Beygði af í beinni: „Ég er búin að hafa alltof mikið fyrir lífinu“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júní 2018 10:15 Jónína Benediktsdóttir. Vísir/ernir Spjall lífstílsfrömuðarins Jónínu Benediktsdóttur við Bítið í morgun tók óvænta stefnu. Hún var mætt í hljóðver til að fræða hlustendur um kvíða, síþreytu og kulnun í starfi. Þegar talið barst að reynslu Jónínu af kvillunum beygði hún af, og glögglega mátti heyra að hún átti í erfiðleikum með að ræða áföllin sem grófu undan heilsu hennar. „Ég er bara mannleg og þetta eru búin að vera svo stór áföll hjá mér.“ Hún rekur upphaf veikindanna til áranna eftir fall bankakerfisins árið 2008, ára þar sem Jónína var oft í eldlínu fjölmiðlanna. Hún segist hafa tekið eftir því hvernig viðskiptavinir hennar, sem sóttu hjá henni margvíslega leiðsögn, hafi orðið reiðari og „aggresívari“ eftir hrunið. „Þeir voru svo reiðir,“ sagði Jónína. Hún hafi því gert sitt besta til að hjálpa fólki en það hafi lítið gengið. „Eftir því sem ég reyndi meira því óbilgjarnara varð fólk.“ Jónína segist hafa byrjað að taka mótlætð inn á sig – hún hafi hætt að setja sig í fyrsta sæti. „Ef við getum ekki elskað okkur sjálf þá getum við ekki elskað aðra,“ minnti Jónína hlustendur á. Það hafi þó verið álagið á opinberum vettvangi sem hún telur að hafi gert útslagið. „Ég varð opinber persóna, án þess að vilja það,“ sagði Jónína sem segist á þessum tíma hafa hætt að taka mark á sér. „Ég gleymdi sjálfri mér.“ Þegar talið barst að þeim áföllum sem hún segir sig hafa gengið í gegnum mátti vel heyra að umræðan tók á Jónínu. „Fyrirgefið, þetta er viðkvæmt mál.“ Jónína reifaði meðal annars hvernig hún reyndi að hlífa börnunum sínum á þessum árum. „Ég var alltaf að hlífa börnunum mínum. Því minna sem sást í mig og heyrðist frá mér, því betra var það. Þess vegna var ég alltaf að tala um hvernig öðrum líður,“ sagði Jónína er hún barðist við tárin. Engu að síður taldi hún sig knúna til að koma fram sinni hlið í fjölmiðlum. „Þú ert kominn inn í leikinn,“ sagði Jónína. „Fólk er að segja alls konar vitleysu - hver á annar að leiðrétta vitleysu en sá sem veit hvað er rétt?“ Í stormvirði hrunsins segist hún að sama skapi hafa óttast að börnin sín sæju þær ótal umfjallanir sem ritaðar voru um hennar mál. Bréfin rufu friðhelgina Ekki hafi heldur bætt úr skák þegar „menn með kröfubréf“ hafi bankað á dyrnar hjá henni á matmálstíma – eina tímanum sem hún segist hafa getað átt með börnunum. „Þetta er brot á friðhelgi heimilisins,“ sagði Jónína og bætti við fjölskyldan hafi heimsóknirnar gríðarlega inn á sig. Hún tiltók annað dæmi, sem hún segir hafa haft gríðarleg áhrif á sig. Jónína segir að það hafi verið þegar fjármálin hennar voru komin í gott stand, hún hafi selt húsið sitt og fengið greiddan hluta af sölunni. Sú greiðsla hafi hins vegar verið afturkölluð og segir Jónína að það hafi orðið til þess að hún missti heimili sitt. „Þá lamast ég“ Hún segir að henni hafi tekist ágætlega upp við að vinna úr sínum málum, þökk sé góðum stuðningi fjölskyldu og vina. „En það skilja þetta ekki allir.“ Engu að síður glími hún enn við líkamlega kvilla sem rekja megi beint til álagsins og áfallanna á liðnum árum. Til að mynda fái hún ennþá taugaviðbrögð. Hún undirstrikar að hún sé ekki þunglynd eða með geðhvarfasýki: „Ég er bara útbrunnin kona. Ég er búin að hafa alltof mikið fyrir lífinu.“ Spjallið við Jónínu Ben má heyra í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Spjall lífstílsfrömuðarins Jónínu Benediktsdóttur við Bítið í morgun tók óvænta stefnu. Hún var mætt í hljóðver til að fræða hlustendur um kvíða, síþreytu og kulnun í starfi. Þegar talið barst að reynslu Jónínu af kvillunum beygði hún af, og glögglega mátti heyra að hún átti í erfiðleikum með að ræða áföllin sem grófu undan heilsu hennar. „Ég er bara mannleg og þetta eru búin að vera svo stór áföll hjá mér.“ Hún rekur upphaf veikindanna til áranna eftir fall bankakerfisins árið 2008, ára þar sem Jónína var oft í eldlínu fjölmiðlanna. Hún segist hafa tekið eftir því hvernig viðskiptavinir hennar, sem sóttu hjá henni margvíslega leiðsögn, hafi orðið reiðari og „aggresívari“ eftir hrunið. „Þeir voru svo reiðir,“ sagði Jónína. Hún hafi því gert sitt besta til að hjálpa fólki en það hafi lítið gengið. „Eftir því sem ég reyndi meira því óbilgjarnara varð fólk.“ Jónína segist hafa byrjað að taka mótlætð inn á sig – hún hafi hætt að setja sig í fyrsta sæti. „Ef við getum ekki elskað okkur sjálf þá getum við ekki elskað aðra,“ minnti Jónína hlustendur á. Það hafi þó verið álagið á opinberum vettvangi sem hún telur að hafi gert útslagið. „Ég varð opinber persóna, án þess að vilja það,“ sagði Jónína sem segist á þessum tíma hafa hætt að taka mark á sér. „Ég gleymdi sjálfri mér.“ Þegar talið barst að þeim áföllum sem hún segir sig hafa gengið í gegnum mátti vel heyra að umræðan tók á Jónínu. „Fyrirgefið, þetta er viðkvæmt mál.“ Jónína reifaði meðal annars hvernig hún reyndi að hlífa börnunum sínum á þessum árum. „Ég var alltaf að hlífa börnunum mínum. Því minna sem sást í mig og heyrðist frá mér, því betra var það. Þess vegna var ég alltaf að tala um hvernig öðrum líður,“ sagði Jónína er hún barðist við tárin. Engu að síður taldi hún sig knúna til að koma fram sinni hlið í fjölmiðlum. „Þú ert kominn inn í leikinn,“ sagði Jónína. „Fólk er að segja alls konar vitleysu - hver á annar að leiðrétta vitleysu en sá sem veit hvað er rétt?“ Í stormvirði hrunsins segist hún að sama skapi hafa óttast að börnin sín sæju þær ótal umfjallanir sem ritaðar voru um hennar mál. Bréfin rufu friðhelgina Ekki hafi heldur bætt úr skák þegar „menn með kröfubréf“ hafi bankað á dyrnar hjá henni á matmálstíma – eina tímanum sem hún segist hafa getað átt með börnunum. „Þetta er brot á friðhelgi heimilisins,“ sagði Jónína og bætti við fjölskyldan hafi heimsóknirnar gríðarlega inn á sig. Hún tiltók annað dæmi, sem hún segir hafa haft gríðarleg áhrif á sig. Jónína segir að það hafi verið þegar fjármálin hennar voru komin í gott stand, hún hafi selt húsið sitt og fengið greiddan hluta af sölunni. Sú greiðsla hafi hins vegar verið afturkölluð og segir Jónína að það hafi orðið til þess að hún missti heimili sitt. „Þá lamast ég“ Hún segir að henni hafi tekist ágætlega upp við að vinna úr sínum málum, þökk sé góðum stuðningi fjölskyldu og vina. „En það skilja þetta ekki allir.“ Engu að síður glími hún enn við líkamlega kvilla sem rekja megi beint til álagsins og áfallanna á liðnum árum. Til að mynda fái hún ennþá taugaviðbrögð. Hún undirstrikar að hún sé ekki þunglynd eða með geðhvarfasýki: „Ég er bara útbrunnin kona. Ég er búin að hafa alltof mikið fyrir lífinu.“ Spjallið við Jónínu Ben má heyra í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira