Segir Laxárdeilu vonandi lokið með bættri virkjun Kristján Már Unnarsson skrifar 11. október 2017 21:28 Guðmundur Stefánsson, stöðvarstjóri Laxárvirkjunar. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áratuga rekstrarvandræði Laxárvirkjunar í Þingeyjarsýslum virðast nú fyrir bí eftir viðamiklar endurbætur á virkjuninni. Landsvirkjunarmenn vonast til að jafnframt sé hálfrar aldar Laxárdeilu lokið en deilan markaði þáttaskil í náttúruvernd á Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Guðmund Stefánsson, stöðvarstjóra Laxárvirkjunar. Það var vegna áforma um risastíflu þvert yfir Laxárgljúfur sem bændur í Þingeyjarsýslum sprengdu litla stíflu í Miðkvísl efst í Laxá sumarið 1970 en stóra stíflan hefði fært allt undirlendi Laxárdals á kaf. Náttúruverndarmenn höfðu fullan sigur en ráðamenn Laxárvirkjunar sátu eftir með ófullgerða virkjun án stíflu, Laxárstöð þrjú, en gátu nýtt eldri stíflu.Nýja stíflan í Laxárgljúfri er jafnhá þeirri gömlu. Áformin umdeildu fyrir hálfri öld gerðu ráð fyrir yfir fimmtíu metra hárri stíflu þvert fyrir gljúfrið, sem hefði fært mestallt undirlendi Laxárdals á kaf.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Gamla stíflan var bara orðin það veik að hún hélt ekki og flæddi yfir hana. Ef það kom smávorflóð í Laxá þá flæddi yfir stífluna og niður öll gljúfur,“ segir Guðmundur. Inni í fjallinu má sjá auða hvelfingu þar sem seinni aflvél Laxárvirkjunar þrjú átti að koma, og rekstur þeirrar einu sem tekin var í gagnið var stöðugt til vandræða vegna sandburðar og ísreks. Þrívegis hefur þurft að skipta um vatnshjól og þess á milli að gera við vélina nánast árlega. „Gríðarleg rekstrarvandkvæði. Það var bæði ísinn, - hann gekk beint inn í stöðina, - það var bara opið inn í göngin og alla leið niður. Og síðan sandurinn, hann skreið eftir botninum og skilaði sér niður í vél. Það var bara eins og það væri verið að pússa vélina hér alla daga,“ segir stöðvarstjórinn.Hluti stöðvarhvelfingar Laxárvirkjunar 3 stendur nú auður án aflvélar sem minnisvarði um áform sem ekki rættust vegna kröftugra mótmæla.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En nú hefur virkjunin bæklaða gengið í gegnum viðamikla endurnýjun, sem tók tæpt ár. Ný stífla var reist en jafnhá, inntakslónið dýpkað, og sandgildrum og ísskolunarbúnaði komið fyrir. Skurður tekur við sandburðinum og skilar honum út í hinn náttúrulega farveg árinnar. Stöðvarstjórinn segir reynsluna fyrstu mánuðina lofa góðu. Þetta sé sískolun þar sem sandurinn gangi framhjá stöðinni í gegnum sjálfskolunarbúnað sem skili honum niður í gilin.Séð niður Laxárgljúfur til Aðaldals. Endurbætur á Laxárvirkjun voru unnar í samstarfi við landeigendur ofan og neðan virkjunar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðmundur segir Landsvirkjun hafa haft náið samstarf um verkefnið við heimaaðila, ofan og neðan Laxár, og góð sátt náðst. En hafa þá Laxárdeilur fyrri áratuga, - og seinni, - þar með endanlega verið settar niður? „Ég vona það. Ég held að það sé kannski raunin. Allir þeir sem hér eru nú, starfa og vinna í Laxá, og í nágrenni Laxárstöðvar, hafa verið afskaplega sáttir og samstíga með þetta,“ svarar stöðvarstjóri Laxárvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Umtalsverðar skemmdir á Laxárvirkjun Laxárvirkjun tvö í Suður-Þingeyjarsýslu hefur verið stöðvuð eftir að grjót komst inn í vatnshjól virkjunarinnar og olli umtalsverðum skemmdum. Landsvirkjun segir að verið sé að meta ástandið og ákvörðun um viðgerð verður tekin í framhaldi en ekki sé ljóst hvenær stöðin kemst aftur í rekstur. 18. mars 2011 15:03 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Áratuga rekstrarvandræði Laxárvirkjunar í Þingeyjarsýslum virðast nú fyrir bí eftir viðamiklar endurbætur á virkjuninni. Landsvirkjunarmenn vonast til að jafnframt sé hálfrar aldar Laxárdeilu lokið en deilan markaði þáttaskil í náttúruvernd á Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Guðmund Stefánsson, stöðvarstjóra Laxárvirkjunar. Það var vegna áforma um risastíflu þvert yfir Laxárgljúfur sem bændur í Þingeyjarsýslum sprengdu litla stíflu í Miðkvísl efst í Laxá sumarið 1970 en stóra stíflan hefði fært allt undirlendi Laxárdals á kaf. Náttúruverndarmenn höfðu fullan sigur en ráðamenn Laxárvirkjunar sátu eftir með ófullgerða virkjun án stíflu, Laxárstöð þrjú, en gátu nýtt eldri stíflu.Nýja stíflan í Laxárgljúfri er jafnhá þeirri gömlu. Áformin umdeildu fyrir hálfri öld gerðu ráð fyrir yfir fimmtíu metra hárri stíflu þvert fyrir gljúfrið, sem hefði fært mestallt undirlendi Laxárdals á kaf.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Gamla stíflan var bara orðin það veik að hún hélt ekki og flæddi yfir hana. Ef það kom smávorflóð í Laxá þá flæddi yfir stífluna og niður öll gljúfur,“ segir Guðmundur. Inni í fjallinu má sjá auða hvelfingu þar sem seinni aflvél Laxárvirkjunar þrjú átti að koma, og rekstur þeirrar einu sem tekin var í gagnið var stöðugt til vandræða vegna sandburðar og ísreks. Þrívegis hefur þurft að skipta um vatnshjól og þess á milli að gera við vélina nánast árlega. „Gríðarleg rekstrarvandkvæði. Það var bæði ísinn, - hann gekk beint inn í stöðina, - það var bara opið inn í göngin og alla leið niður. Og síðan sandurinn, hann skreið eftir botninum og skilaði sér niður í vél. Það var bara eins og það væri verið að pússa vélina hér alla daga,“ segir stöðvarstjórinn.Hluti stöðvarhvelfingar Laxárvirkjunar 3 stendur nú auður án aflvélar sem minnisvarði um áform sem ekki rættust vegna kröftugra mótmæla.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En nú hefur virkjunin bæklaða gengið í gegnum viðamikla endurnýjun, sem tók tæpt ár. Ný stífla var reist en jafnhá, inntakslónið dýpkað, og sandgildrum og ísskolunarbúnaði komið fyrir. Skurður tekur við sandburðinum og skilar honum út í hinn náttúrulega farveg árinnar. Stöðvarstjórinn segir reynsluna fyrstu mánuðina lofa góðu. Þetta sé sískolun þar sem sandurinn gangi framhjá stöðinni í gegnum sjálfskolunarbúnað sem skili honum niður í gilin.Séð niður Laxárgljúfur til Aðaldals. Endurbætur á Laxárvirkjun voru unnar í samstarfi við landeigendur ofan og neðan virkjunar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðmundur segir Landsvirkjun hafa haft náið samstarf um verkefnið við heimaaðila, ofan og neðan Laxár, og góð sátt náðst. En hafa þá Laxárdeilur fyrri áratuga, - og seinni, - þar með endanlega verið settar niður? „Ég vona það. Ég held að það sé kannski raunin. Allir þeir sem hér eru nú, starfa og vinna í Laxá, og í nágrenni Laxárstöðvar, hafa verið afskaplega sáttir og samstíga með þetta,“ svarar stöðvarstjóri Laxárvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Umtalsverðar skemmdir á Laxárvirkjun Laxárvirkjun tvö í Suður-Þingeyjarsýslu hefur verið stöðvuð eftir að grjót komst inn í vatnshjól virkjunarinnar og olli umtalsverðum skemmdum. Landsvirkjun segir að verið sé að meta ástandið og ákvörðun um viðgerð verður tekin í framhaldi en ekki sé ljóst hvenær stöðin kemst aftur í rekstur. 18. mars 2011 15:03 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Umtalsverðar skemmdir á Laxárvirkjun Laxárvirkjun tvö í Suður-Þingeyjarsýslu hefur verið stöðvuð eftir að grjót komst inn í vatnshjól virkjunarinnar og olli umtalsverðum skemmdum. Landsvirkjun segir að verið sé að meta ástandið og ákvörðun um viðgerð verður tekin í framhaldi en ekki sé ljóst hvenær stöðin kemst aftur í rekstur. 18. mars 2011 15:03