„Gríðarlega svekkjandi. Ódýr mörk sem við gáfum og ég gat örugglega gert betur," sagði Hörður Björgvin í samtali við Tómas Þór Þórðarson í leikslok.
„Við vorum betri í síðari hálfeik en náðum ekki að koma honum inn nema einu sinni," en hvað gerðist í mörkunum sem Ísland fékk á sig?
„Misskilningur. Ég þarf að sjá þetta aftur en mér fannst ég geta gert betur."
„Við áttum að byrja síðari hálfleikinn betur en fyrri hálfleikurinn var fínn og við fengum okkar en nýttum þau ekki. Þeir nýttu sín færi og kláruðu þau."