Norðmenn í skýjunum með ráðningu Solskjær: Okkar ferð til tunglsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2018 14:00 Ole Gunnar Solskjær. Vísir/Getty Það er talað um fátt meira í Noregi í dag en það að Ole Gunnar Solskjær er tekinn við sem nýr knattspyrnustjóri Manchester United. Fréttamiðlar eru fullir af öllum mögulegum vinklum á ráðningu Solskjær sem og viðbrögðum heimsins við ráðningunni. Svo fór allt á flug þegar Norðmenn héldu að þeir fengju ekki að sjá fyrsta heimaleikinn í beinni. BBC vakti líka athygli á einum norskum sjónvarpsmanni á æfingasvæði Manchester United sem tók sjálfan sig upp á meðan hann hélt á skiltinu „Honk if you love Solskjaer“ eða „Flautaðu ef þú elskar Solskjar“. Norskara verður það nú varla.Ole Gunnar Solskjaer is back in Manchester, knowing full well he has a chance of landing the managerial role on a full-time basis.https://t.co/XKuJWXw9xRpic.twitter.com/OuUFrsvjMt — BBC Sport (@BBCSport) December 20, 2018 Stuðningsmannaklúbbur Manchester United í Noregi hefur líka fengið fullt af nýjum meðlimum og sala á ferðum til Manchester hefur aukist mikið. „Stærstu fréttir í sögu norsks fótbolta“ var uppslátturinn í Dagsavisen og þar bættu menn við: „Norðmaður tekur við sem knattspyrnustjóri hjá frægasta fótboltafélagi heims. Nei, ekki besta liðið í heimi en það frægasta og sögulegasta. Þetta er stærsta starfið í heimi,“ skrifaði blaðamaður Dagsavisen. „Manchester United þarf ekki á manni að halda sem stendur í vegi fyrir öllum. Þeir þurfa vinalegan sál. Þeir þurfa einhvern sem fær alla til að vinna saman. Þeir þurfa einhvern sem setur aldrei sjálfan sig á undan félaginu. Þeir þurfa á goðsögn að halda,“ skrifaði blaðamaður Dagbladet. Dagbladet líkir líka þessu skrefi hjá Ole Gunnar Solskjær við það að norskur fótbolti hafi komist til tunglsins.The news of Ole Gunnar Solskjaer's appointment as Manchester United coach went down pretty well in Norwayhttps://t.co/RrhfvZK6Gdpic.twitter.com/eAllov8AvL — BBC Sport (@BBCSport) December 20, 2018Gamli fótboltamaðurinn Mini Jakobsen var líka stoltur að vera Norðmaður. „Nú eigum við besta handboltamann heims, bestu fótboltakonu heims og nú höfðum við knattspyrnustjóra hjá stærsta félagi heims. Alveg eðlilegt,“ skrifaði Mini Jakobsen. John Arne Riise, fyrrum leikmaður Liverpool, var líka sáttur með landa sinn. „Þetta er alveg geðveikt. Ég er svo stoltur af honum, bæði sem Norðmaður og maður sem spilaði með og á móti honum. Þetta er frábært tækifæri fyrir hann. Þetta sýnir líka að allt er mögulegt séu menn tilbúnir að leggja mikið á sig. Ég óska honum alls hins besta,“ skrifaði John Arne Riise. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, er ein af þeim sem hefur fagnað á Twitter. „Frábær dagur fyrir norskan fótbolta. Gangi þér vel að hafa stjórn á Rauðu djöflunum,“ skrifaði Erna Solberg. Það var líka mikil drama þegar það kom í ljós að fyrsti heimaleikur Ole Gunnar Solskjær yrði mögulega ekki sýndur beint í norsku sjónvarpi. TV2 hafði valið leik Liverpool og Newcastle frekar en leik Manchester United og Huddersfield. Forráðamenn TV2 ákváðu að breyta um leik en þeir urðu að velja á milli leiks með Liverpool og Manchester United sem eru mjög vinsæl félög í Noregi alveg eins og á Íslandi. Vinsældir Manchester United hafa aftur á móti rokið upp eftir þessa ráðningu þeirra manns. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim Sjá meira
Það er talað um fátt meira í Noregi í dag en það að Ole Gunnar Solskjær er tekinn við sem nýr knattspyrnustjóri Manchester United. Fréttamiðlar eru fullir af öllum mögulegum vinklum á ráðningu Solskjær sem og viðbrögðum heimsins við ráðningunni. Svo fór allt á flug þegar Norðmenn héldu að þeir fengju ekki að sjá fyrsta heimaleikinn í beinni. BBC vakti líka athygli á einum norskum sjónvarpsmanni á æfingasvæði Manchester United sem tók sjálfan sig upp á meðan hann hélt á skiltinu „Honk if you love Solskjaer“ eða „Flautaðu ef þú elskar Solskjar“. Norskara verður það nú varla.Ole Gunnar Solskjaer is back in Manchester, knowing full well he has a chance of landing the managerial role on a full-time basis.https://t.co/XKuJWXw9xRpic.twitter.com/OuUFrsvjMt — BBC Sport (@BBCSport) December 20, 2018 Stuðningsmannaklúbbur Manchester United í Noregi hefur líka fengið fullt af nýjum meðlimum og sala á ferðum til Manchester hefur aukist mikið. „Stærstu fréttir í sögu norsks fótbolta“ var uppslátturinn í Dagsavisen og þar bættu menn við: „Norðmaður tekur við sem knattspyrnustjóri hjá frægasta fótboltafélagi heims. Nei, ekki besta liðið í heimi en það frægasta og sögulegasta. Þetta er stærsta starfið í heimi,“ skrifaði blaðamaður Dagsavisen. „Manchester United þarf ekki á manni að halda sem stendur í vegi fyrir öllum. Þeir þurfa vinalegan sál. Þeir þurfa einhvern sem fær alla til að vinna saman. Þeir þurfa einhvern sem setur aldrei sjálfan sig á undan félaginu. Þeir þurfa á goðsögn að halda,“ skrifaði blaðamaður Dagbladet. Dagbladet líkir líka þessu skrefi hjá Ole Gunnar Solskjær við það að norskur fótbolti hafi komist til tunglsins.The news of Ole Gunnar Solskjaer's appointment as Manchester United coach went down pretty well in Norwayhttps://t.co/RrhfvZK6Gdpic.twitter.com/eAllov8AvL — BBC Sport (@BBCSport) December 20, 2018Gamli fótboltamaðurinn Mini Jakobsen var líka stoltur að vera Norðmaður. „Nú eigum við besta handboltamann heims, bestu fótboltakonu heims og nú höfðum við knattspyrnustjóra hjá stærsta félagi heims. Alveg eðlilegt,“ skrifaði Mini Jakobsen. John Arne Riise, fyrrum leikmaður Liverpool, var líka sáttur með landa sinn. „Þetta er alveg geðveikt. Ég er svo stoltur af honum, bæði sem Norðmaður og maður sem spilaði með og á móti honum. Þetta er frábært tækifæri fyrir hann. Þetta sýnir líka að allt er mögulegt séu menn tilbúnir að leggja mikið á sig. Ég óska honum alls hins besta,“ skrifaði John Arne Riise. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, er ein af þeim sem hefur fagnað á Twitter. „Frábær dagur fyrir norskan fótbolta. Gangi þér vel að hafa stjórn á Rauðu djöflunum,“ skrifaði Erna Solberg. Það var líka mikil drama þegar það kom í ljós að fyrsti heimaleikur Ole Gunnar Solskjær yrði mögulega ekki sýndur beint í norsku sjónvarpi. TV2 hafði valið leik Liverpool og Newcastle frekar en leik Manchester United og Huddersfield. Forráðamenn TV2 ákváðu að breyta um leik en þeir urðu að velja á milli leiks með Liverpool og Manchester United sem eru mjög vinsæl félög í Noregi alveg eins og á Íslandi. Vinsældir Manchester United hafa aftur á móti rokið upp eftir þessa ráðningu þeirra manns.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim Sjá meira