Endurbætur á Þingvallavegi tefjast eftir kröfu um umhverfismat Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. apríl 2018 13:54 Þingvellir eru einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins og hafa fundið vel fyrir mikilli fjölgun ferðamanna undanfarin ár. vísir/anton brink Landvernd hefur kært úrskurð Skipulagsstofnunar vegna endurbóta á Þingvallavegi. Úrskurður Skipulagsstofnunar gengur út að endurbætur á Þingvallavegi þurfi ekki að fara í umhverfismat og byggir á þeirra athugun á málinu. Leitaði stofnunin umsagna hjá Bláskógabyggð, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun Íslands, Samgöngustofu, Skógrækt ríkisins, Umhverfisstofnun og hjá mennta og menningarmálaráðuneytinu við ákvörðun sína. Ráðuneytið sér um samskiptin við UNESCO en forna þingsvæðið á Þingvöllum er á heimsminjaskrá UNESCO, þó ekki vegurinn. Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum og Þingvallanefnd hafa stutt málið og vilja að farið verði í það að laga veginn.Þingvallavegur er fjölfarinn, ekki síst vegna mikillar fjölgunar ferðamanna.Vísir/VilhelmEkki haldið áfram með verkiðEn hvað gerist núna eftir kæru Landverndar?„Nú vinnum við að svörum við kærunni en á meðan sú vinna er í gangi verður ekki haldið áfram að vinna við undirbúning verksins. Verkið kemur til með að tefjast sennilega um einhverja mánuði þar til fyrsti úrskurður liggur fyrir og um mörg ár ef fallist verður á að endurbæturnar fari í umhverfismat. Ef það er fyrirsjáanlegt að það verða verulegar tafir þá mun Vegagerðin sterkleg íhuga að breyta Þingvallavegi í einstefnugötu í austur og sennilega Vallavegi í einstefnu í vestur“, segir Einar M. Magnússon, tæknifræðingur hjá Vegagerðinni og bætir við: „Við fengum mjög gott tilboð í verkið frá Þjótanda ehf. upp á 488 m.kr. en það er ekki búið að ganga frá endanlegum samningum við þá vegna þessarar kæru. Við vonum að verkið verði ekki stöðvað og við getum gengið til samninga við verktakann í byrjun maí.“Kært vegna almennings Snorri Baldursson, stjórnarmaður í Landvernd segir að samtökin kæri fyrst og fremst til þess að almenningur fái aðkomu að ákvarðanatöku um hvernig vegagerð í Þingvallaþjóðgarði skuli háttað á þessum „friðlýsta helgistað allrar þjóðarinnar“. Fá ef nokkur svæði á landinu njóta jafn mikillar verndar og svæðið sem vegurinn fer um og þess vegna telur Landvernd sjálfsagt mál að fara með þessa framkvæmd í fullt umhverfismat. „Skipulagsstofnun bendir auk þess á það í ákvörðun sinni að umhverfisáhrif vegna þessarar framkvæmdar verði talsvert neikvæð. Við í Landvernd erum ekki sannfærð um að útfærsla Vegagerðarinnar sé hin eina rétta eða sú besta og að með meiri yfirlegu og aðkomu fleiri megi draga enn frekar úr þeim áhrifum“, segir Snorri. Hann viðurkennir að kæran sé óheppileg en ekki sé við samtökin að sakast. „Landvernd hefur margoft bent á nauðsyn þess að samtök almennings fái raunverulegan aðgang að undirbúningi framkvæmda, þar með talið kæruheimild, mun fyrr í undirbúningsferlinu“, bætir Snorri við. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira
Landvernd hefur kært úrskurð Skipulagsstofnunar vegna endurbóta á Þingvallavegi. Úrskurður Skipulagsstofnunar gengur út að endurbætur á Þingvallavegi þurfi ekki að fara í umhverfismat og byggir á þeirra athugun á málinu. Leitaði stofnunin umsagna hjá Bláskógabyggð, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun Íslands, Samgöngustofu, Skógrækt ríkisins, Umhverfisstofnun og hjá mennta og menningarmálaráðuneytinu við ákvörðun sína. Ráðuneytið sér um samskiptin við UNESCO en forna þingsvæðið á Þingvöllum er á heimsminjaskrá UNESCO, þó ekki vegurinn. Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum og Þingvallanefnd hafa stutt málið og vilja að farið verði í það að laga veginn.Þingvallavegur er fjölfarinn, ekki síst vegna mikillar fjölgunar ferðamanna.Vísir/VilhelmEkki haldið áfram með verkiðEn hvað gerist núna eftir kæru Landverndar?„Nú vinnum við að svörum við kærunni en á meðan sú vinna er í gangi verður ekki haldið áfram að vinna við undirbúning verksins. Verkið kemur til með að tefjast sennilega um einhverja mánuði þar til fyrsti úrskurður liggur fyrir og um mörg ár ef fallist verður á að endurbæturnar fari í umhverfismat. Ef það er fyrirsjáanlegt að það verða verulegar tafir þá mun Vegagerðin sterkleg íhuga að breyta Þingvallavegi í einstefnugötu í austur og sennilega Vallavegi í einstefnu í vestur“, segir Einar M. Magnússon, tæknifræðingur hjá Vegagerðinni og bætir við: „Við fengum mjög gott tilboð í verkið frá Þjótanda ehf. upp á 488 m.kr. en það er ekki búið að ganga frá endanlegum samningum við þá vegna þessarar kæru. Við vonum að verkið verði ekki stöðvað og við getum gengið til samninga við verktakann í byrjun maí.“Kært vegna almennings Snorri Baldursson, stjórnarmaður í Landvernd segir að samtökin kæri fyrst og fremst til þess að almenningur fái aðkomu að ákvarðanatöku um hvernig vegagerð í Þingvallaþjóðgarði skuli háttað á þessum „friðlýsta helgistað allrar þjóðarinnar“. Fá ef nokkur svæði á landinu njóta jafn mikillar verndar og svæðið sem vegurinn fer um og þess vegna telur Landvernd sjálfsagt mál að fara með þessa framkvæmd í fullt umhverfismat. „Skipulagsstofnun bendir auk þess á það í ákvörðun sinni að umhverfisáhrif vegna þessarar framkvæmdar verði talsvert neikvæð. Við í Landvernd erum ekki sannfærð um að útfærsla Vegagerðarinnar sé hin eina rétta eða sú besta og að með meiri yfirlegu og aðkomu fleiri megi draga enn frekar úr þeim áhrifum“, segir Snorri. Hann viðurkennir að kæran sé óheppileg en ekki sé við samtökin að sakast. „Landvernd hefur margoft bent á nauðsyn þess að samtök almennings fái raunverulegan aðgang að undirbúningi framkvæmda, þar með talið kæruheimild, mun fyrr í undirbúningsferlinu“, bætir Snorri við.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira