Hamrén: Þoli ekki að tapa Anton Ingi Leifsson skrifar 15. október 2018 21:26 Hamrén labbar svekktur af velli í kvöld. vísir/vilhelm Þjálfari íslenska landsliðsins, Erik Hamrén, var svekktur í leikslok er Ísland tapaði 2-1 fyrir Sviss í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. „Ég er svekktur og einnig fyrir hönd leikmannanna sem lögðu svona mikið á sig. Við sköpuðum mörg færi en þetta gekk ekki," sagði Svíinn Hamrén í leikslok. „Við byrjuðum leikinn ekki vel fyrstu tíu mínúturnar en eftir það spiluðum við vel í fyrri hálfleik. Fyrsta markið skiptir miklu máli og það sáum við einnig í Frakklandi." „Til að mynda ef Gylfi hefði skorað í fyrri hálfleik þá hefðum við fengið meiri kraft en þess í stað þá skora þeir í síðari hálfleiknum." „Við reyndum að koma til baka og fengum gott tækifæri en svo komast þeir í 2-0. Þá var þetta orðið erfitt en eftir markið stórkostlega frá Alfreð þá fengum við orku á ný. Það er erfitt að skapa fleiri færi en við gerðum síðustu tíu mínúturnar." Ísland lék vel í fyrri hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks var smá losara bragur á liðinu. Erik segir að fyrsta markið hafi skipt miklu. „Fyrsta markið var mjög mikilvægt. Við fengum tækifæri til að jafna 1-1 rétt áður en þeir komast í 2-0 en eftir það þá vorum við í vandræðum en gáfumst ekki upp. Við reyndum og við áttum skilið eitt stig." Þrátt fyrir tvö töp í síðustu tveimur leikjum hefur frammistaðan verið afar góð og segir Svíinn að það muni hjálpa til auðvitað en að hann sé í þessu til að vinna fótboltaleiki. „Já, en ég þoli ekki að tapa og ekki leikmennirnir heldur. Við töpuðum en við notum þetta í undirbúning fyrir undankeppni EM sem hefst í mars. Við tökum það góða því við verðum að muna að við vorum að spila gegn mjög sterkum liðum." „Sviss er með mjög sterkt lið. Ég held að við höfum skapað fleiri færi gegn þeim en Belgía gerði og það er gott en þetta svíður þegar þú færð ekkert út úr leiknum," sagði Hamrén. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjá meira
Þjálfari íslenska landsliðsins, Erik Hamrén, var svekktur í leikslok er Ísland tapaði 2-1 fyrir Sviss í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. „Ég er svekktur og einnig fyrir hönd leikmannanna sem lögðu svona mikið á sig. Við sköpuðum mörg færi en þetta gekk ekki," sagði Svíinn Hamrén í leikslok. „Við byrjuðum leikinn ekki vel fyrstu tíu mínúturnar en eftir það spiluðum við vel í fyrri hálfleik. Fyrsta markið skiptir miklu máli og það sáum við einnig í Frakklandi." „Til að mynda ef Gylfi hefði skorað í fyrri hálfleik þá hefðum við fengið meiri kraft en þess í stað þá skora þeir í síðari hálfleiknum." „Við reyndum að koma til baka og fengum gott tækifæri en svo komast þeir í 2-0. Þá var þetta orðið erfitt en eftir markið stórkostlega frá Alfreð þá fengum við orku á ný. Það er erfitt að skapa fleiri færi en við gerðum síðustu tíu mínúturnar." Ísland lék vel í fyrri hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks var smá losara bragur á liðinu. Erik segir að fyrsta markið hafi skipt miklu. „Fyrsta markið var mjög mikilvægt. Við fengum tækifæri til að jafna 1-1 rétt áður en þeir komast í 2-0 en eftir það þá vorum við í vandræðum en gáfumst ekki upp. Við reyndum og við áttum skilið eitt stig." Þrátt fyrir tvö töp í síðustu tveimur leikjum hefur frammistaðan verið afar góð og segir Svíinn að það muni hjálpa til auðvitað en að hann sé í þessu til að vinna fótboltaleiki. „Já, en ég þoli ekki að tapa og ekki leikmennirnir heldur. Við töpuðum en við notum þetta í undirbúning fyrir undankeppni EM sem hefst í mars. Við tökum það góða því við verðum að muna að við vorum að spila gegn mjög sterkum liðum." „Sviss er með mjög sterkt lið. Ég held að við höfum skapað fleiri færi gegn þeim en Belgía gerði og það er gott en þetta svíður þegar þú færð ekkert út úr leiknum," sagði Hamrén.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjá meira