Segir Laxárdeilu vonandi lokið með bættri virkjun Kristján Már Unnarsson skrifar 11. október 2017 21:28 Guðmundur Stefánsson, stöðvarstjóri Laxárvirkjunar. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áratuga rekstrarvandræði Laxárvirkjunar í Þingeyjarsýslum virðast nú fyrir bí eftir viðamiklar endurbætur á virkjuninni. Landsvirkjunarmenn vonast til að jafnframt sé hálfrar aldar Laxárdeilu lokið en deilan markaði þáttaskil í náttúruvernd á Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Guðmund Stefánsson, stöðvarstjóra Laxárvirkjunar. Það var vegna áforma um risastíflu þvert yfir Laxárgljúfur sem bændur í Þingeyjarsýslum sprengdu litla stíflu í Miðkvísl efst í Laxá sumarið 1970 en stóra stíflan hefði fært allt undirlendi Laxárdals á kaf. Náttúruverndarmenn höfðu fullan sigur en ráðamenn Laxárvirkjunar sátu eftir með ófullgerða virkjun án stíflu, Laxárstöð þrjú, en gátu nýtt eldri stíflu.Nýja stíflan í Laxárgljúfri er jafnhá þeirri gömlu. Áformin umdeildu fyrir hálfri öld gerðu ráð fyrir yfir fimmtíu metra hárri stíflu þvert fyrir gljúfrið, sem hefði fært mestallt undirlendi Laxárdals á kaf.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Gamla stíflan var bara orðin það veik að hún hélt ekki og flæddi yfir hana. Ef það kom smávorflóð í Laxá þá flæddi yfir stífluna og niður öll gljúfur,“ segir Guðmundur. Inni í fjallinu má sjá auða hvelfingu þar sem seinni aflvél Laxárvirkjunar þrjú átti að koma, og rekstur þeirrar einu sem tekin var í gagnið var stöðugt til vandræða vegna sandburðar og ísreks. Þrívegis hefur þurft að skipta um vatnshjól og þess á milli að gera við vélina nánast árlega. „Gríðarleg rekstrarvandkvæði. Það var bæði ísinn, - hann gekk beint inn í stöðina, - það var bara opið inn í göngin og alla leið niður. Og síðan sandurinn, hann skreið eftir botninum og skilaði sér niður í vél. Það var bara eins og það væri verið að pússa vélina hér alla daga,“ segir stöðvarstjórinn.Hluti stöðvarhvelfingar Laxárvirkjunar 3 stendur nú auður án aflvélar sem minnisvarði um áform sem ekki rættust vegna kröftugra mótmæla.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En nú hefur virkjunin bæklaða gengið í gegnum viðamikla endurnýjun, sem tók tæpt ár. Ný stífla var reist en jafnhá, inntakslónið dýpkað, og sandgildrum og ísskolunarbúnaði komið fyrir. Skurður tekur við sandburðinum og skilar honum út í hinn náttúrulega farveg árinnar. Stöðvarstjórinn segir reynsluna fyrstu mánuðina lofa góðu. Þetta sé sískolun þar sem sandurinn gangi framhjá stöðinni í gegnum sjálfskolunarbúnað sem skili honum niður í gilin.Séð niður Laxárgljúfur til Aðaldals. Endurbætur á Laxárvirkjun voru unnar í samstarfi við landeigendur ofan og neðan virkjunar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðmundur segir Landsvirkjun hafa haft náið samstarf um verkefnið við heimaaðila, ofan og neðan Laxár, og góð sátt náðst. En hafa þá Laxárdeilur fyrri áratuga, - og seinni, - þar með endanlega verið settar niður? „Ég vona það. Ég held að það sé kannski raunin. Allir þeir sem hér eru nú, starfa og vinna í Laxá, og í nágrenni Laxárstöðvar, hafa verið afskaplega sáttir og samstíga með þetta,“ svarar stöðvarstjóri Laxárvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Umtalsverðar skemmdir á Laxárvirkjun Laxárvirkjun tvö í Suður-Þingeyjarsýslu hefur verið stöðvuð eftir að grjót komst inn í vatnshjól virkjunarinnar og olli umtalsverðum skemmdum. Landsvirkjun segir að verið sé að meta ástandið og ákvörðun um viðgerð verður tekin í framhaldi en ekki sé ljóst hvenær stöðin kemst aftur í rekstur. 18. mars 2011 15:03 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Áratuga rekstrarvandræði Laxárvirkjunar í Þingeyjarsýslum virðast nú fyrir bí eftir viðamiklar endurbætur á virkjuninni. Landsvirkjunarmenn vonast til að jafnframt sé hálfrar aldar Laxárdeilu lokið en deilan markaði þáttaskil í náttúruvernd á Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Guðmund Stefánsson, stöðvarstjóra Laxárvirkjunar. Það var vegna áforma um risastíflu þvert yfir Laxárgljúfur sem bændur í Þingeyjarsýslum sprengdu litla stíflu í Miðkvísl efst í Laxá sumarið 1970 en stóra stíflan hefði fært allt undirlendi Laxárdals á kaf. Náttúruverndarmenn höfðu fullan sigur en ráðamenn Laxárvirkjunar sátu eftir með ófullgerða virkjun án stíflu, Laxárstöð þrjú, en gátu nýtt eldri stíflu.Nýja stíflan í Laxárgljúfri er jafnhá þeirri gömlu. Áformin umdeildu fyrir hálfri öld gerðu ráð fyrir yfir fimmtíu metra hárri stíflu þvert fyrir gljúfrið, sem hefði fært mestallt undirlendi Laxárdals á kaf.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Gamla stíflan var bara orðin það veik að hún hélt ekki og flæddi yfir hana. Ef það kom smávorflóð í Laxá þá flæddi yfir stífluna og niður öll gljúfur,“ segir Guðmundur. Inni í fjallinu má sjá auða hvelfingu þar sem seinni aflvél Laxárvirkjunar þrjú átti að koma, og rekstur þeirrar einu sem tekin var í gagnið var stöðugt til vandræða vegna sandburðar og ísreks. Þrívegis hefur þurft að skipta um vatnshjól og þess á milli að gera við vélina nánast árlega. „Gríðarleg rekstrarvandkvæði. Það var bæði ísinn, - hann gekk beint inn í stöðina, - það var bara opið inn í göngin og alla leið niður. Og síðan sandurinn, hann skreið eftir botninum og skilaði sér niður í vél. Það var bara eins og það væri verið að pússa vélina hér alla daga,“ segir stöðvarstjórinn.Hluti stöðvarhvelfingar Laxárvirkjunar 3 stendur nú auður án aflvélar sem minnisvarði um áform sem ekki rættust vegna kröftugra mótmæla.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En nú hefur virkjunin bæklaða gengið í gegnum viðamikla endurnýjun, sem tók tæpt ár. Ný stífla var reist en jafnhá, inntakslónið dýpkað, og sandgildrum og ísskolunarbúnaði komið fyrir. Skurður tekur við sandburðinum og skilar honum út í hinn náttúrulega farveg árinnar. Stöðvarstjórinn segir reynsluna fyrstu mánuðina lofa góðu. Þetta sé sískolun þar sem sandurinn gangi framhjá stöðinni í gegnum sjálfskolunarbúnað sem skili honum niður í gilin.Séð niður Laxárgljúfur til Aðaldals. Endurbætur á Laxárvirkjun voru unnar í samstarfi við landeigendur ofan og neðan virkjunar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðmundur segir Landsvirkjun hafa haft náið samstarf um verkefnið við heimaaðila, ofan og neðan Laxár, og góð sátt náðst. En hafa þá Laxárdeilur fyrri áratuga, - og seinni, - þar með endanlega verið settar niður? „Ég vona það. Ég held að það sé kannski raunin. Allir þeir sem hér eru nú, starfa og vinna í Laxá, og í nágrenni Laxárstöðvar, hafa verið afskaplega sáttir og samstíga með þetta,“ svarar stöðvarstjóri Laxárvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Umtalsverðar skemmdir á Laxárvirkjun Laxárvirkjun tvö í Suður-Þingeyjarsýslu hefur verið stöðvuð eftir að grjót komst inn í vatnshjól virkjunarinnar og olli umtalsverðum skemmdum. Landsvirkjun segir að verið sé að meta ástandið og ákvörðun um viðgerð verður tekin í framhaldi en ekki sé ljóst hvenær stöðin kemst aftur í rekstur. 18. mars 2011 15:03 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Umtalsverðar skemmdir á Laxárvirkjun Laxárvirkjun tvö í Suður-Þingeyjarsýslu hefur verið stöðvuð eftir að grjót komst inn í vatnshjól virkjunarinnar og olli umtalsverðum skemmdum. Landsvirkjun segir að verið sé að meta ástandið og ákvörðun um viðgerð verður tekin í framhaldi en ekki sé ljóst hvenær stöðin kemst aftur í rekstur. 18. mars 2011 15:03