Mest séð fimm lömb í sónarskoðun á kind Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. febrúar 2018 21:45 Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, sauðfjárbóndi á Ljótarstöðum í Skaftártungu fer nú um landið til að telja fóstur í kindum svo bændur geti vitað hvað þeir eiga von á mörgum lömbum í vor. Fréttastofa hitti Heiðu Guðnýju í fjárhúsinu á bænum Butru í Fljótshlíð þegar hún var að telja fóstur í fjárhúsinu hjá formanni Landssambands sauðfjárbænda. Í Butru er rekið myndarlegt fjárbú hjá þeim Oddnýju Steinu Valsdóttur og Ágústi Jenssyni. Heiða Guðný er búin að koma sér fyrir með sónartækið í þeim tilgangi að sjá hvað mörg lambafóstur eru í kindunum. „Þetta er sem sagt bara sónartæki og neminn sem ég er með í hendinni sendir hljóðbylgjur inn í kindina og beinagrindin á fóstrunum endurkastar hljóðbylgjunum og það kemur fram og það kemur fram á skjánum. Þetta er bara eins og sónar sem konur fara í,“ segir Heiða Guðný. Það gengur vel undan Heiðu Guðnýju enda alvön að sónarskoða, mest hefur hún séð fimm lömb í kind en oftast eru þau tvö. „Þetta er skemmtilegt en þetta eru oft langir og strangir dagar. En þetta er ofsalega gaman að kynnast öllu þessu fólki og fara um sveitirnar, kynnast landinu og fólkinu. Svo er bara eitthvað við það að vera að bagsa við þessar rollur, það er bara einhver fíkn.“ En þá er spurt, af hverju ættu bændur almennt að láta telja fóstur í kindunum sínum? „Það er náttúrulega fyrst og fremst út af vinnuhagræði. Þetta munar miklu, sérstaklega í sauðburði og eins til að fóðra,“ segir Oddný Steina. Þegar sónun er lokið er búið að spreyja á kindurnar eftir því hvað þær eru með mörg lömb, þessar rauðu eru t.d. með þrjú lömb. Oddný Steina reiknar með 900 lömbum í vor í Butru. Tengdar fréttir Fjárleit er góð ástæða til að skottast á fjöll Þó Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi á Ljótarstöðum sé orðin varamaður á þingi og aðalpersóna í metsölubók Steinunnar Sigurðardóttur stígur frægðin henni ekki til höfuðs. 17. desember 2016 07:00 Baráttukonan Heiða fjalldalabóndi Bókin Heiða – fjalldalabóndinn – er skrifuð af Steinunni Sigurðardóttur rithöfundi í orðastað Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur á Ljótarstöðum í Skaftártungu og er einstakt innlit í líf hlédrægrar baráttukonu. 12. nóvember 2016 09:30 Ítarleg og myndræn umfjöllun um Heiðu fjalldalabónda á BBC Umfjöllunin er byggð á myndum og myndböndum og viðtali við Heiðu sem tók við fjölskyldubýlinu á Ljótarstöðum fyrir 17 árum, þá 23 ára gömul. 4. október 2017 11:28 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, sauðfjárbóndi á Ljótarstöðum í Skaftártungu fer nú um landið til að telja fóstur í kindum svo bændur geti vitað hvað þeir eiga von á mörgum lömbum í vor. Fréttastofa hitti Heiðu Guðnýju í fjárhúsinu á bænum Butru í Fljótshlíð þegar hún var að telja fóstur í fjárhúsinu hjá formanni Landssambands sauðfjárbænda. Í Butru er rekið myndarlegt fjárbú hjá þeim Oddnýju Steinu Valsdóttur og Ágústi Jenssyni. Heiða Guðný er búin að koma sér fyrir með sónartækið í þeim tilgangi að sjá hvað mörg lambafóstur eru í kindunum. „Þetta er sem sagt bara sónartæki og neminn sem ég er með í hendinni sendir hljóðbylgjur inn í kindina og beinagrindin á fóstrunum endurkastar hljóðbylgjunum og það kemur fram og það kemur fram á skjánum. Þetta er bara eins og sónar sem konur fara í,“ segir Heiða Guðný. Það gengur vel undan Heiðu Guðnýju enda alvön að sónarskoða, mest hefur hún séð fimm lömb í kind en oftast eru þau tvö. „Þetta er skemmtilegt en þetta eru oft langir og strangir dagar. En þetta er ofsalega gaman að kynnast öllu þessu fólki og fara um sveitirnar, kynnast landinu og fólkinu. Svo er bara eitthvað við það að vera að bagsa við þessar rollur, það er bara einhver fíkn.“ En þá er spurt, af hverju ættu bændur almennt að láta telja fóstur í kindunum sínum? „Það er náttúrulega fyrst og fremst út af vinnuhagræði. Þetta munar miklu, sérstaklega í sauðburði og eins til að fóðra,“ segir Oddný Steina. Þegar sónun er lokið er búið að spreyja á kindurnar eftir því hvað þær eru með mörg lömb, þessar rauðu eru t.d. með þrjú lömb. Oddný Steina reiknar með 900 lömbum í vor í Butru.
Tengdar fréttir Fjárleit er góð ástæða til að skottast á fjöll Þó Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi á Ljótarstöðum sé orðin varamaður á þingi og aðalpersóna í metsölubók Steinunnar Sigurðardóttur stígur frægðin henni ekki til höfuðs. 17. desember 2016 07:00 Baráttukonan Heiða fjalldalabóndi Bókin Heiða – fjalldalabóndinn – er skrifuð af Steinunni Sigurðardóttur rithöfundi í orðastað Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur á Ljótarstöðum í Skaftártungu og er einstakt innlit í líf hlédrægrar baráttukonu. 12. nóvember 2016 09:30 Ítarleg og myndræn umfjöllun um Heiðu fjalldalabónda á BBC Umfjöllunin er byggð á myndum og myndböndum og viðtali við Heiðu sem tók við fjölskyldubýlinu á Ljótarstöðum fyrir 17 árum, þá 23 ára gömul. 4. október 2017 11:28 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Fjárleit er góð ástæða til að skottast á fjöll Þó Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi á Ljótarstöðum sé orðin varamaður á þingi og aðalpersóna í metsölubók Steinunnar Sigurðardóttur stígur frægðin henni ekki til höfuðs. 17. desember 2016 07:00
Baráttukonan Heiða fjalldalabóndi Bókin Heiða – fjalldalabóndinn – er skrifuð af Steinunni Sigurðardóttur rithöfundi í orðastað Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur á Ljótarstöðum í Skaftártungu og er einstakt innlit í líf hlédrægrar baráttukonu. 12. nóvember 2016 09:30
Ítarleg og myndræn umfjöllun um Heiðu fjalldalabónda á BBC Umfjöllunin er byggð á myndum og myndböndum og viðtali við Heiðu sem tók við fjölskyldubýlinu á Ljótarstöðum fyrir 17 árum, þá 23 ára gömul. 4. október 2017 11:28