Mest séð fimm lömb í sónarskoðun á kind Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. febrúar 2018 21:45 Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, sauðfjárbóndi á Ljótarstöðum í Skaftártungu fer nú um landið til að telja fóstur í kindum svo bændur geti vitað hvað þeir eiga von á mörgum lömbum í vor. Fréttastofa hitti Heiðu Guðnýju í fjárhúsinu á bænum Butru í Fljótshlíð þegar hún var að telja fóstur í fjárhúsinu hjá formanni Landssambands sauðfjárbænda. Í Butru er rekið myndarlegt fjárbú hjá þeim Oddnýju Steinu Valsdóttur og Ágústi Jenssyni. Heiða Guðný er búin að koma sér fyrir með sónartækið í þeim tilgangi að sjá hvað mörg lambafóstur eru í kindunum. „Þetta er sem sagt bara sónartæki og neminn sem ég er með í hendinni sendir hljóðbylgjur inn í kindina og beinagrindin á fóstrunum endurkastar hljóðbylgjunum og það kemur fram og það kemur fram á skjánum. Þetta er bara eins og sónar sem konur fara í,“ segir Heiða Guðný. Það gengur vel undan Heiðu Guðnýju enda alvön að sónarskoða, mest hefur hún séð fimm lömb í kind en oftast eru þau tvö. „Þetta er skemmtilegt en þetta eru oft langir og strangir dagar. En þetta er ofsalega gaman að kynnast öllu þessu fólki og fara um sveitirnar, kynnast landinu og fólkinu. Svo er bara eitthvað við það að vera að bagsa við þessar rollur, það er bara einhver fíkn.“ En þá er spurt, af hverju ættu bændur almennt að láta telja fóstur í kindunum sínum? „Það er náttúrulega fyrst og fremst út af vinnuhagræði. Þetta munar miklu, sérstaklega í sauðburði og eins til að fóðra,“ segir Oddný Steina. Þegar sónun er lokið er búið að spreyja á kindurnar eftir því hvað þær eru með mörg lömb, þessar rauðu eru t.d. með þrjú lömb. Oddný Steina reiknar með 900 lömbum í vor í Butru. Tengdar fréttir Fjárleit er góð ástæða til að skottast á fjöll Þó Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi á Ljótarstöðum sé orðin varamaður á þingi og aðalpersóna í metsölubók Steinunnar Sigurðardóttur stígur frægðin henni ekki til höfuðs. 17. desember 2016 07:00 Baráttukonan Heiða fjalldalabóndi Bókin Heiða – fjalldalabóndinn – er skrifuð af Steinunni Sigurðardóttur rithöfundi í orðastað Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur á Ljótarstöðum í Skaftártungu og er einstakt innlit í líf hlédrægrar baráttukonu. 12. nóvember 2016 09:30 Ítarleg og myndræn umfjöllun um Heiðu fjalldalabónda á BBC Umfjöllunin er byggð á myndum og myndböndum og viðtali við Heiðu sem tók við fjölskyldubýlinu á Ljótarstöðum fyrir 17 árum, þá 23 ára gömul. 4. október 2017 11:28 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, sauðfjárbóndi á Ljótarstöðum í Skaftártungu fer nú um landið til að telja fóstur í kindum svo bændur geti vitað hvað þeir eiga von á mörgum lömbum í vor. Fréttastofa hitti Heiðu Guðnýju í fjárhúsinu á bænum Butru í Fljótshlíð þegar hún var að telja fóstur í fjárhúsinu hjá formanni Landssambands sauðfjárbænda. Í Butru er rekið myndarlegt fjárbú hjá þeim Oddnýju Steinu Valsdóttur og Ágústi Jenssyni. Heiða Guðný er búin að koma sér fyrir með sónartækið í þeim tilgangi að sjá hvað mörg lambafóstur eru í kindunum. „Þetta er sem sagt bara sónartæki og neminn sem ég er með í hendinni sendir hljóðbylgjur inn í kindina og beinagrindin á fóstrunum endurkastar hljóðbylgjunum og það kemur fram og það kemur fram á skjánum. Þetta er bara eins og sónar sem konur fara í,“ segir Heiða Guðný. Það gengur vel undan Heiðu Guðnýju enda alvön að sónarskoða, mest hefur hún séð fimm lömb í kind en oftast eru þau tvö. „Þetta er skemmtilegt en þetta eru oft langir og strangir dagar. En þetta er ofsalega gaman að kynnast öllu þessu fólki og fara um sveitirnar, kynnast landinu og fólkinu. Svo er bara eitthvað við það að vera að bagsa við þessar rollur, það er bara einhver fíkn.“ En þá er spurt, af hverju ættu bændur almennt að láta telja fóstur í kindunum sínum? „Það er náttúrulega fyrst og fremst út af vinnuhagræði. Þetta munar miklu, sérstaklega í sauðburði og eins til að fóðra,“ segir Oddný Steina. Þegar sónun er lokið er búið að spreyja á kindurnar eftir því hvað þær eru með mörg lömb, þessar rauðu eru t.d. með þrjú lömb. Oddný Steina reiknar með 900 lömbum í vor í Butru.
Tengdar fréttir Fjárleit er góð ástæða til að skottast á fjöll Þó Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi á Ljótarstöðum sé orðin varamaður á þingi og aðalpersóna í metsölubók Steinunnar Sigurðardóttur stígur frægðin henni ekki til höfuðs. 17. desember 2016 07:00 Baráttukonan Heiða fjalldalabóndi Bókin Heiða – fjalldalabóndinn – er skrifuð af Steinunni Sigurðardóttur rithöfundi í orðastað Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur á Ljótarstöðum í Skaftártungu og er einstakt innlit í líf hlédrægrar baráttukonu. 12. nóvember 2016 09:30 Ítarleg og myndræn umfjöllun um Heiðu fjalldalabónda á BBC Umfjöllunin er byggð á myndum og myndböndum og viðtali við Heiðu sem tók við fjölskyldubýlinu á Ljótarstöðum fyrir 17 árum, þá 23 ára gömul. 4. október 2017 11:28 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Fjárleit er góð ástæða til að skottast á fjöll Þó Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi á Ljótarstöðum sé orðin varamaður á þingi og aðalpersóna í metsölubók Steinunnar Sigurðardóttur stígur frægðin henni ekki til höfuðs. 17. desember 2016 07:00
Baráttukonan Heiða fjalldalabóndi Bókin Heiða – fjalldalabóndinn – er skrifuð af Steinunni Sigurðardóttur rithöfundi í orðastað Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur á Ljótarstöðum í Skaftártungu og er einstakt innlit í líf hlédrægrar baráttukonu. 12. nóvember 2016 09:30
Ítarleg og myndræn umfjöllun um Heiðu fjalldalabónda á BBC Umfjöllunin er byggð á myndum og myndböndum og viðtali við Heiðu sem tók við fjölskyldubýlinu á Ljótarstöðum fyrir 17 árum, þá 23 ára gömul. 4. október 2017 11:28