Beygði af í beinni: „Ég er búin að hafa alltof mikið fyrir lífinu“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júní 2018 10:15 Jónína Benediktsdóttir. Vísir/ernir Spjall lífstílsfrömuðarins Jónínu Benediktsdóttur við Bítið í morgun tók óvænta stefnu. Hún var mætt í hljóðver til að fræða hlustendur um kvíða, síþreytu og kulnun í starfi. Þegar talið barst að reynslu Jónínu af kvillunum beygði hún af, og glögglega mátti heyra að hún átti í erfiðleikum með að ræða áföllin sem grófu undan heilsu hennar. „Ég er bara mannleg og þetta eru búin að vera svo stór áföll hjá mér.“ Hún rekur upphaf veikindanna til áranna eftir fall bankakerfisins árið 2008, ára þar sem Jónína var oft í eldlínu fjölmiðlanna. Hún segist hafa tekið eftir því hvernig viðskiptavinir hennar, sem sóttu hjá henni margvíslega leiðsögn, hafi orðið reiðari og „aggresívari“ eftir hrunið. „Þeir voru svo reiðir,“ sagði Jónína. Hún hafi því gert sitt besta til að hjálpa fólki en það hafi lítið gengið. „Eftir því sem ég reyndi meira því óbilgjarnara varð fólk.“ Jónína segist hafa byrjað að taka mótlætð inn á sig – hún hafi hætt að setja sig í fyrsta sæti. „Ef við getum ekki elskað okkur sjálf þá getum við ekki elskað aðra,“ minnti Jónína hlustendur á. Það hafi þó verið álagið á opinberum vettvangi sem hún telur að hafi gert útslagið. „Ég varð opinber persóna, án þess að vilja það,“ sagði Jónína sem segist á þessum tíma hafa hætt að taka mark á sér. „Ég gleymdi sjálfri mér.“ Þegar talið barst að þeim áföllum sem hún segir sig hafa gengið í gegnum mátti vel heyra að umræðan tók á Jónínu. „Fyrirgefið, þetta er viðkvæmt mál.“ Jónína reifaði meðal annars hvernig hún reyndi að hlífa börnunum sínum á þessum árum. „Ég var alltaf að hlífa börnunum mínum. Því minna sem sást í mig og heyrðist frá mér, því betra var það. Þess vegna var ég alltaf að tala um hvernig öðrum líður,“ sagði Jónína er hún barðist við tárin. Engu að síður taldi hún sig knúna til að koma fram sinni hlið í fjölmiðlum. „Þú ert kominn inn í leikinn,“ sagði Jónína. „Fólk er að segja alls konar vitleysu - hver á annar að leiðrétta vitleysu en sá sem veit hvað er rétt?“ Í stormvirði hrunsins segist hún að sama skapi hafa óttast að börnin sín sæju þær ótal umfjallanir sem ritaðar voru um hennar mál. Bréfin rufu friðhelgina Ekki hafi heldur bætt úr skák þegar „menn með kröfubréf“ hafi bankað á dyrnar hjá henni á matmálstíma – eina tímanum sem hún segist hafa getað átt með börnunum. „Þetta er brot á friðhelgi heimilisins,“ sagði Jónína og bætti við fjölskyldan hafi heimsóknirnar gríðarlega inn á sig. Hún tiltók annað dæmi, sem hún segir hafa haft gríðarleg áhrif á sig. Jónína segir að það hafi verið þegar fjármálin hennar voru komin í gott stand, hún hafi selt húsið sitt og fengið greiddan hluta af sölunni. Sú greiðsla hafi hins vegar verið afturkölluð og segir Jónína að það hafi orðið til þess að hún missti heimili sitt. „Þá lamast ég“ Hún segir að henni hafi tekist ágætlega upp við að vinna úr sínum málum, þökk sé góðum stuðningi fjölskyldu og vina. „En það skilja þetta ekki allir.“ Engu að síður glími hún enn við líkamlega kvilla sem rekja megi beint til álagsins og áfallanna á liðnum árum. Til að mynda fái hún ennþá taugaviðbrögð. Hún undirstrikar að hún sé ekki þunglynd eða með geðhvarfasýki: „Ég er bara útbrunnin kona. Ég er búin að hafa alltof mikið fyrir lífinu.“ Spjallið við Jónínu Ben má heyra í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Spjall lífstílsfrömuðarins Jónínu Benediktsdóttur við Bítið í morgun tók óvænta stefnu. Hún var mætt í hljóðver til að fræða hlustendur um kvíða, síþreytu og kulnun í starfi. Þegar talið barst að reynslu Jónínu af kvillunum beygði hún af, og glögglega mátti heyra að hún átti í erfiðleikum með að ræða áföllin sem grófu undan heilsu hennar. „Ég er bara mannleg og þetta eru búin að vera svo stór áföll hjá mér.“ Hún rekur upphaf veikindanna til áranna eftir fall bankakerfisins árið 2008, ára þar sem Jónína var oft í eldlínu fjölmiðlanna. Hún segist hafa tekið eftir því hvernig viðskiptavinir hennar, sem sóttu hjá henni margvíslega leiðsögn, hafi orðið reiðari og „aggresívari“ eftir hrunið. „Þeir voru svo reiðir,“ sagði Jónína. Hún hafi því gert sitt besta til að hjálpa fólki en það hafi lítið gengið. „Eftir því sem ég reyndi meira því óbilgjarnara varð fólk.“ Jónína segist hafa byrjað að taka mótlætð inn á sig – hún hafi hætt að setja sig í fyrsta sæti. „Ef við getum ekki elskað okkur sjálf þá getum við ekki elskað aðra,“ minnti Jónína hlustendur á. Það hafi þó verið álagið á opinberum vettvangi sem hún telur að hafi gert útslagið. „Ég varð opinber persóna, án þess að vilja það,“ sagði Jónína sem segist á þessum tíma hafa hætt að taka mark á sér. „Ég gleymdi sjálfri mér.“ Þegar talið barst að þeim áföllum sem hún segir sig hafa gengið í gegnum mátti vel heyra að umræðan tók á Jónínu. „Fyrirgefið, þetta er viðkvæmt mál.“ Jónína reifaði meðal annars hvernig hún reyndi að hlífa börnunum sínum á þessum árum. „Ég var alltaf að hlífa börnunum mínum. Því minna sem sást í mig og heyrðist frá mér, því betra var það. Þess vegna var ég alltaf að tala um hvernig öðrum líður,“ sagði Jónína er hún barðist við tárin. Engu að síður taldi hún sig knúna til að koma fram sinni hlið í fjölmiðlum. „Þú ert kominn inn í leikinn,“ sagði Jónína. „Fólk er að segja alls konar vitleysu - hver á annar að leiðrétta vitleysu en sá sem veit hvað er rétt?“ Í stormvirði hrunsins segist hún að sama skapi hafa óttast að börnin sín sæju þær ótal umfjallanir sem ritaðar voru um hennar mál. Bréfin rufu friðhelgina Ekki hafi heldur bætt úr skák þegar „menn með kröfubréf“ hafi bankað á dyrnar hjá henni á matmálstíma – eina tímanum sem hún segist hafa getað átt með börnunum. „Þetta er brot á friðhelgi heimilisins,“ sagði Jónína og bætti við fjölskyldan hafi heimsóknirnar gríðarlega inn á sig. Hún tiltók annað dæmi, sem hún segir hafa haft gríðarleg áhrif á sig. Jónína segir að það hafi verið þegar fjármálin hennar voru komin í gott stand, hún hafi selt húsið sitt og fengið greiddan hluta af sölunni. Sú greiðsla hafi hins vegar verið afturkölluð og segir Jónína að það hafi orðið til þess að hún missti heimili sitt. „Þá lamast ég“ Hún segir að henni hafi tekist ágætlega upp við að vinna úr sínum málum, þökk sé góðum stuðningi fjölskyldu og vina. „En það skilja þetta ekki allir.“ Engu að síður glími hún enn við líkamlega kvilla sem rekja megi beint til álagsins og áfallanna á liðnum árum. Til að mynda fái hún ennþá taugaviðbrögð. Hún undirstrikar að hún sé ekki þunglynd eða með geðhvarfasýki: „Ég er bara útbrunnin kona. Ég er búin að hafa alltof mikið fyrir lífinu.“ Spjallið við Jónínu Ben má heyra í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira