Stórar hugmyndir án útfærslu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. apríl 2018 07:00 Í stefnuræðu sinni hvatti Sigmundur til þess að Íslendingar notuðu meira af olíu og gasi í stað kola. Vísir/ernir „Þetta virðist vera mjög í takti við þá pólitík sem Sigmundur Davíð rak í Framsóknarflokknum. Það í sjálfu sér kemur ósköp lítið á óvart,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, um landsþing Miðflokksins sem fram fór um helgina. Sem kunnugt er kom Miðflokkurinn nýr fram á hið pólitíska litróf fyrir alþingiskosningarnar síðasta haust. Flokkurinn fékk sjö þingmenn kjörna, manni færri en Framsóknarflokkurinn, þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði. Landsþingið nú var hið fyrsta sem flokkurinn heldur. Á landsþinginu var Gunnar Bragi Sveinsson kjörinn varaformaður og Anna Kolbrún Árnadóttir annar varaformaður. Sigmundur Davíð hlaut rússneska kosningu í embætti formanns. Í ræðu sinni á þinginu fór Sigmundur um víðan völl. Sagði hann meðal annars að flokkurinn væri ekki í vandamálabransanum heldur í lausnabransanum auk þess að umhverfismál voru honum hugleikin. „Bómullarrækt er gífurlega óumhverfisvæn á nánast alla mælikvarða,“ sagði hann og benti á að til að einn slíkur poki hefði í för með sér jafnmikil gróðurhúsaáhrif og 173 plastpokar. Þá sagði hann að Ísland ætti að stefna að því að nota meira af olíu og gasi í stað kola.Sjá einnig: Kerfishugsun ekki til þess fallin að leysa stóru vandamálin Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, tekur í svipaðan streng og Grétar.Umhverfismálin voru fyrirferðarmikil í stefnuræðu formannsins.Vísir/Björn G. Sigurðsson„Margt af því sem einkenndi Framsókn Sigmundar hefur yfirfærst á Miðflokkinn,“ segir Eiríkur. Nefnir hann í því samhengi þjóðlegar áherslur flokksins í táknmyndum á landsþinginu. „Flokkurinn sækir í þennan þjóðlega grunn sem flokkar í nágrannalöndum okkar hafa líka gert. Þó er ekki, að minnsta kosti enn sem komið er, um þjóðernispopúlisma að ræða.“ Meðal þess sem er sambærilegt með Miðflokknum nú og Framsóknarflokknum áður nefnir Eiríkur að talað sé um stórar hugmyndir án þess að þær séu útfærðar nánar. Ekki sé margt í stefnunni sem hönd á festir og meðal skýrustu stefnumála sé eiginleg niðurlagning Ríkisútvarpsins í núverandi mynd. „Sigmundur hefur verið í átökum við þá stofnun undanfarið. Persóna hans er æði samofin og miðlæg í Miðflokknum,“ segir Eiríkur. Að mati Grétars hefur flokkurinn staðsett sig á miðjunni en nokkuð hægra megin við Framsóknarflokkinn. Þó að Miðflokkurinn sé klofningur úr Framsóknarflokknum hafi Sjálfstæðismenn einnig gengið í flokkinn. Að mati hans er óvíst af yfirlýsingum um helgina að dæma hvort flokkurinn geti orðið stjórntækur við núverandi stjórnskipan. „Mér fannst eilítið á Sigmundi að honum þætti ekki æskilegt að stjórnmálaflokkar væru að miðla málum þegar þeir starfa í ríkisstjórn. Það er dálítið nýstárlegt miðað við þann raunveruleika sem við búum við enda ekki hægt að mynda neitt nema samsteypustjórnir. Kannski verður það næsta sem kemur frá flokknum að breyta kjördæmakerfinu,“ segir Grétar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja gera RÚV að áskriftarsjónvarpi Landsþing Miðflokksins fer fram um helgina. 21. apríl 2018 08:30 Boðar nýja tíma í íslenskum stjórnmálum því „ekki veiti af“ Sigmundur Davíð setti fyrsta landsþing Miðflokksins í dag. 21. apríl 2018 11:35 Kerfishugsun ekki til þess fallin að leysa stóru vandamálin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, boðaði nýja nálgun á stjórnmálin í stefnuræðu sinni. 22. apríl 2018 18:53 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
„Þetta virðist vera mjög í takti við þá pólitík sem Sigmundur Davíð rak í Framsóknarflokknum. Það í sjálfu sér kemur ósköp lítið á óvart,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, um landsþing Miðflokksins sem fram fór um helgina. Sem kunnugt er kom Miðflokkurinn nýr fram á hið pólitíska litróf fyrir alþingiskosningarnar síðasta haust. Flokkurinn fékk sjö þingmenn kjörna, manni færri en Framsóknarflokkurinn, þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði. Landsþingið nú var hið fyrsta sem flokkurinn heldur. Á landsþinginu var Gunnar Bragi Sveinsson kjörinn varaformaður og Anna Kolbrún Árnadóttir annar varaformaður. Sigmundur Davíð hlaut rússneska kosningu í embætti formanns. Í ræðu sinni á þinginu fór Sigmundur um víðan völl. Sagði hann meðal annars að flokkurinn væri ekki í vandamálabransanum heldur í lausnabransanum auk þess að umhverfismál voru honum hugleikin. „Bómullarrækt er gífurlega óumhverfisvæn á nánast alla mælikvarða,“ sagði hann og benti á að til að einn slíkur poki hefði í för með sér jafnmikil gróðurhúsaáhrif og 173 plastpokar. Þá sagði hann að Ísland ætti að stefna að því að nota meira af olíu og gasi í stað kola.Sjá einnig: Kerfishugsun ekki til þess fallin að leysa stóru vandamálin Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, tekur í svipaðan streng og Grétar.Umhverfismálin voru fyrirferðarmikil í stefnuræðu formannsins.Vísir/Björn G. Sigurðsson„Margt af því sem einkenndi Framsókn Sigmundar hefur yfirfærst á Miðflokkinn,“ segir Eiríkur. Nefnir hann í því samhengi þjóðlegar áherslur flokksins í táknmyndum á landsþinginu. „Flokkurinn sækir í þennan þjóðlega grunn sem flokkar í nágrannalöndum okkar hafa líka gert. Þó er ekki, að minnsta kosti enn sem komið er, um þjóðernispopúlisma að ræða.“ Meðal þess sem er sambærilegt með Miðflokknum nú og Framsóknarflokknum áður nefnir Eiríkur að talað sé um stórar hugmyndir án þess að þær séu útfærðar nánar. Ekki sé margt í stefnunni sem hönd á festir og meðal skýrustu stefnumála sé eiginleg niðurlagning Ríkisútvarpsins í núverandi mynd. „Sigmundur hefur verið í átökum við þá stofnun undanfarið. Persóna hans er æði samofin og miðlæg í Miðflokknum,“ segir Eiríkur. Að mati Grétars hefur flokkurinn staðsett sig á miðjunni en nokkuð hægra megin við Framsóknarflokkinn. Þó að Miðflokkurinn sé klofningur úr Framsóknarflokknum hafi Sjálfstæðismenn einnig gengið í flokkinn. Að mati hans er óvíst af yfirlýsingum um helgina að dæma hvort flokkurinn geti orðið stjórntækur við núverandi stjórnskipan. „Mér fannst eilítið á Sigmundi að honum þætti ekki æskilegt að stjórnmálaflokkar væru að miðla málum þegar þeir starfa í ríkisstjórn. Það er dálítið nýstárlegt miðað við þann raunveruleika sem við búum við enda ekki hægt að mynda neitt nema samsteypustjórnir. Kannski verður það næsta sem kemur frá flokknum að breyta kjördæmakerfinu,“ segir Grétar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja gera RÚV að áskriftarsjónvarpi Landsþing Miðflokksins fer fram um helgina. 21. apríl 2018 08:30 Boðar nýja tíma í íslenskum stjórnmálum því „ekki veiti af“ Sigmundur Davíð setti fyrsta landsþing Miðflokksins í dag. 21. apríl 2018 11:35 Kerfishugsun ekki til þess fallin að leysa stóru vandamálin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, boðaði nýja nálgun á stjórnmálin í stefnuræðu sinni. 22. apríl 2018 18:53 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Vilja gera RÚV að áskriftarsjónvarpi Landsþing Miðflokksins fer fram um helgina. 21. apríl 2018 08:30
Boðar nýja tíma í íslenskum stjórnmálum því „ekki veiti af“ Sigmundur Davíð setti fyrsta landsþing Miðflokksins í dag. 21. apríl 2018 11:35
Kerfishugsun ekki til þess fallin að leysa stóru vandamálin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, boðaði nýja nálgun á stjórnmálin í stefnuræðu sinni. 22. apríl 2018 18:53