Ein besta knattspyrnukona sögunnar blótar FIFA í opinskáu viðtali Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 09:00 Abby Wambach. Vísir/Getty Abby Wambach átti magnaðan fótboltaferil á sínum tíma en hún er líka mjög litríkur karakter sem er óhrædd við að segja sína skoðun. Það þarf því ekki að koma á óvart að hún láti ýmislegt flakka í hlaðvarpsþættinum hjá Planet Fútbol enda er þessi knattspyrnugoðsögn ekki sátt við slaka frammistaðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins við að bæta stöðu kvenna. Abby Wambach lætur nefnilega FIFA heldur betur heyra það í viðtalinu en þar talar hún einnig um nýja starf sitt, eiginkonu sína sem er metsöluhöfundur og bókina sem hún gefur út í apríl sem heitir: Wolfpack: How Women Claim Power, Unite and Change the Game. Abby Wambach skoraði á sínum tíma 184 mörk í 256 landsleikjum fyrir Bandaríkin en engin annar, hvorki karl né kona, hefur skorað fleiri landsliðsmörk í sögunni. Wambach skoraði mörkin sín á árunum 2001 til 2015 en hún varð einu sinni heimsmeistari og vann auk þess tvö Ólympíugull á landsliðsferli sínum. Abby Wambach lætur forráðamenn FIFA heyra það í viðtalinu en hún er sérstaklega óánægð með tvennt. Í fyrsta lagi það að FIFA leyfi úrslitaleiki í tveimur öðrum stórmótum fara fram á sama tíma og úrslitaleikur HM kvenna næsta sumar en í öðru lagi grillar hún FIFA fyrir þá staðreynd að munurinn á verðlaunafé karla- og kvennaliða hafi verið að aukast síðustu fjögur ár. „Ég veit ekki hvort ég megi blóta í þessu hlaðvarpi en þetta er algjör andskotans rugl. Ég er miklu meira en reið yfir því að konur þurfi að deila deginum með úrslitaleiknum með tveimur öðrum stórmótum. Það er einn mesti löðrungur sem FIFA getur gefið konum,“ sagði Abby Wambach meðal annars.Abby Wambach fagnar heimsmeistaratitli með liðsfélögum sínum.Vísir/GettyÚrslitleikur Copa América og úrslitaleikur Gold Cup fara fram á sama degi og úrslitaleikur HM kvenna sem verður haldin í Frakklandi næsta sumar. „Ég þori vanalega að láta flest flakka og ég er núna að reyna að hugsa upp bestu leiðina fyrir herferð sem myndi sniðganga alla styrktaraðilia FIFA. Það er mín skoðun að þetta skiptir engu máli fyrir FIFA fyrr en þeir finna fyrir því fjárhagslega. Það er samt ekki eins og þá vanti pening því FIFA á sko nóg af peningum,“ sagði Wambach en hún er líka mjög ósátt með þá staðreynd að munurinn á verðlaunafé karla og kvenna er enn að aukast. „Svo taka þeir upp á því að auka verðlaunaféð hjá konunum en bíddu, skoðum það aðeins betur. Þeir eru í raun að auka muninn á milli verðlaunafés karla og kvenna. Hvaða breytingu eru menn að reyna að gera og hvers konar skilaboð eru menn að senda,“ spyr Wambach og bætti við: „Við erum endalaust að fá þessi skilaboð frá FIFA og frá stjórnvöldum að konur séu minni mannverur. Ég veit ekki hvenær það endar og ég veit ekki hvernig í andskotanum við fáum FIFA til að taka ábyrgð í þessu máli,“ sagði Wambach. Það má hlusta á hlaðvarpsviðtalið við Abby Wambach hér fyrir neðan. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Abby Wambach átti magnaðan fótboltaferil á sínum tíma en hún er líka mjög litríkur karakter sem er óhrædd við að segja sína skoðun. Það þarf því ekki að koma á óvart að hún láti ýmislegt flakka í hlaðvarpsþættinum hjá Planet Fútbol enda er þessi knattspyrnugoðsögn ekki sátt við slaka frammistaðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins við að bæta stöðu kvenna. Abby Wambach lætur nefnilega FIFA heldur betur heyra það í viðtalinu en þar talar hún einnig um nýja starf sitt, eiginkonu sína sem er metsöluhöfundur og bókina sem hún gefur út í apríl sem heitir: Wolfpack: How Women Claim Power, Unite and Change the Game. Abby Wambach skoraði á sínum tíma 184 mörk í 256 landsleikjum fyrir Bandaríkin en engin annar, hvorki karl né kona, hefur skorað fleiri landsliðsmörk í sögunni. Wambach skoraði mörkin sín á árunum 2001 til 2015 en hún varð einu sinni heimsmeistari og vann auk þess tvö Ólympíugull á landsliðsferli sínum. Abby Wambach lætur forráðamenn FIFA heyra það í viðtalinu en hún er sérstaklega óánægð með tvennt. Í fyrsta lagi það að FIFA leyfi úrslitaleiki í tveimur öðrum stórmótum fara fram á sama tíma og úrslitaleikur HM kvenna næsta sumar en í öðru lagi grillar hún FIFA fyrir þá staðreynd að munurinn á verðlaunafé karla- og kvennaliða hafi verið að aukast síðustu fjögur ár. „Ég veit ekki hvort ég megi blóta í þessu hlaðvarpi en þetta er algjör andskotans rugl. Ég er miklu meira en reið yfir því að konur þurfi að deila deginum með úrslitaleiknum með tveimur öðrum stórmótum. Það er einn mesti löðrungur sem FIFA getur gefið konum,“ sagði Abby Wambach meðal annars.Abby Wambach fagnar heimsmeistaratitli með liðsfélögum sínum.Vísir/GettyÚrslitleikur Copa América og úrslitaleikur Gold Cup fara fram á sama degi og úrslitaleikur HM kvenna sem verður haldin í Frakklandi næsta sumar. „Ég þori vanalega að láta flest flakka og ég er núna að reyna að hugsa upp bestu leiðina fyrir herferð sem myndi sniðganga alla styrktaraðilia FIFA. Það er mín skoðun að þetta skiptir engu máli fyrir FIFA fyrr en þeir finna fyrir því fjárhagslega. Það er samt ekki eins og þá vanti pening því FIFA á sko nóg af peningum,“ sagði Wambach en hún er líka mjög ósátt með þá staðreynd að munurinn á verðlaunafé karla og kvenna er enn að aukast. „Svo taka þeir upp á því að auka verðlaunaféð hjá konunum en bíddu, skoðum það aðeins betur. Þeir eru í raun að auka muninn á milli verðlaunafés karla og kvenna. Hvaða breytingu eru menn að reyna að gera og hvers konar skilaboð eru menn að senda,“ spyr Wambach og bætti við: „Við erum endalaust að fá þessi skilaboð frá FIFA og frá stjórnvöldum að konur séu minni mannverur. Ég veit ekki hvenær það endar og ég veit ekki hvernig í andskotanum við fáum FIFA til að taka ábyrgð í þessu máli,“ sagði Wambach. Það má hlusta á hlaðvarpsviðtalið við Abby Wambach hér fyrir neðan.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira