Mest séð fimm lömb í sónarskoðun á kind Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. febrúar 2018 21:45 Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, sauðfjárbóndi á Ljótarstöðum í Skaftártungu fer nú um landið til að telja fóstur í kindum svo bændur geti vitað hvað þeir eiga von á mörgum lömbum í vor. Fréttastofa hitti Heiðu Guðnýju í fjárhúsinu á bænum Butru í Fljótshlíð þegar hún var að telja fóstur í fjárhúsinu hjá formanni Landssambands sauðfjárbænda. Í Butru er rekið myndarlegt fjárbú hjá þeim Oddnýju Steinu Valsdóttur og Ágústi Jenssyni. Heiða Guðný er búin að koma sér fyrir með sónartækið í þeim tilgangi að sjá hvað mörg lambafóstur eru í kindunum. „Þetta er sem sagt bara sónartæki og neminn sem ég er með í hendinni sendir hljóðbylgjur inn í kindina og beinagrindin á fóstrunum endurkastar hljóðbylgjunum og það kemur fram og það kemur fram á skjánum. Þetta er bara eins og sónar sem konur fara í,“ segir Heiða Guðný. Það gengur vel undan Heiðu Guðnýju enda alvön að sónarskoða, mest hefur hún séð fimm lömb í kind en oftast eru þau tvö. „Þetta er skemmtilegt en þetta eru oft langir og strangir dagar. En þetta er ofsalega gaman að kynnast öllu þessu fólki og fara um sveitirnar, kynnast landinu og fólkinu. Svo er bara eitthvað við það að vera að bagsa við þessar rollur, það er bara einhver fíkn.“ En þá er spurt, af hverju ættu bændur almennt að láta telja fóstur í kindunum sínum? „Það er náttúrulega fyrst og fremst út af vinnuhagræði. Þetta munar miklu, sérstaklega í sauðburði og eins til að fóðra,“ segir Oddný Steina. Þegar sónun er lokið er búið að spreyja á kindurnar eftir því hvað þær eru með mörg lömb, þessar rauðu eru t.d. með þrjú lömb. Oddný Steina reiknar með 900 lömbum í vor í Butru. Tengdar fréttir Fjárleit er góð ástæða til að skottast á fjöll Þó Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi á Ljótarstöðum sé orðin varamaður á þingi og aðalpersóna í metsölubók Steinunnar Sigurðardóttur stígur frægðin henni ekki til höfuðs. 17. desember 2016 07:00 Baráttukonan Heiða fjalldalabóndi Bókin Heiða – fjalldalabóndinn – er skrifuð af Steinunni Sigurðardóttur rithöfundi í orðastað Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur á Ljótarstöðum í Skaftártungu og er einstakt innlit í líf hlédrægrar baráttukonu. 12. nóvember 2016 09:30 Ítarleg og myndræn umfjöllun um Heiðu fjalldalabónda á BBC Umfjöllunin er byggð á myndum og myndböndum og viðtali við Heiðu sem tók við fjölskyldubýlinu á Ljótarstöðum fyrir 17 árum, þá 23 ára gömul. 4. október 2017 11:28 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, sauðfjárbóndi á Ljótarstöðum í Skaftártungu fer nú um landið til að telja fóstur í kindum svo bændur geti vitað hvað þeir eiga von á mörgum lömbum í vor. Fréttastofa hitti Heiðu Guðnýju í fjárhúsinu á bænum Butru í Fljótshlíð þegar hún var að telja fóstur í fjárhúsinu hjá formanni Landssambands sauðfjárbænda. Í Butru er rekið myndarlegt fjárbú hjá þeim Oddnýju Steinu Valsdóttur og Ágústi Jenssyni. Heiða Guðný er búin að koma sér fyrir með sónartækið í þeim tilgangi að sjá hvað mörg lambafóstur eru í kindunum. „Þetta er sem sagt bara sónartæki og neminn sem ég er með í hendinni sendir hljóðbylgjur inn í kindina og beinagrindin á fóstrunum endurkastar hljóðbylgjunum og það kemur fram og það kemur fram á skjánum. Þetta er bara eins og sónar sem konur fara í,“ segir Heiða Guðný. Það gengur vel undan Heiðu Guðnýju enda alvön að sónarskoða, mest hefur hún séð fimm lömb í kind en oftast eru þau tvö. „Þetta er skemmtilegt en þetta eru oft langir og strangir dagar. En þetta er ofsalega gaman að kynnast öllu þessu fólki og fara um sveitirnar, kynnast landinu og fólkinu. Svo er bara eitthvað við það að vera að bagsa við þessar rollur, það er bara einhver fíkn.“ En þá er spurt, af hverju ættu bændur almennt að láta telja fóstur í kindunum sínum? „Það er náttúrulega fyrst og fremst út af vinnuhagræði. Þetta munar miklu, sérstaklega í sauðburði og eins til að fóðra,“ segir Oddný Steina. Þegar sónun er lokið er búið að spreyja á kindurnar eftir því hvað þær eru með mörg lömb, þessar rauðu eru t.d. með þrjú lömb. Oddný Steina reiknar með 900 lömbum í vor í Butru.
Tengdar fréttir Fjárleit er góð ástæða til að skottast á fjöll Þó Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi á Ljótarstöðum sé orðin varamaður á þingi og aðalpersóna í metsölubók Steinunnar Sigurðardóttur stígur frægðin henni ekki til höfuðs. 17. desember 2016 07:00 Baráttukonan Heiða fjalldalabóndi Bókin Heiða – fjalldalabóndinn – er skrifuð af Steinunni Sigurðardóttur rithöfundi í orðastað Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur á Ljótarstöðum í Skaftártungu og er einstakt innlit í líf hlédrægrar baráttukonu. 12. nóvember 2016 09:30 Ítarleg og myndræn umfjöllun um Heiðu fjalldalabónda á BBC Umfjöllunin er byggð á myndum og myndböndum og viðtali við Heiðu sem tók við fjölskyldubýlinu á Ljótarstöðum fyrir 17 árum, þá 23 ára gömul. 4. október 2017 11:28 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Fjárleit er góð ástæða til að skottast á fjöll Þó Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi á Ljótarstöðum sé orðin varamaður á þingi og aðalpersóna í metsölubók Steinunnar Sigurðardóttur stígur frægðin henni ekki til höfuðs. 17. desember 2016 07:00
Baráttukonan Heiða fjalldalabóndi Bókin Heiða – fjalldalabóndinn – er skrifuð af Steinunni Sigurðardóttur rithöfundi í orðastað Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur á Ljótarstöðum í Skaftártungu og er einstakt innlit í líf hlédrægrar baráttukonu. 12. nóvember 2016 09:30
Ítarleg og myndræn umfjöllun um Heiðu fjalldalabónda á BBC Umfjöllunin er byggð á myndum og myndböndum og viðtali við Heiðu sem tók við fjölskyldubýlinu á Ljótarstöðum fyrir 17 árum, þá 23 ára gömul. 4. október 2017 11:28