Loka landamærunum við Venesúela Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. ágúst 2018 06:35 Flestir Venesúelabúar sem flýja heimalandið eiga í erfiðleikum með að finna húsaskjól í Brasilíu. Vísir/epa Búið er að loka landamærum Brasilíu við Venesúela. Lokuninni er ætlað að stöðva straum flóttafólks frá nágrannaríkinu en þúsundur Venesúelabúa hafa leitað tækifæra og öryggis í Brasilíu. Héraðsstjórnin í Roriama, í norðanverðum Amasón-regnskógunum, segja að um 800 flóttamenn leiti yfir landamærin á hverjum degi. Héraðið ráði ekki við þann fjölda og því hafi verið ákveðið að loka landamærunum, rétt á meðan verið er að „innleiða réttu skilyrðin“ fyrir móttöku þeirra - eins og það er orðað á vef breska ríkisútvarpsins. Landamærin verði þó áfram opin Brasilíumönnum sem og þeim Venesúelabúum sem halda aftur til síns heima. Lokunin hefur að sama skapi ekki áhrif á ríkisborgara annarra landa. Þúsundir Venesúelabúa hafa flúið heimaland sitt á síðustu árum sökum bágs efnahagsástands og eldfimra stjórnmálaátaka. Flestir hafa leitað til nágrannaríkjanna Kolumbíu og Brasilíu. Ætla má að ástandið komi til með að versna eftir misheppnað banatilræði um helgina, þegar reynt var að sprengja forsetann Nicolas Maduro í loft upp. Fyrrnefnt Roriama-hérað er eitt það fátækasta í Brasilíu. Venesúelabúarnir sem þangað flýja hírast flestir í fátækrahverfum og eiga vart til hnífs og skeiðar. Héraðstjórnin hefur lengi kallað eftir því að landamærunum verði lokað, en þau segja flóttamannastrauminn hafa sligað innviði héraðsins og hækkað glæpatíðnina. Brasilísk stjórnvöld hafa mótmælt lokun landamæranna og segjast áfram ætla að koma nágrönnum sínum til aðstoðar. Brasilía Suður-Ameríka Venesúela Tengdar fréttir Sex handteknir í tengslum við tilræðið á hendur Maduro Sex hafa verið handteknir í tengslum við misheppnað morðtilræði á Nicolas Maduro, forseta Venesúela. Þetta segir innanríkisráðherra Venesúela, Nestor Reverol. 5. ágúst 2018 22:05 Öryggissveitir Venesúela hafi myrt hundruð á síðustu árum Öryggissveitir Venesúela hafa myrt hátt í fimm hundruð manns í lögregluaðgerðum þar sem fórnarlömb voru valin af handahófi undir yfirskyni baráttunnar gegn glæpum. 22. júní 2018 18:02 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Búið er að loka landamærum Brasilíu við Venesúela. Lokuninni er ætlað að stöðva straum flóttafólks frá nágrannaríkinu en þúsundur Venesúelabúa hafa leitað tækifæra og öryggis í Brasilíu. Héraðsstjórnin í Roriama, í norðanverðum Amasón-regnskógunum, segja að um 800 flóttamenn leiti yfir landamærin á hverjum degi. Héraðið ráði ekki við þann fjölda og því hafi verið ákveðið að loka landamærunum, rétt á meðan verið er að „innleiða réttu skilyrðin“ fyrir móttöku þeirra - eins og það er orðað á vef breska ríkisútvarpsins. Landamærin verði þó áfram opin Brasilíumönnum sem og þeim Venesúelabúum sem halda aftur til síns heima. Lokunin hefur að sama skapi ekki áhrif á ríkisborgara annarra landa. Þúsundir Venesúelabúa hafa flúið heimaland sitt á síðustu árum sökum bágs efnahagsástands og eldfimra stjórnmálaátaka. Flestir hafa leitað til nágrannaríkjanna Kolumbíu og Brasilíu. Ætla má að ástandið komi til með að versna eftir misheppnað banatilræði um helgina, þegar reynt var að sprengja forsetann Nicolas Maduro í loft upp. Fyrrnefnt Roriama-hérað er eitt það fátækasta í Brasilíu. Venesúelabúarnir sem þangað flýja hírast flestir í fátækrahverfum og eiga vart til hnífs og skeiðar. Héraðstjórnin hefur lengi kallað eftir því að landamærunum verði lokað, en þau segja flóttamannastrauminn hafa sligað innviði héraðsins og hækkað glæpatíðnina. Brasilísk stjórnvöld hafa mótmælt lokun landamæranna og segjast áfram ætla að koma nágrönnum sínum til aðstoðar.
Brasilía Suður-Ameríka Venesúela Tengdar fréttir Sex handteknir í tengslum við tilræðið á hendur Maduro Sex hafa verið handteknir í tengslum við misheppnað morðtilræði á Nicolas Maduro, forseta Venesúela. Þetta segir innanríkisráðherra Venesúela, Nestor Reverol. 5. ágúst 2018 22:05 Öryggissveitir Venesúela hafi myrt hundruð á síðustu árum Öryggissveitir Venesúela hafa myrt hátt í fimm hundruð manns í lögregluaðgerðum þar sem fórnarlömb voru valin af handahófi undir yfirskyni baráttunnar gegn glæpum. 22. júní 2018 18:02 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Sex handteknir í tengslum við tilræðið á hendur Maduro Sex hafa verið handteknir í tengslum við misheppnað morðtilræði á Nicolas Maduro, forseta Venesúela. Þetta segir innanríkisráðherra Venesúela, Nestor Reverol. 5. ágúst 2018 22:05
Öryggissveitir Venesúela hafi myrt hundruð á síðustu árum Öryggissveitir Venesúela hafa myrt hátt í fimm hundruð manns í lögregluaðgerðum þar sem fórnarlömb voru valin af handahófi undir yfirskyni baráttunnar gegn glæpum. 22. júní 2018 18:02
Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15