Mest séð fimm lömb í sónarskoðun á kind Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. febrúar 2018 21:45 Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, sauðfjárbóndi á Ljótarstöðum í Skaftártungu fer nú um landið til að telja fóstur í kindum svo bændur geti vitað hvað þeir eiga von á mörgum lömbum í vor. Fréttastofa hitti Heiðu Guðnýju í fjárhúsinu á bænum Butru í Fljótshlíð þegar hún var að telja fóstur í fjárhúsinu hjá formanni Landssambands sauðfjárbænda. Í Butru er rekið myndarlegt fjárbú hjá þeim Oddnýju Steinu Valsdóttur og Ágústi Jenssyni. Heiða Guðný er búin að koma sér fyrir með sónartækið í þeim tilgangi að sjá hvað mörg lambafóstur eru í kindunum. „Þetta er sem sagt bara sónartæki og neminn sem ég er með í hendinni sendir hljóðbylgjur inn í kindina og beinagrindin á fóstrunum endurkastar hljóðbylgjunum og það kemur fram og það kemur fram á skjánum. Þetta er bara eins og sónar sem konur fara í,“ segir Heiða Guðný. Það gengur vel undan Heiðu Guðnýju enda alvön að sónarskoða, mest hefur hún séð fimm lömb í kind en oftast eru þau tvö. „Þetta er skemmtilegt en þetta eru oft langir og strangir dagar. En þetta er ofsalega gaman að kynnast öllu þessu fólki og fara um sveitirnar, kynnast landinu og fólkinu. Svo er bara eitthvað við það að vera að bagsa við þessar rollur, það er bara einhver fíkn.“ En þá er spurt, af hverju ættu bændur almennt að láta telja fóstur í kindunum sínum? „Það er náttúrulega fyrst og fremst út af vinnuhagræði. Þetta munar miklu, sérstaklega í sauðburði og eins til að fóðra,“ segir Oddný Steina. Þegar sónun er lokið er búið að spreyja á kindurnar eftir því hvað þær eru með mörg lömb, þessar rauðu eru t.d. með þrjú lömb. Oddný Steina reiknar með 900 lömbum í vor í Butru. Tengdar fréttir Fjárleit er góð ástæða til að skottast á fjöll Þó Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi á Ljótarstöðum sé orðin varamaður á þingi og aðalpersóna í metsölubók Steinunnar Sigurðardóttur stígur frægðin henni ekki til höfuðs. 17. desember 2016 07:00 Baráttukonan Heiða fjalldalabóndi Bókin Heiða – fjalldalabóndinn – er skrifuð af Steinunni Sigurðardóttur rithöfundi í orðastað Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur á Ljótarstöðum í Skaftártungu og er einstakt innlit í líf hlédrægrar baráttukonu. 12. nóvember 2016 09:30 Ítarleg og myndræn umfjöllun um Heiðu fjalldalabónda á BBC Umfjöllunin er byggð á myndum og myndböndum og viðtali við Heiðu sem tók við fjölskyldubýlinu á Ljótarstöðum fyrir 17 árum, þá 23 ára gömul. 4. október 2017 11:28 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, sauðfjárbóndi á Ljótarstöðum í Skaftártungu fer nú um landið til að telja fóstur í kindum svo bændur geti vitað hvað þeir eiga von á mörgum lömbum í vor. Fréttastofa hitti Heiðu Guðnýju í fjárhúsinu á bænum Butru í Fljótshlíð þegar hún var að telja fóstur í fjárhúsinu hjá formanni Landssambands sauðfjárbænda. Í Butru er rekið myndarlegt fjárbú hjá þeim Oddnýju Steinu Valsdóttur og Ágústi Jenssyni. Heiða Guðný er búin að koma sér fyrir með sónartækið í þeim tilgangi að sjá hvað mörg lambafóstur eru í kindunum. „Þetta er sem sagt bara sónartæki og neminn sem ég er með í hendinni sendir hljóðbylgjur inn í kindina og beinagrindin á fóstrunum endurkastar hljóðbylgjunum og það kemur fram og það kemur fram á skjánum. Þetta er bara eins og sónar sem konur fara í,“ segir Heiða Guðný. Það gengur vel undan Heiðu Guðnýju enda alvön að sónarskoða, mest hefur hún séð fimm lömb í kind en oftast eru þau tvö. „Þetta er skemmtilegt en þetta eru oft langir og strangir dagar. En þetta er ofsalega gaman að kynnast öllu þessu fólki og fara um sveitirnar, kynnast landinu og fólkinu. Svo er bara eitthvað við það að vera að bagsa við þessar rollur, það er bara einhver fíkn.“ En þá er spurt, af hverju ættu bændur almennt að láta telja fóstur í kindunum sínum? „Það er náttúrulega fyrst og fremst út af vinnuhagræði. Þetta munar miklu, sérstaklega í sauðburði og eins til að fóðra,“ segir Oddný Steina. Þegar sónun er lokið er búið að spreyja á kindurnar eftir því hvað þær eru með mörg lömb, þessar rauðu eru t.d. með þrjú lömb. Oddný Steina reiknar með 900 lömbum í vor í Butru.
Tengdar fréttir Fjárleit er góð ástæða til að skottast á fjöll Þó Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi á Ljótarstöðum sé orðin varamaður á þingi og aðalpersóna í metsölubók Steinunnar Sigurðardóttur stígur frægðin henni ekki til höfuðs. 17. desember 2016 07:00 Baráttukonan Heiða fjalldalabóndi Bókin Heiða – fjalldalabóndinn – er skrifuð af Steinunni Sigurðardóttur rithöfundi í orðastað Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur á Ljótarstöðum í Skaftártungu og er einstakt innlit í líf hlédrægrar baráttukonu. 12. nóvember 2016 09:30 Ítarleg og myndræn umfjöllun um Heiðu fjalldalabónda á BBC Umfjöllunin er byggð á myndum og myndböndum og viðtali við Heiðu sem tók við fjölskyldubýlinu á Ljótarstöðum fyrir 17 árum, þá 23 ára gömul. 4. október 2017 11:28 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
Fjárleit er góð ástæða til að skottast á fjöll Þó Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi á Ljótarstöðum sé orðin varamaður á þingi og aðalpersóna í metsölubók Steinunnar Sigurðardóttur stígur frægðin henni ekki til höfuðs. 17. desember 2016 07:00
Baráttukonan Heiða fjalldalabóndi Bókin Heiða – fjalldalabóndinn – er skrifuð af Steinunni Sigurðardóttur rithöfundi í orðastað Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur á Ljótarstöðum í Skaftártungu og er einstakt innlit í líf hlédrægrar baráttukonu. 12. nóvember 2016 09:30
Ítarleg og myndræn umfjöllun um Heiðu fjalldalabónda á BBC Umfjöllunin er byggð á myndum og myndböndum og viðtali við Heiðu sem tók við fjölskyldubýlinu á Ljótarstöðum fyrir 17 árum, þá 23 ára gömul. 4. október 2017 11:28