Ferðamaðurinn sem hrasaði í skriðu við Skaftafellsjökul er komin úr sjálfheldu. Samkvæmt upplýsingum frá Friðriki Jónasi, formanni svæðisstjórnar, skrikaði manninum fótur og féll niður en maðurinn var ekki á hefðbundinni gönguleið. Fyrst var óttast að hann hefði lent í straumharðri á, en nam staðar á syllu rétt fyrir ofan.
Björgunaraðgerðin gekk vel að sögn Friðriks og gekk ferðamaðurinn sjálfur með björgunaraðilum niður eftir björgunina. Hægt var að gera að sárum hans á staðnum, en þau voru minniháttar.
Björgunarsveitarmenn frá Öræfum, Höfn í Hornafirði og Kirkjubæjarklaustri ásamt sjúkraflutningamönnum, lögreglu og leiðsögumönnum af svæðinu tóku þátt í björguninni.
Ferðamaðurinn við Skaftafellsjökul kominn úr sjálfheldu

Tengdar fréttir

Erlendur ferðamaður í sjálfheldu við Skaftafellsjökul
Upp úr hádegi í dag voru björgunarsveitir á Suðausturlandi kallaðar út vegna erlends ferðamanns sem hafði hrasað í skriðu við Skaftafellsjökul.