Gæludýr leyfð í Strætó frá og með morgundeginum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 12:33 Ekki þarf að greiða sérstakt fargjald fyrir dýrin. Vísir/Pjetur Frá og með morgundeginum, 1.mars, verða gæludýr leyfð í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs en Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti Strætó bs. undanþágu frá reglugerð um hollustuhætti. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir undanfarnar vikur í góðu samstarfi við hagsmunaðila, s.s. starfsmenn Strætó, Hundaræktarfélag Íslands, Dýraverndurarsamtök Íslands, Heilbrigðisnefndir og Astma- og ofnæmisfélag Íslands. Ekki þarf að greiða sérstakt fargjald fyrir dýrin. Gæludýraeigendur og Strætó bs. þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði sem ráðuneytið setur. Reglur og viðmið hafa verið sett fram sem finna má á heimasíðu Strætó en þar er m.a. nefnt: Sá sem ferðast með dýr kemur í framdyrnar til að greiða fargjald og fer síðan með gæludýr inn um aftari/miðdyr vagnsins. Gæludýr skulu vera í aftari hluta vagnsins. Farþegi sem ferðast með gæludýr skal tilkynna vagnstjóra um gæludýrið um leið og fargjald er greitt. Óheimilt er að ferðast með gæludýr í strætisvögnum á annatíma sem telst vera á virkum dögum, frá og með mánudegi og til og með föstudags, á milli kl. 07.00-09.00 og frá kl. 15.00-18.00. Gæludýr sem leyfilegt er að ferðast með í strætó eru hundar og kettir sem eru skráðir í samræmi við samþykktir um hunda-og kattahald í hlutaðeigandi sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nagdýr, fuglar, kanínur, froskar, skrautfiskar, skriðdýr og skordýr, enda sé heimilt að halda þessi dýr á Íslandi. Hver farþegi sem ber ábyrgð á gæludýri má einungis bera ábyrgð á einu búri, einni tösku eða einum hundi í taumi í einu. Farþegi sem ferðast með gæludýr skal hafa náð 18 ára aldri og ber hann ábyrgð á dýrinu sem hann ferðast með. Gæludýr sem ferðast er með í strætó skulu vera í töskum eða lokuðum búrum sem tryggja að dýr geti ekki sloppið út. Búr eiga að vera vel skorðuð og geymd í kjöltu ábyrgðaraðila eða á gólfi við fætur hans. Ábyrgðaraðili ber ábyrgð á að grípa til sérstakra aðgerða svo sem að nota munnkörfu og tryggja þar með öryggi farþega, dýrsins sjálfs eða annarra dýra. Heimilt er að ferðast með hund í hálsól eða beisli og stuttum taumi sem er þannig gerðar að dýrið geti ekki smokrað sér úr því og tryggt að hundur sé ávalt undir stjórn ábyrgðaraðila hans. Hundar mega ekki vera í útdraganlegum taumi. Samgöngur Tengdar fréttir Strætó samþykkir að leyfa gæludýr í vögnum Tilkynnt verður síðar hvenær ákvörðunin tekur gildi. 2. febrúar 2018 17:01 Stefnt á að gæludýr verði leyfð í Strætó frá og með 1. mars Um er að ræða tilraunaverkefni sem myndi standa yfir í eitt ár. 31. janúar 2018 19:08 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Umsvif Rúv takmörkuð og svona á að raða í uppþvottavél Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira
Frá og með morgundeginum, 1.mars, verða gæludýr leyfð í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs en Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti Strætó bs. undanþágu frá reglugerð um hollustuhætti. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir undanfarnar vikur í góðu samstarfi við hagsmunaðila, s.s. starfsmenn Strætó, Hundaræktarfélag Íslands, Dýraverndurarsamtök Íslands, Heilbrigðisnefndir og Astma- og ofnæmisfélag Íslands. Ekki þarf að greiða sérstakt fargjald fyrir dýrin. Gæludýraeigendur og Strætó bs. þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði sem ráðuneytið setur. Reglur og viðmið hafa verið sett fram sem finna má á heimasíðu Strætó en þar er m.a. nefnt: Sá sem ferðast með dýr kemur í framdyrnar til að greiða fargjald og fer síðan með gæludýr inn um aftari/miðdyr vagnsins. Gæludýr skulu vera í aftari hluta vagnsins. Farþegi sem ferðast með gæludýr skal tilkynna vagnstjóra um gæludýrið um leið og fargjald er greitt. Óheimilt er að ferðast með gæludýr í strætisvögnum á annatíma sem telst vera á virkum dögum, frá og með mánudegi og til og með föstudags, á milli kl. 07.00-09.00 og frá kl. 15.00-18.00. Gæludýr sem leyfilegt er að ferðast með í strætó eru hundar og kettir sem eru skráðir í samræmi við samþykktir um hunda-og kattahald í hlutaðeigandi sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nagdýr, fuglar, kanínur, froskar, skrautfiskar, skriðdýr og skordýr, enda sé heimilt að halda þessi dýr á Íslandi. Hver farþegi sem ber ábyrgð á gæludýri má einungis bera ábyrgð á einu búri, einni tösku eða einum hundi í taumi í einu. Farþegi sem ferðast með gæludýr skal hafa náð 18 ára aldri og ber hann ábyrgð á dýrinu sem hann ferðast með. Gæludýr sem ferðast er með í strætó skulu vera í töskum eða lokuðum búrum sem tryggja að dýr geti ekki sloppið út. Búr eiga að vera vel skorðuð og geymd í kjöltu ábyrgðaraðila eða á gólfi við fætur hans. Ábyrgðaraðili ber ábyrgð á að grípa til sérstakra aðgerða svo sem að nota munnkörfu og tryggja þar með öryggi farþega, dýrsins sjálfs eða annarra dýra. Heimilt er að ferðast með hund í hálsól eða beisli og stuttum taumi sem er þannig gerðar að dýrið geti ekki smokrað sér úr því og tryggt að hundur sé ávalt undir stjórn ábyrgðaraðila hans. Hundar mega ekki vera í útdraganlegum taumi.
Samgöngur Tengdar fréttir Strætó samþykkir að leyfa gæludýr í vögnum Tilkynnt verður síðar hvenær ákvörðunin tekur gildi. 2. febrúar 2018 17:01 Stefnt á að gæludýr verði leyfð í Strætó frá og með 1. mars Um er að ræða tilraunaverkefni sem myndi standa yfir í eitt ár. 31. janúar 2018 19:08 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Umsvif Rúv takmörkuð og svona á að raða í uppþvottavél Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira
Strætó samþykkir að leyfa gæludýr í vögnum Tilkynnt verður síðar hvenær ákvörðunin tekur gildi. 2. febrúar 2018 17:01
Stefnt á að gæludýr verði leyfð í Strætó frá og með 1. mars Um er að ræða tilraunaverkefni sem myndi standa yfir í eitt ár. 31. janúar 2018 19:08