Segir Laxárdeilu vonandi lokið með bættri virkjun Kristján Már Unnarsson skrifar 11. október 2017 21:28 Guðmundur Stefánsson, stöðvarstjóri Laxárvirkjunar. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áratuga rekstrarvandræði Laxárvirkjunar í Þingeyjarsýslum virðast nú fyrir bí eftir viðamiklar endurbætur á virkjuninni. Landsvirkjunarmenn vonast til að jafnframt sé hálfrar aldar Laxárdeilu lokið en deilan markaði þáttaskil í náttúruvernd á Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Guðmund Stefánsson, stöðvarstjóra Laxárvirkjunar. Það var vegna áforma um risastíflu þvert yfir Laxárgljúfur sem bændur í Þingeyjarsýslum sprengdu litla stíflu í Miðkvísl efst í Laxá sumarið 1970 en stóra stíflan hefði fært allt undirlendi Laxárdals á kaf. Náttúruverndarmenn höfðu fullan sigur en ráðamenn Laxárvirkjunar sátu eftir með ófullgerða virkjun án stíflu, Laxárstöð þrjú, en gátu nýtt eldri stíflu.Nýja stíflan í Laxárgljúfri er jafnhá þeirri gömlu. Áformin umdeildu fyrir hálfri öld gerðu ráð fyrir yfir fimmtíu metra hárri stíflu þvert fyrir gljúfrið, sem hefði fært mestallt undirlendi Laxárdals á kaf.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Gamla stíflan var bara orðin það veik að hún hélt ekki og flæddi yfir hana. Ef það kom smávorflóð í Laxá þá flæddi yfir stífluna og niður öll gljúfur,“ segir Guðmundur. Inni í fjallinu má sjá auða hvelfingu þar sem seinni aflvél Laxárvirkjunar þrjú átti að koma, og rekstur þeirrar einu sem tekin var í gagnið var stöðugt til vandræða vegna sandburðar og ísreks. Þrívegis hefur þurft að skipta um vatnshjól og þess á milli að gera við vélina nánast árlega. „Gríðarleg rekstrarvandkvæði. Það var bæði ísinn, - hann gekk beint inn í stöðina, - það var bara opið inn í göngin og alla leið niður. Og síðan sandurinn, hann skreið eftir botninum og skilaði sér niður í vél. Það var bara eins og það væri verið að pússa vélina hér alla daga,“ segir stöðvarstjórinn.Hluti stöðvarhvelfingar Laxárvirkjunar 3 stendur nú auður án aflvélar sem minnisvarði um áform sem ekki rættust vegna kröftugra mótmæla.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En nú hefur virkjunin bæklaða gengið í gegnum viðamikla endurnýjun, sem tók tæpt ár. Ný stífla var reist en jafnhá, inntakslónið dýpkað, og sandgildrum og ísskolunarbúnaði komið fyrir. Skurður tekur við sandburðinum og skilar honum út í hinn náttúrulega farveg árinnar. Stöðvarstjórinn segir reynsluna fyrstu mánuðina lofa góðu. Þetta sé sískolun þar sem sandurinn gangi framhjá stöðinni í gegnum sjálfskolunarbúnað sem skili honum niður í gilin.Séð niður Laxárgljúfur til Aðaldals. Endurbætur á Laxárvirkjun voru unnar í samstarfi við landeigendur ofan og neðan virkjunar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðmundur segir Landsvirkjun hafa haft náið samstarf um verkefnið við heimaaðila, ofan og neðan Laxár, og góð sátt náðst. En hafa þá Laxárdeilur fyrri áratuga, - og seinni, - þar með endanlega verið settar niður? „Ég vona það. Ég held að það sé kannski raunin. Allir þeir sem hér eru nú, starfa og vinna í Laxá, og í nágrenni Laxárstöðvar, hafa verið afskaplega sáttir og samstíga með þetta,“ svarar stöðvarstjóri Laxárvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Umtalsverðar skemmdir á Laxárvirkjun Laxárvirkjun tvö í Suður-Þingeyjarsýslu hefur verið stöðvuð eftir að grjót komst inn í vatnshjól virkjunarinnar og olli umtalsverðum skemmdum. Landsvirkjun segir að verið sé að meta ástandið og ákvörðun um viðgerð verður tekin í framhaldi en ekki sé ljóst hvenær stöðin kemst aftur í rekstur. 18. mars 2011 15:03 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Áratuga rekstrarvandræði Laxárvirkjunar í Þingeyjarsýslum virðast nú fyrir bí eftir viðamiklar endurbætur á virkjuninni. Landsvirkjunarmenn vonast til að jafnframt sé hálfrar aldar Laxárdeilu lokið en deilan markaði þáttaskil í náttúruvernd á Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Guðmund Stefánsson, stöðvarstjóra Laxárvirkjunar. Það var vegna áforma um risastíflu þvert yfir Laxárgljúfur sem bændur í Þingeyjarsýslum sprengdu litla stíflu í Miðkvísl efst í Laxá sumarið 1970 en stóra stíflan hefði fært allt undirlendi Laxárdals á kaf. Náttúruverndarmenn höfðu fullan sigur en ráðamenn Laxárvirkjunar sátu eftir með ófullgerða virkjun án stíflu, Laxárstöð þrjú, en gátu nýtt eldri stíflu.Nýja stíflan í Laxárgljúfri er jafnhá þeirri gömlu. Áformin umdeildu fyrir hálfri öld gerðu ráð fyrir yfir fimmtíu metra hárri stíflu þvert fyrir gljúfrið, sem hefði fært mestallt undirlendi Laxárdals á kaf.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Gamla stíflan var bara orðin það veik að hún hélt ekki og flæddi yfir hana. Ef það kom smávorflóð í Laxá þá flæddi yfir stífluna og niður öll gljúfur,“ segir Guðmundur. Inni í fjallinu má sjá auða hvelfingu þar sem seinni aflvél Laxárvirkjunar þrjú átti að koma, og rekstur þeirrar einu sem tekin var í gagnið var stöðugt til vandræða vegna sandburðar og ísreks. Þrívegis hefur þurft að skipta um vatnshjól og þess á milli að gera við vélina nánast árlega. „Gríðarleg rekstrarvandkvæði. Það var bæði ísinn, - hann gekk beint inn í stöðina, - það var bara opið inn í göngin og alla leið niður. Og síðan sandurinn, hann skreið eftir botninum og skilaði sér niður í vél. Það var bara eins og það væri verið að pússa vélina hér alla daga,“ segir stöðvarstjórinn.Hluti stöðvarhvelfingar Laxárvirkjunar 3 stendur nú auður án aflvélar sem minnisvarði um áform sem ekki rættust vegna kröftugra mótmæla.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En nú hefur virkjunin bæklaða gengið í gegnum viðamikla endurnýjun, sem tók tæpt ár. Ný stífla var reist en jafnhá, inntakslónið dýpkað, og sandgildrum og ísskolunarbúnaði komið fyrir. Skurður tekur við sandburðinum og skilar honum út í hinn náttúrulega farveg árinnar. Stöðvarstjórinn segir reynsluna fyrstu mánuðina lofa góðu. Þetta sé sískolun þar sem sandurinn gangi framhjá stöðinni í gegnum sjálfskolunarbúnað sem skili honum niður í gilin.Séð niður Laxárgljúfur til Aðaldals. Endurbætur á Laxárvirkjun voru unnar í samstarfi við landeigendur ofan og neðan virkjunar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðmundur segir Landsvirkjun hafa haft náið samstarf um verkefnið við heimaaðila, ofan og neðan Laxár, og góð sátt náðst. En hafa þá Laxárdeilur fyrri áratuga, - og seinni, - þar með endanlega verið settar niður? „Ég vona það. Ég held að það sé kannski raunin. Allir þeir sem hér eru nú, starfa og vinna í Laxá, og í nágrenni Laxárstöðvar, hafa verið afskaplega sáttir og samstíga með þetta,“ svarar stöðvarstjóri Laxárvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Umtalsverðar skemmdir á Laxárvirkjun Laxárvirkjun tvö í Suður-Þingeyjarsýslu hefur verið stöðvuð eftir að grjót komst inn í vatnshjól virkjunarinnar og olli umtalsverðum skemmdum. Landsvirkjun segir að verið sé að meta ástandið og ákvörðun um viðgerð verður tekin í framhaldi en ekki sé ljóst hvenær stöðin kemst aftur í rekstur. 18. mars 2011 15:03 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Umtalsverðar skemmdir á Laxárvirkjun Laxárvirkjun tvö í Suður-Þingeyjarsýslu hefur verið stöðvuð eftir að grjót komst inn í vatnshjól virkjunarinnar og olli umtalsverðum skemmdum. Landsvirkjun segir að verið sé að meta ástandið og ákvörðun um viðgerð verður tekin í framhaldi en ekki sé ljóst hvenær stöðin kemst aftur í rekstur. 18. mars 2011 15:03