Stíflan í Laxá sprengd vegna þess að hún lá vel við höggi Kristján Már Unnarsson skrifar 19. febrúar 2018 22:15 Jón Benediktsson, bóndi á Auðnum í Laxárdal. Fyrir aftan má sjá dalinn sem átti að sökkva. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Stíflan fræga sem sprengd var í Mývatnssveit fyrir nærri hálfri öld var valin vegna þess að hún lá vel við höggi. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld en þar rifjuðu bændur úr Laxárdal upp þennan magnaða atburð, sem talinn er hafa markað þáttaskil í náttúruvernd hérlendis. Þetta var aðalfrétt dagblaðanna í lok ágústmánaðar 1970. Þetta var ein stærsta frétt ársins 1970 þegar þingeyskir bændur komu saman og sprengdu stíflu í Miðkvísl Laxár þar sem hún rennur úr Mývatni. Stóru átökin snerust þó ekki um þessa litlu stíflu heldur um miklu stærri áform, nærri sextíu metra háa stíflu sem reisa átti efst í gljúfrunum ofan Laxárvirkjunar, ásamt miklum vatnaflutningum af vatnasviði Skjálfandafljóts. Við rifjuðum upp þessa atburði með Laxdælingum en bræðurnir frá Halldórsstöðum, þeir Hallgrímur og Halldór Valdimarssynir, segja að stíflan hefði fært allt undirlendi Laxárdals á kaf. „Það hreyfði hér verulega við fólki. Og við höldum að nánast allir Laxdælingar hafi verið andsnúnir þessu,” sagði Halldór. Bræðurnir frá Halldórsstöðum, þeir Hallgrímur og Halldór Valdimarssynir.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þegar fjölmennur mótmælaakstur Þingeyinga til Akureyrar dugði ekki á ráðamenn voru send sterkari skilaboð; með dínamiti. Jón Benediktsson á Auðnum segir að stíflan í Miðkvísl hafi verið valin vegna þess að hún var reist án tilskilinna stjórnvaldsleyfa. „Og gegn hörðum andmælum landeigenda, sem sáu sér ekki fært að koma við lögbanni. Þannig að þetta mannvirki átti eiginlega engan rétt á sér og lá þessvegna vel við höggi,” sagði Jón. Áskell Jónasson á Þverá tók einnig þátt í að sprengja stífluna. En er orðið ljóst að bændurnir höfðu sigur? „Já, ég held að það megi segja það. Maður er að vona að það sé orðinn endanlegur sigur,” sagði Áskell. Áskell Jónasson, bóndi á Þverá í Laxárdal.Stöð 2/Arnar Halldórsson. En er Laxárdeilunni í raun lokið? Þeirri spurningu var varpað fram í þættinum í kvöld. Þátturinn verður endursýndur næstkomandi sunnudagskvöld klukkan 17.30. Áfram verður svo fjallað um mannlíf í Laxárdal í næsta þætti „Um land allt" mánudagskvöldið 26. febrúar en þá kynnumst við sögufrægum húsaminjum og heyrum af litríkum Laxdælingum fyrri tíma. Brot úr þættinum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2 í kvöld: Um land allt Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Segir Laxárdeilu vonandi lokið með bættri virkjun Áratuga rekstrarvandræði Laxárvirkjunar í Þingeyjarsýslum virðast fyrir bí eftir viðamiklar endurbætur á virkjuninni. Vonast er til að jafnframt sé lokið deilunni sem markaði upphaf náttúruverndar á Íslandi. 11. október 2017 21:28 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Stíflan fræga sem sprengd var í Mývatnssveit fyrir nærri hálfri öld var valin vegna þess að hún lá vel við höggi. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld en þar rifjuðu bændur úr Laxárdal upp þennan magnaða atburð, sem talinn er hafa markað þáttaskil í náttúruvernd hérlendis. Þetta var aðalfrétt dagblaðanna í lok ágústmánaðar 1970. Þetta var ein stærsta frétt ársins 1970 þegar þingeyskir bændur komu saman og sprengdu stíflu í Miðkvísl Laxár þar sem hún rennur úr Mývatni. Stóru átökin snerust þó ekki um þessa litlu stíflu heldur um miklu stærri áform, nærri sextíu metra háa stíflu sem reisa átti efst í gljúfrunum ofan Laxárvirkjunar, ásamt miklum vatnaflutningum af vatnasviði Skjálfandafljóts. Við rifjuðum upp þessa atburði með Laxdælingum en bræðurnir frá Halldórsstöðum, þeir Hallgrímur og Halldór Valdimarssynir, segja að stíflan hefði fært allt undirlendi Laxárdals á kaf. „Það hreyfði hér verulega við fólki. Og við höldum að nánast allir Laxdælingar hafi verið andsnúnir þessu,” sagði Halldór. Bræðurnir frá Halldórsstöðum, þeir Hallgrímur og Halldór Valdimarssynir.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þegar fjölmennur mótmælaakstur Þingeyinga til Akureyrar dugði ekki á ráðamenn voru send sterkari skilaboð; með dínamiti. Jón Benediktsson á Auðnum segir að stíflan í Miðkvísl hafi verið valin vegna þess að hún var reist án tilskilinna stjórnvaldsleyfa. „Og gegn hörðum andmælum landeigenda, sem sáu sér ekki fært að koma við lögbanni. Þannig að þetta mannvirki átti eiginlega engan rétt á sér og lá þessvegna vel við höggi,” sagði Jón. Áskell Jónasson á Þverá tók einnig þátt í að sprengja stífluna. En er orðið ljóst að bændurnir höfðu sigur? „Já, ég held að það megi segja það. Maður er að vona að það sé orðinn endanlegur sigur,” sagði Áskell. Áskell Jónasson, bóndi á Þverá í Laxárdal.Stöð 2/Arnar Halldórsson. En er Laxárdeilunni í raun lokið? Þeirri spurningu var varpað fram í þættinum í kvöld. Þátturinn verður endursýndur næstkomandi sunnudagskvöld klukkan 17.30. Áfram verður svo fjallað um mannlíf í Laxárdal í næsta þætti „Um land allt" mánudagskvöldið 26. febrúar en þá kynnumst við sögufrægum húsaminjum og heyrum af litríkum Laxdælingum fyrri tíma. Brot úr þættinum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2 í kvöld:
Um land allt Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Segir Laxárdeilu vonandi lokið með bættri virkjun Áratuga rekstrarvandræði Laxárvirkjunar í Þingeyjarsýslum virðast fyrir bí eftir viðamiklar endurbætur á virkjuninni. Vonast er til að jafnframt sé lokið deilunni sem markaði upphaf náttúruverndar á Íslandi. 11. október 2017 21:28 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Segir Laxárdeilu vonandi lokið með bættri virkjun Áratuga rekstrarvandræði Laxárvirkjunar í Þingeyjarsýslum virðast fyrir bí eftir viðamiklar endurbætur á virkjuninni. Vonast er til að jafnframt sé lokið deilunni sem markaði upphaf náttúruverndar á Íslandi. 11. október 2017 21:28