Umhverfisstofnun og Reykjavíkurborg kynna áform um að friðlýsa Akurey í Kollafirði, sem er vestasta eyjan á Sundunum. Í auglýsingu segir að markmiðið sé að vernda alþjóðlega mikilvæga sjófuglabyggð.
Ekki er vitað til að nokkurn tíma hafi verið búið í eyjunni, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, en hún hefur verið leigð út til nýtingar hlunninda eins og dúntekju og lundaveiði.
Þar er einnig talsvert kríuvarp. Líklegt er talið að kornrækt hafi verið stunduð í eyjunni á miðöldum.
Vilja friðlýsa Akurey í Kollafirði
Gissur Sigurðsson skrifar
