Norðmenn í skýjunum með ráðningu Solskjær: Okkar ferð til tunglsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2018 14:00 Ole Gunnar Solskjær. Vísir/Getty Það er talað um fátt meira í Noregi í dag en það að Ole Gunnar Solskjær er tekinn við sem nýr knattspyrnustjóri Manchester United. Fréttamiðlar eru fullir af öllum mögulegum vinklum á ráðningu Solskjær sem og viðbrögðum heimsins við ráðningunni. Svo fór allt á flug þegar Norðmenn héldu að þeir fengju ekki að sjá fyrsta heimaleikinn í beinni. BBC vakti líka athygli á einum norskum sjónvarpsmanni á æfingasvæði Manchester United sem tók sjálfan sig upp á meðan hann hélt á skiltinu „Honk if you love Solskjaer“ eða „Flautaðu ef þú elskar Solskjar“. Norskara verður það nú varla.Ole Gunnar Solskjaer is back in Manchester, knowing full well he has a chance of landing the managerial role on a full-time basis.https://t.co/XKuJWXw9xRpic.twitter.com/OuUFrsvjMt — BBC Sport (@BBCSport) December 20, 2018 Stuðningsmannaklúbbur Manchester United í Noregi hefur líka fengið fullt af nýjum meðlimum og sala á ferðum til Manchester hefur aukist mikið. „Stærstu fréttir í sögu norsks fótbolta“ var uppslátturinn í Dagsavisen og þar bættu menn við: „Norðmaður tekur við sem knattspyrnustjóri hjá frægasta fótboltafélagi heims. Nei, ekki besta liðið í heimi en það frægasta og sögulegasta. Þetta er stærsta starfið í heimi,“ skrifaði blaðamaður Dagsavisen. „Manchester United þarf ekki á manni að halda sem stendur í vegi fyrir öllum. Þeir þurfa vinalegan sál. Þeir þurfa einhvern sem fær alla til að vinna saman. Þeir þurfa einhvern sem setur aldrei sjálfan sig á undan félaginu. Þeir þurfa á goðsögn að halda,“ skrifaði blaðamaður Dagbladet. Dagbladet líkir líka þessu skrefi hjá Ole Gunnar Solskjær við það að norskur fótbolti hafi komist til tunglsins.The news of Ole Gunnar Solskjaer's appointment as Manchester United coach went down pretty well in Norwayhttps://t.co/RrhfvZK6Gdpic.twitter.com/eAllov8AvL — BBC Sport (@BBCSport) December 20, 2018Gamli fótboltamaðurinn Mini Jakobsen var líka stoltur að vera Norðmaður. „Nú eigum við besta handboltamann heims, bestu fótboltakonu heims og nú höfðum við knattspyrnustjóra hjá stærsta félagi heims. Alveg eðlilegt,“ skrifaði Mini Jakobsen. John Arne Riise, fyrrum leikmaður Liverpool, var líka sáttur með landa sinn. „Þetta er alveg geðveikt. Ég er svo stoltur af honum, bæði sem Norðmaður og maður sem spilaði með og á móti honum. Þetta er frábært tækifæri fyrir hann. Þetta sýnir líka að allt er mögulegt séu menn tilbúnir að leggja mikið á sig. Ég óska honum alls hins besta,“ skrifaði John Arne Riise. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, er ein af þeim sem hefur fagnað á Twitter. „Frábær dagur fyrir norskan fótbolta. Gangi þér vel að hafa stjórn á Rauðu djöflunum,“ skrifaði Erna Solberg. Það var líka mikil drama þegar það kom í ljós að fyrsti heimaleikur Ole Gunnar Solskjær yrði mögulega ekki sýndur beint í norsku sjónvarpi. TV2 hafði valið leik Liverpool og Newcastle frekar en leik Manchester United og Huddersfield. Forráðamenn TV2 ákváðu að breyta um leik en þeir urðu að velja á milli leiks með Liverpool og Manchester United sem eru mjög vinsæl félög í Noregi alveg eins og á Íslandi. Vinsældir Manchester United hafa aftur á móti rokið upp eftir þessa ráðningu þeirra manns. Enski boltinn Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Sport Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
Það er talað um fátt meira í Noregi í dag en það að Ole Gunnar Solskjær er tekinn við sem nýr knattspyrnustjóri Manchester United. Fréttamiðlar eru fullir af öllum mögulegum vinklum á ráðningu Solskjær sem og viðbrögðum heimsins við ráðningunni. Svo fór allt á flug þegar Norðmenn héldu að þeir fengju ekki að sjá fyrsta heimaleikinn í beinni. BBC vakti líka athygli á einum norskum sjónvarpsmanni á æfingasvæði Manchester United sem tók sjálfan sig upp á meðan hann hélt á skiltinu „Honk if you love Solskjaer“ eða „Flautaðu ef þú elskar Solskjar“. Norskara verður það nú varla.Ole Gunnar Solskjaer is back in Manchester, knowing full well he has a chance of landing the managerial role on a full-time basis.https://t.co/XKuJWXw9xRpic.twitter.com/OuUFrsvjMt — BBC Sport (@BBCSport) December 20, 2018 Stuðningsmannaklúbbur Manchester United í Noregi hefur líka fengið fullt af nýjum meðlimum og sala á ferðum til Manchester hefur aukist mikið. „Stærstu fréttir í sögu norsks fótbolta“ var uppslátturinn í Dagsavisen og þar bættu menn við: „Norðmaður tekur við sem knattspyrnustjóri hjá frægasta fótboltafélagi heims. Nei, ekki besta liðið í heimi en það frægasta og sögulegasta. Þetta er stærsta starfið í heimi,“ skrifaði blaðamaður Dagsavisen. „Manchester United þarf ekki á manni að halda sem stendur í vegi fyrir öllum. Þeir þurfa vinalegan sál. Þeir þurfa einhvern sem fær alla til að vinna saman. Þeir þurfa einhvern sem setur aldrei sjálfan sig á undan félaginu. Þeir þurfa á goðsögn að halda,“ skrifaði blaðamaður Dagbladet. Dagbladet líkir líka þessu skrefi hjá Ole Gunnar Solskjær við það að norskur fótbolti hafi komist til tunglsins.The news of Ole Gunnar Solskjaer's appointment as Manchester United coach went down pretty well in Norwayhttps://t.co/RrhfvZK6Gdpic.twitter.com/eAllov8AvL — BBC Sport (@BBCSport) December 20, 2018Gamli fótboltamaðurinn Mini Jakobsen var líka stoltur að vera Norðmaður. „Nú eigum við besta handboltamann heims, bestu fótboltakonu heims og nú höfðum við knattspyrnustjóra hjá stærsta félagi heims. Alveg eðlilegt,“ skrifaði Mini Jakobsen. John Arne Riise, fyrrum leikmaður Liverpool, var líka sáttur með landa sinn. „Þetta er alveg geðveikt. Ég er svo stoltur af honum, bæði sem Norðmaður og maður sem spilaði með og á móti honum. Þetta er frábært tækifæri fyrir hann. Þetta sýnir líka að allt er mögulegt séu menn tilbúnir að leggja mikið á sig. Ég óska honum alls hins besta,“ skrifaði John Arne Riise. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, er ein af þeim sem hefur fagnað á Twitter. „Frábær dagur fyrir norskan fótbolta. Gangi þér vel að hafa stjórn á Rauðu djöflunum,“ skrifaði Erna Solberg. Það var líka mikil drama þegar það kom í ljós að fyrsti heimaleikur Ole Gunnar Solskjær yrði mögulega ekki sýndur beint í norsku sjónvarpi. TV2 hafði valið leik Liverpool og Newcastle frekar en leik Manchester United og Huddersfield. Forráðamenn TV2 ákváðu að breyta um leik en þeir urðu að velja á milli leiks með Liverpool og Manchester United sem eru mjög vinsæl félög í Noregi alveg eins og á Íslandi. Vinsældir Manchester United hafa aftur á móti rokið upp eftir þessa ráðningu þeirra manns.
Enski boltinn Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Sport Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira