Henry Birgir Gunnarsson fór á stúfana í Rússlandi og kannaði hversu víð bílaflóra Rússanna væri. Hann fann gamla Lödu sem hann heillaðist af, miðklassa Toyota og BMW jappa.
„1970-og-eitthvað, jafnvel sextíu-og-eitthvað, Samara. Sérstaklega glæsileg á þessum árstíma. Þetta er alvöru bíll.“
Rússneska mínútan er fastur liður í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport. Sumarmessan er á dagskrá klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM.