Plokkarar fylltu poka á alþjóðlegum degi jarðar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. apríl 2018 06:00 Það var mikið tínt af rusli í Norðlingaholti í gær. Vísir/ernir Plokkarar landsins létu ekki sitt eftir liggja á alþjóðlegum degi jarðar í gær og hópuðust út í vorblíðunni og plokkuðu rusl. Síðustu vikur hafa plokkarar tínt fleiri tonn af plasti og sorpi og komið í endurvinnslu. Í gær var markmiðið að hver og einn plokkari tíndi rusl á eins kílómetra löngum kafla og skila þannig fjögur þúsund hreinum kílómetrum. Steinar Kaldal, formaður Félags umhverfisfræðinga, segir þann mikla áhuga sem fólk virðist hafa á að taka höndum saman nú og tína rusl bera vitni um þær breytingar sem átt hafi sér stað í umhverfisvitund almennings á síðustu árum. „Hjólreiðar, notkun almenningssamgangna, flokkun rusls og nú þetta nýjasta, plokkið, allt saman er þetta jákvæð þróun. Umhverfisvernd og umhverfisvitund eru ekki lengur tabú,“ segir Steinar. „Ef maður hefði séð einhvern úti að hlaupa fyrir fimm árum með poka að tína rusl þá hefði maður örugglega haldið að sá sinn sami væri eitthvað klikkaður.“ Þá bendir Steinar á að nauðsynlegt sé að ráðast að rót vandans sem eru auðvitað þeir sem henda rusli í staðinn fyrir að fara með það í endurvinnslu. „Því að það verður ánægjulegt að geta farið út og ekki bara tekið, heldur einnig gefið. Það er spurning hvað gerist næst, hvort fólk fari með birkiplöntu út að hlaupa og gróðursetji á meðan það hleypur.“Þarf að efla endurvinnslu Plokkið á rætur að rekja til Svíþjóðar en ljóst er að Íslendingar hafa tekið upp þennan heilsusamlega og umhverfisvæna sið og það með opnum örmum enda eru vel yfir fjögur þúsund manns í hópi plokkara á Facebook. Tómas Knútsson, stofnandi umhverfissamstakanna Bláa hersins, hefur undanfarna áratugi staðið að skipulagningu og framkvæmd um hundrað hreinsunarverkefna um allt land. Hann fagnar framtakssemi og elju plokkaranna en bendir um leið á að nauðsynlegt sé að efla endurvinnslu á Íslandi og þá hvata sem eigi að fá fólk til að endurvinna. Tómas bendir jafnframt á að þann 15. september verður hnattrænt hreinsunarátak á vegum samtakanna Let’s do it World. „Ég vil að Íslendingar verði bara í því að þrífa í allt sumar,“ segir Tómas. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Stórtækir sjóplokkarar í Nauthólsvík Konur sem hafa stundað sjósund og plokk í níu ár hafa týnt marga gáma af rusli í og við sjóinn í Nauthólsvík. Þær létu ekki sitt eftir liggja í dag og söfnuðu plasti, vírum og spýtum. Þær áttu hins vegar erfitt að taka með sér leifar af gömlu klóakröri. 15. apríl 2018 19:00 Vinna verk sín samfélaginu til góðs Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í þrettánda sinn í vikunni. Verðlaun voru afhent í fimm flokkum. Fjöldi tilnefninga barst og var úr vöndu að ráða fyrir þriggja manna dómnefnd. 13. apríl 2018 06:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Sjá meira
Plokkarar landsins létu ekki sitt eftir liggja á alþjóðlegum degi jarðar í gær og hópuðust út í vorblíðunni og plokkuðu rusl. Síðustu vikur hafa plokkarar tínt fleiri tonn af plasti og sorpi og komið í endurvinnslu. Í gær var markmiðið að hver og einn plokkari tíndi rusl á eins kílómetra löngum kafla og skila þannig fjögur þúsund hreinum kílómetrum. Steinar Kaldal, formaður Félags umhverfisfræðinga, segir þann mikla áhuga sem fólk virðist hafa á að taka höndum saman nú og tína rusl bera vitni um þær breytingar sem átt hafi sér stað í umhverfisvitund almennings á síðustu árum. „Hjólreiðar, notkun almenningssamgangna, flokkun rusls og nú þetta nýjasta, plokkið, allt saman er þetta jákvæð þróun. Umhverfisvernd og umhverfisvitund eru ekki lengur tabú,“ segir Steinar. „Ef maður hefði séð einhvern úti að hlaupa fyrir fimm árum með poka að tína rusl þá hefði maður örugglega haldið að sá sinn sami væri eitthvað klikkaður.“ Þá bendir Steinar á að nauðsynlegt sé að ráðast að rót vandans sem eru auðvitað þeir sem henda rusli í staðinn fyrir að fara með það í endurvinnslu. „Því að það verður ánægjulegt að geta farið út og ekki bara tekið, heldur einnig gefið. Það er spurning hvað gerist næst, hvort fólk fari með birkiplöntu út að hlaupa og gróðursetji á meðan það hleypur.“Þarf að efla endurvinnslu Plokkið á rætur að rekja til Svíþjóðar en ljóst er að Íslendingar hafa tekið upp þennan heilsusamlega og umhverfisvæna sið og það með opnum örmum enda eru vel yfir fjögur þúsund manns í hópi plokkara á Facebook. Tómas Knútsson, stofnandi umhverfissamstakanna Bláa hersins, hefur undanfarna áratugi staðið að skipulagningu og framkvæmd um hundrað hreinsunarverkefna um allt land. Hann fagnar framtakssemi og elju plokkaranna en bendir um leið á að nauðsynlegt sé að efla endurvinnslu á Íslandi og þá hvata sem eigi að fá fólk til að endurvinna. Tómas bendir jafnframt á að þann 15. september verður hnattrænt hreinsunarátak á vegum samtakanna Let’s do it World. „Ég vil að Íslendingar verði bara í því að þrífa í allt sumar,“ segir Tómas.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Stórtækir sjóplokkarar í Nauthólsvík Konur sem hafa stundað sjósund og plokk í níu ár hafa týnt marga gáma af rusli í og við sjóinn í Nauthólsvík. Þær létu ekki sitt eftir liggja í dag og söfnuðu plasti, vírum og spýtum. Þær áttu hins vegar erfitt að taka með sér leifar af gömlu klóakröri. 15. apríl 2018 19:00 Vinna verk sín samfélaginu til góðs Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í þrettánda sinn í vikunni. Verðlaun voru afhent í fimm flokkum. Fjöldi tilnefninga barst og var úr vöndu að ráða fyrir þriggja manna dómnefnd. 13. apríl 2018 06:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Sjá meira
Stórtækir sjóplokkarar í Nauthólsvík Konur sem hafa stundað sjósund og plokk í níu ár hafa týnt marga gáma af rusli í og við sjóinn í Nauthólsvík. Þær létu ekki sitt eftir liggja í dag og söfnuðu plasti, vírum og spýtum. Þær áttu hins vegar erfitt að taka með sér leifar af gömlu klóakröri. 15. apríl 2018 19:00
Vinna verk sín samfélaginu til góðs Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í þrettánda sinn í vikunni. Verðlaun voru afhent í fimm flokkum. Fjöldi tilnefninga barst og var úr vöndu að ráða fyrir þriggja manna dómnefnd. 13. apríl 2018 06:00