Ævintýrasigling með Guðna um aðalskurð Flóaáveitunnar Kristján Már Unnarsson skrifar 15. október 2018 15:00 Róið á Flóaáveitunni. Ræsið er á heimreiðinni að Brúnastöðum, þar sem Guðni er fæddur og uppalinn. Stöð 2/Einar Árnason. Flóaáveitan hafði afgerandi áhrif á það að Selfoss byggðist upp sem höfuðstaður Suðurlands. Þetta segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, enda fylgdi þessari miklu áveituframkvæmd bæði stofnun Mjólkurbús Flóamanna og Kaupfélags Árnesinga. „Flóaáveitan er auðvitað mesta framkvæmd Íslandssögunnar, allavega í landbúnaði, og markaði tímamót,“ segir Guðni. Í þættinum er róið með Guðna um aðalskurð Flóaáveitunnar. Flóaáveitan er viðamikið skurðakerfi, yfir þrjúhundruð kílómetra langt. Vatnið er leitt úr Hvítá um flóðgátt á Brúnastaðaflötum, á æskuslóðum Guðna, en áveitan var grafin á árunum 1922 til 1927. „Selfoss reis. Þetta er eins og í ævintýrinu um Þyrnirós. Allt fór í gang. Vegir voru lagðir, peningar urðu til. Kýrnar fóru að mjólka og þeim fjölgaði. Mjólkurbú var reist. Kaupfélag tók til starfa. Það fylgdi þessu alveg gríðarlegt afl og áræði,“ segir Guðni. Margrét Jónsdóttir og Hildur Hákonardóttir í gamla samkomuhúsinu í Þingborg, sem reist var eftir að peningarnir tóku að streyma inn í sveitina vegna Flóaáveitunnar.Stöð 2/Einar Árnason.Til að lýsa sögu áveitunnar og áhrifum hennar á sunnlenskar sveitir er ennfremur rætt við Guðmund Stefánsson úr Hraungerði, umsjónarmann Flóaáveitunnar, Hildi Hákonardóttur, rithöfund og fyrrverandi forstöðumann Byggðasafns Árnesinga, Margréti Jónsdóttur, bónda og ullarvörukaupmann, og Lýð Pálsson, forstöðumann Byggðasafns Árnesinga. Þátturinn hefst klukkan 19.25. Hér má sjá brot úr þættinum: Flóahreppur Um land allt Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Flóaáveitan hafði afgerandi áhrif á það að Selfoss byggðist upp sem höfuðstaður Suðurlands. Þetta segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, enda fylgdi þessari miklu áveituframkvæmd bæði stofnun Mjólkurbús Flóamanna og Kaupfélags Árnesinga. „Flóaáveitan er auðvitað mesta framkvæmd Íslandssögunnar, allavega í landbúnaði, og markaði tímamót,“ segir Guðni. Í þættinum er róið með Guðna um aðalskurð Flóaáveitunnar. Flóaáveitan er viðamikið skurðakerfi, yfir þrjúhundruð kílómetra langt. Vatnið er leitt úr Hvítá um flóðgátt á Brúnastaðaflötum, á æskuslóðum Guðna, en áveitan var grafin á árunum 1922 til 1927. „Selfoss reis. Þetta er eins og í ævintýrinu um Þyrnirós. Allt fór í gang. Vegir voru lagðir, peningar urðu til. Kýrnar fóru að mjólka og þeim fjölgaði. Mjólkurbú var reist. Kaupfélag tók til starfa. Það fylgdi þessu alveg gríðarlegt afl og áræði,“ segir Guðni. Margrét Jónsdóttir og Hildur Hákonardóttir í gamla samkomuhúsinu í Þingborg, sem reist var eftir að peningarnir tóku að streyma inn í sveitina vegna Flóaáveitunnar.Stöð 2/Einar Árnason.Til að lýsa sögu áveitunnar og áhrifum hennar á sunnlenskar sveitir er ennfremur rætt við Guðmund Stefánsson úr Hraungerði, umsjónarmann Flóaáveitunnar, Hildi Hákonardóttur, rithöfund og fyrrverandi forstöðumann Byggðasafns Árnesinga, Margréti Jónsdóttur, bónda og ullarvörukaupmann, og Lýð Pálsson, forstöðumann Byggðasafns Árnesinga. Þátturinn hefst klukkan 19.25. Hér má sjá brot úr þættinum:
Flóahreppur Um land allt Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira