Gæludýr leyfð í Strætó frá og með morgundeginum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 12:33 Ekki þarf að greiða sérstakt fargjald fyrir dýrin. Vísir/Pjetur Frá og með morgundeginum, 1.mars, verða gæludýr leyfð í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs en Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti Strætó bs. undanþágu frá reglugerð um hollustuhætti. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir undanfarnar vikur í góðu samstarfi við hagsmunaðila, s.s. starfsmenn Strætó, Hundaræktarfélag Íslands, Dýraverndurarsamtök Íslands, Heilbrigðisnefndir og Astma- og ofnæmisfélag Íslands. Ekki þarf að greiða sérstakt fargjald fyrir dýrin. Gæludýraeigendur og Strætó bs. þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði sem ráðuneytið setur. Reglur og viðmið hafa verið sett fram sem finna má á heimasíðu Strætó en þar er m.a. nefnt: Sá sem ferðast með dýr kemur í framdyrnar til að greiða fargjald og fer síðan með gæludýr inn um aftari/miðdyr vagnsins. Gæludýr skulu vera í aftari hluta vagnsins. Farþegi sem ferðast með gæludýr skal tilkynna vagnstjóra um gæludýrið um leið og fargjald er greitt. Óheimilt er að ferðast með gæludýr í strætisvögnum á annatíma sem telst vera á virkum dögum, frá og með mánudegi og til og með föstudags, á milli kl. 07.00-09.00 og frá kl. 15.00-18.00. Gæludýr sem leyfilegt er að ferðast með í strætó eru hundar og kettir sem eru skráðir í samræmi við samþykktir um hunda-og kattahald í hlutaðeigandi sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nagdýr, fuglar, kanínur, froskar, skrautfiskar, skriðdýr og skordýr, enda sé heimilt að halda þessi dýr á Íslandi. Hver farþegi sem ber ábyrgð á gæludýri má einungis bera ábyrgð á einu búri, einni tösku eða einum hundi í taumi í einu. Farþegi sem ferðast með gæludýr skal hafa náð 18 ára aldri og ber hann ábyrgð á dýrinu sem hann ferðast með. Gæludýr sem ferðast er með í strætó skulu vera í töskum eða lokuðum búrum sem tryggja að dýr geti ekki sloppið út. Búr eiga að vera vel skorðuð og geymd í kjöltu ábyrgðaraðila eða á gólfi við fætur hans. Ábyrgðaraðili ber ábyrgð á að grípa til sérstakra aðgerða svo sem að nota munnkörfu og tryggja þar með öryggi farþega, dýrsins sjálfs eða annarra dýra. Heimilt er að ferðast með hund í hálsól eða beisli og stuttum taumi sem er þannig gerðar að dýrið geti ekki smokrað sér úr því og tryggt að hundur sé ávalt undir stjórn ábyrgðaraðila hans. Hundar mega ekki vera í útdraganlegum taumi. Samgöngur Tengdar fréttir Strætó samþykkir að leyfa gæludýr í vögnum Tilkynnt verður síðar hvenær ákvörðunin tekur gildi. 2. febrúar 2018 17:01 Stefnt á að gæludýr verði leyfð í Strætó frá og með 1. mars Um er að ræða tilraunaverkefni sem myndi standa yfir í eitt ár. 31. janúar 2018 19:08 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Frá og með morgundeginum, 1.mars, verða gæludýr leyfð í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs en Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti Strætó bs. undanþágu frá reglugerð um hollustuhætti. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir undanfarnar vikur í góðu samstarfi við hagsmunaðila, s.s. starfsmenn Strætó, Hundaræktarfélag Íslands, Dýraverndurarsamtök Íslands, Heilbrigðisnefndir og Astma- og ofnæmisfélag Íslands. Ekki þarf að greiða sérstakt fargjald fyrir dýrin. Gæludýraeigendur og Strætó bs. þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði sem ráðuneytið setur. Reglur og viðmið hafa verið sett fram sem finna má á heimasíðu Strætó en þar er m.a. nefnt: Sá sem ferðast með dýr kemur í framdyrnar til að greiða fargjald og fer síðan með gæludýr inn um aftari/miðdyr vagnsins. Gæludýr skulu vera í aftari hluta vagnsins. Farþegi sem ferðast með gæludýr skal tilkynna vagnstjóra um gæludýrið um leið og fargjald er greitt. Óheimilt er að ferðast með gæludýr í strætisvögnum á annatíma sem telst vera á virkum dögum, frá og með mánudegi og til og með föstudags, á milli kl. 07.00-09.00 og frá kl. 15.00-18.00. Gæludýr sem leyfilegt er að ferðast með í strætó eru hundar og kettir sem eru skráðir í samræmi við samþykktir um hunda-og kattahald í hlutaðeigandi sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nagdýr, fuglar, kanínur, froskar, skrautfiskar, skriðdýr og skordýr, enda sé heimilt að halda þessi dýr á Íslandi. Hver farþegi sem ber ábyrgð á gæludýri má einungis bera ábyrgð á einu búri, einni tösku eða einum hundi í taumi í einu. Farþegi sem ferðast með gæludýr skal hafa náð 18 ára aldri og ber hann ábyrgð á dýrinu sem hann ferðast með. Gæludýr sem ferðast er með í strætó skulu vera í töskum eða lokuðum búrum sem tryggja að dýr geti ekki sloppið út. Búr eiga að vera vel skorðuð og geymd í kjöltu ábyrgðaraðila eða á gólfi við fætur hans. Ábyrgðaraðili ber ábyrgð á að grípa til sérstakra aðgerða svo sem að nota munnkörfu og tryggja þar með öryggi farþega, dýrsins sjálfs eða annarra dýra. Heimilt er að ferðast með hund í hálsól eða beisli og stuttum taumi sem er þannig gerðar að dýrið geti ekki smokrað sér úr því og tryggt að hundur sé ávalt undir stjórn ábyrgðaraðila hans. Hundar mega ekki vera í útdraganlegum taumi.
Samgöngur Tengdar fréttir Strætó samþykkir að leyfa gæludýr í vögnum Tilkynnt verður síðar hvenær ákvörðunin tekur gildi. 2. febrúar 2018 17:01 Stefnt á að gæludýr verði leyfð í Strætó frá og með 1. mars Um er að ræða tilraunaverkefni sem myndi standa yfir í eitt ár. 31. janúar 2018 19:08 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Strætó samþykkir að leyfa gæludýr í vögnum Tilkynnt verður síðar hvenær ákvörðunin tekur gildi. 2. febrúar 2018 17:01
Stefnt á að gæludýr verði leyfð í Strætó frá og með 1. mars Um er að ræða tilraunaverkefni sem myndi standa yfir í eitt ár. 31. janúar 2018 19:08