Dæmi um að hundar hlaupi fyrir bíla vegna flugelda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. desember 2018 20:14 Algengt er að flugeldar skjóti hundum skelk í bringu á áramótunum. Vísir/Andri Marinó Matvælastofnun gaf í dag út tilkynningu þar sem dýraeigendur eru minntir á að huga vel að dýrum sínum í aðdraganda áramótanna sökum flugeldaskota sem fylgja því þegar nýtt ár gengur í garð. Gæludýra- og hesteigendur eru sérstaklega hvattir til þess að gera ráðstafanir til þess að gera dýrum sínum lífið sem bærilegast meðan flugeldahríðin stendur yfir. Í tilkynningu MAST segir að alþekkt sé að dýr bregðist afar illa við hávaða frá flugeldaskotum og geti það valdið slysum, bæði á dýrunum sjálfum og umhverfi þeirra, öðrum dýrum og fólki. Dæmi séu um að hundar hafi hlaupið fyrir bíla eða á fjöll. Hestar í haga séu í sérstakri hættu, þar sem dæmi séum um að þeir hafi fælst við flugelda, brotist út úr girðingum og hlaupið fyrir bílaumferð og valdið slysum. Þá segir MAST að óþarfi sé að lýsa því sem geti gerst ef flugeldum er skotið upp rétt hjá eða yfir fólki við útreiðar. Þá vekur MAST sérstaka athygli á breytingum á leyfilegum skottíma flugelda sem nú er skemmri en undanfarin ár. Almenn notkun flugelda er leyfð frá 28. desember til 6. janúar frá kl. 10:00 til 22:00 og alla nýársnótt. Segir stofnunin afar mikilvægt að þessi tímatakmörk séu virt svo dýraeigendur geti viðrað dýr sín án þess að eiga á hættu að ofsahræðsla vegna flugelda grípi um sig hjá dýrunum. Matvælastofnun vill einnig beina til almennings, sérstaklega foreldra og forráðamanna unglinga og barna, að sýna þá tillitsemi við dýr og eigendur þeirra að skjóta einungis upp flugeldum og sprengja ýlur og hvellhettur á gamlárskvöld og þrettándanum. Það hjálpi eigendum dýranna að grípa til viðeigandi ráðstafana. Að lokum birti MAST lista yfir möguleg fyrirbyggjandi úrræði sem dýraeigendur geta nýtt sér. Listann og tilkynningu MAST í heild sinni má sjá hér. Dýr Flugeldar Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Sjá meira
Matvælastofnun gaf í dag út tilkynningu þar sem dýraeigendur eru minntir á að huga vel að dýrum sínum í aðdraganda áramótanna sökum flugeldaskota sem fylgja því þegar nýtt ár gengur í garð. Gæludýra- og hesteigendur eru sérstaklega hvattir til þess að gera ráðstafanir til þess að gera dýrum sínum lífið sem bærilegast meðan flugeldahríðin stendur yfir. Í tilkynningu MAST segir að alþekkt sé að dýr bregðist afar illa við hávaða frá flugeldaskotum og geti það valdið slysum, bæði á dýrunum sjálfum og umhverfi þeirra, öðrum dýrum og fólki. Dæmi séu um að hundar hafi hlaupið fyrir bíla eða á fjöll. Hestar í haga séu í sérstakri hættu, þar sem dæmi séum um að þeir hafi fælst við flugelda, brotist út úr girðingum og hlaupið fyrir bílaumferð og valdið slysum. Þá segir MAST að óþarfi sé að lýsa því sem geti gerst ef flugeldum er skotið upp rétt hjá eða yfir fólki við útreiðar. Þá vekur MAST sérstaka athygli á breytingum á leyfilegum skottíma flugelda sem nú er skemmri en undanfarin ár. Almenn notkun flugelda er leyfð frá 28. desember til 6. janúar frá kl. 10:00 til 22:00 og alla nýársnótt. Segir stofnunin afar mikilvægt að þessi tímatakmörk séu virt svo dýraeigendur geti viðrað dýr sín án þess að eiga á hættu að ofsahræðsla vegna flugelda grípi um sig hjá dýrunum. Matvælastofnun vill einnig beina til almennings, sérstaklega foreldra og forráðamanna unglinga og barna, að sýna þá tillitsemi við dýr og eigendur þeirra að skjóta einungis upp flugeldum og sprengja ýlur og hvellhettur á gamlárskvöld og þrettándanum. Það hjálpi eigendum dýranna að grípa til viðeigandi ráðstafana. Að lokum birti MAST lista yfir möguleg fyrirbyggjandi úrræði sem dýraeigendur geta nýtt sér. Listann og tilkynningu MAST í heild sinni má sjá hér.
Dýr Flugeldar Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Sjá meira