaðamaður frá Bangladess sem vildi vita af hverju Messi mætti aldrei á blaðamannafundi með landsliðinu. „Ég ákveð þessa hluti ekki. Þú verður að spyrja einhverja aðra en mig," sagði Sampaoli augljóslega frekar pirraður á spurningunni. Hann segir það fullkomlega eðlilegt að tilkynna liðið sólarhring fyrir leik. „Við höfum ekkert að fela. Vitum hvaða liði við viljum spila og það hefur verið að æfa samna. Liðið er mjög sterkt og góð samheldni hjá okkur. Liðið er tilbúið og mun sýna það í leiknum." Ein af örfáum spurningum um Ísland snérist um hæðarmuninn en íslenska liðið er mun hávaxnari og getur því vel ógnað í föstum leikatriðum. „Við reynum að bæta upp fyrir hæðarmuninn á öðrum sviðum. Það er auðvitað erfitt að undirbúa sig fyrir svona en við verðum að draga úr möguleikum Íslands í leiknum," sagði þjálfarinn en hvað veit hann um íslenska liðið? „Ég veit að þeirra besti maður er að jafna sig eftir meiðsli. Ég veit líka að það verður erfitt að spila við þá. Við megum ekki hugsa um að pressan sé of mikil á okkur heldur verðum við að setja þá undir pressu." Þjálfarinn gaf engan afslátt þegar kom að því að peppa sinn besta leikmann, Lionel Messi, upp. „Messi líður vel og er í toppformi. Hann getur ekki beðið eftir því að byrja að reyna að uppfylla sinn draum á þessu móti. Hann á ekki að vera undir neinni pressu því maður eins og hann gerir alla hamingjusama með spilamennsku sinni. Hann er snillingur," sagði þjálfarinn með stjörnuglampa. Flestir telja að þetta verði síðasta HM hjá Messi en ekki þjálfarinn. „Nei, ég held hann komi aftur á HM. Hann er snillingur spilar svo vel. Það er engin ástæða til þess að halda að hann komi ekki aftur eftir fjögur ár."Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira