Telur framhaldsskólanema vinna of mikið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 20:00 Formaður Skólameistarafélags Íslands telur að framhaldsskólanemar vinni of mikið með skóla. Álag á ungmenni hafi aukist eftir að framhaldsskólinn var styttur í þrjú ár en hann telur þó ekki ástæðu til að lengja námið aftur í fjögur ár. Fyrsti árgangurinn til að útskrifast á þremur árum eftir að breytingarnar tóku gildi, útskrifaðist í vor. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um hátt hlutfall atvinnuþátttöku íslenskra ungmenna en um helmingur menntaskólanema vinnur með skóla og yfir 80% vinna á sumrin. Þá hafa sumir menntaskólanemendur lýst óánægju sinni vegna styttingar framhaldsskólanámsins sem þeir telja að hafi í för með sér of mikið álag. Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands og skólameistari í FG, telur of snemmt að segja nákvæmlega til um hvaða áhrif breytingarnar hafi í för með sér. „Almenna reynslan ekki slæm,“ segir Kristinn. „Við lögðum kannski meiri áherslu á að stytta námstímann heldur en endilega nám sem þýðir það náttúrlega að álag getur aukist ef menn gæta ekki að. Við fluttum að vísu hluta af náminu til grunnskólans,“ bætir hann við. Hann telur breytingarnar ekki hafa teljandi áhrif á námsárangur en nemendur geti þó þurft að velja og hafna um hvernig þeir verja tíma sínum. „Ég held ég myndi nú benda nemendum á að vinna minna til að mynda. Það myndi hjálpa meira til heldur en margt annað. En þetta getur náttúrlega bitnað á frístundum nemenda. Ef nemendur leggja mjög mikla áherslu á að ljúka á þremur árum og þurfa kannski að bæta við sig áföngum þá er alveg ljóst að þú notar ekki sama tímann tvisvar. Margir nemendur hafa dregið úr íþróttaiðkun og tómstundaiðkun til þess að ljúka námi og það getur vissulega verið óæskilegt,“ segir Kristinn. Þá telur hann hverfandi líkur á því að námið verði aftur lengt í fjögur ár. „Við skulum líka athuga að þetta eru ekki í raun og veru þrjú ár. Meðal námstími á landinu verður ekki þrjú ár,“ segir Kristinn. „Raunin er hjá okkur til að mynda ef ég tek dæmi að þeir nemendur sem koma nokkuð vel undirbúnir úr grunnskóla, það eru 55% þeirra sem luku námi á þremur árum, aðrir þurfa aðeins lengri tíma.“ Heilbrigðismál Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. 6. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Formaður Skólameistarafélags Íslands telur að framhaldsskólanemar vinni of mikið með skóla. Álag á ungmenni hafi aukist eftir að framhaldsskólinn var styttur í þrjú ár en hann telur þó ekki ástæðu til að lengja námið aftur í fjögur ár. Fyrsti árgangurinn til að útskrifast á þremur árum eftir að breytingarnar tóku gildi, útskrifaðist í vor. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um hátt hlutfall atvinnuþátttöku íslenskra ungmenna en um helmingur menntaskólanema vinnur með skóla og yfir 80% vinna á sumrin. Þá hafa sumir menntaskólanemendur lýst óánægju sinni vegna styttingar framhaldsskólanámsins sem þeir telja að hafi í för með sér of mikið álag. Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands og skólameistari í FG, telur of snemmt að segja nákvæmlega til um hvaða áhrif breytingarnar hafi í för með sér. „Almenna reynslan ekki slæm,“ segir Kristinn. „Við lögðum kannski meiri áherslu á að stytta námstímann heldur en endilega nám sem þýðir það náttúrlega að álag getur aukist ef menn gæta ekki að. Við fluttum að vísu hluta af náminu til grunnskólans,“ bætir hann við. Hann telur breytingarnar ekki hafa teljandi áhrif á námsárangur en nemendur geti þó þurft að velja og hafna um hvernig þeir verja tíma sínum. „Ég held ég myndi nú benda nemendum á að vinna minna til að mynda. Það myndi hjálpa meira til heldur en margt annað. En þetta getur náttúrlega bitnað á frístundum nemenda. Ef nemendur leggja mjög mikla áherslu á að ljúka á þremur árum og þurfa kannski að bæta við sig áföngum þá er alveg ljóst að þú notar ekki sama tímann tvisvar. Margir nemendur hafa dregið úr íþróttaiðkun og tómstundaiðkun til þess að ljúka námi og það getur vissulega verið óæskilegt,“ segir Kristinn. Þá telur hann hverfandi líkur á því að námið verði aftur lengt í fjögur ár. „Við skulum líka athuga að þetta eru ekki í raun og veru þrjú ár. Meðal námstími á landinu verður ekki þrjú ár,“ segir Kristinn. „Raunin er hjá okkur til að mynda ef ég tek dæmi að þeir nemendur sem koma nokkuð vel undirbúnir úr grunnskóla, það eru 55% þeirra sem luku námi á þremur árum, aðrir þurfa aðeins lengri tíma.“
Heilbrigðismál Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. 6. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
„Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. 6. nóvember 2018 20:30