Færð enga hjálparkúta í djúpu lauginni Kristinn Páll Teitsson skrifar 3. mars 2018 08:30 Íslenska liðið náði betri tökum á leiknum í seinni hálfleik. Vísir/EPA Fótbolti Íslenska kvennalandsliðið var fimm mínútum frá því að ná í gott jafntefli gegn Japan á Algarve-mótinu en þurfti að sætta sig við svekkjandi 1-2 tap. Stelpurnar okkar náðu að jafna metin korteri fyrir leikslok og var jafnræði með liðunum þegar Japan komst aftur yfir með skallamarki stuttu fyrir leikslok eftir slakan varnarleik hjá íslenska liðinu.Vantaði hugrekki framan af Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, gerði tíu breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn. Vildi hann gefa yngri leikmönnum tækifæri til að ýta við eldri leikmönnum og auka breiddina. Honum fannst vanta kjark í spilamennsku liðsins í fyrri hálfleik þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Við gerðum tíu breytingar til að dreifa álaginu en líka til að gefa nýjum leikmönnum tækifæri. Eitt af markmiðum okkar er að gefa tækifæri og auka breiddina en á sama tíma skapa samkeppni um byrjunarliðssætin. Til þess að sanna þig á efsta stigi verður þú að fá tækifæri og vera óhrædd. Í fyrri hálfleik fannst mér vanta hugrekki og frumkvæði hjá stelpunum. Það virtist vera smá sviðsskrekkur í þeim.“Færð enga kúta á þessu stigi Freyr vonast til þess að yngri leikmenn liðsins nýti sér reynsluna sem fæst af því að spila gegn bestu liðum heims þótt þetta sé aðeins æfingamót. Stærri verkefni bíði handan hornsins. „Leikmenn mega gera mistök hér en lykillinn er hvort þú lærir af þeim, á þessu stigi er þetta bara eins og að hoppa út í djúpu laugina. Þú verður að geta synt og færð enga kúta til að bjarga þér. Eftir þetta verða þær að verða tilbúnari þegar komið er að keppnisleikjum,“ sagði Freyr sem var ekki ánægður með varnarleikinn í báðum mörkunum. „Það eru mistök alls staðar á vellinum í fyrsta markinu, það var lélegur varnarleikur frá fremsta manni alveg aftur til Guðbjargar í markinu. Svo í seinna markinu er þetta bara klaufagangur hjá okkur, við getum ekki leyft okkur að klúðra svona hlut gegn jafn sterkum mótherja,“ sagði Freyr svekktur.Þorðum loksins að líta upp Íslenska liðið náði betri tökum á leiknum í seinni hálfleik. Hann sagði leikmennina loksins hafa farið eftir fyrirmælum sem gefin voru fyrir leik. „Við áttum að gera betur í fyrri hálfleik en það var allt annað að sjá til okkar í seinni. Við fórum að gera það sem við lögðum upp með fyrir leik, loka á miðjuna og reyna að ýta þeim út á kantana. Fara í návígi af krafti en ekki af hálfum hug. Sóknarlega fórum við að líta upp og reyna að finna plássið í staðinn fyrir að hreinsa blint upp völlinn. Eftir að við jöfnum metin finnst mér leikurinn jafn þar til þær skora þetta mark sem reyndist sigurmarkið.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Fótbolti Íslenska kvennalandsliðið var fimm mínútum frá því að ná í gott jafntefli gegn Japan á Algarve-mótinu en þurfti að sætta sig við svekkjandi 1-2 tap. Stelpurnar okkar náðu að jafna metin korteri fyrir leikslok og var jafnræði með liðunum þegar Japan komst aftur yfir með skallamarki stuttu fyrir leikslok eftir slakan varnarleik hjá íslenska liðinu.Vantaði hugrekki framan af Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, gerði tíu breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn. Vildi hann gefa yngri leikmönnum tækifæri til að ýta við eldri leikmönnum og auka breiddina. Honum fannst vanta kjark í spilamennsku liðsins í fyrri hálfleik þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Við gerðum tíu breytingar til að dreifa álaginu en líka til að gefa nýjum leikmönnum tækifæri. Eitt af markmiðum okkar er að gefa tækifæri og auka breiddina en á sama tíma skapa samkeppni um byrjunarliðssætin. Til þess að sanna þig á efsta stigi verður þú að fá tækifæri og vera óhrædd. Í fyrri hálfleik fannst mér vanta hugrekki og frumkvæði hjá stelpunum. Það virtist vera smá sviðsskrekkur í þeim.“Færð enga kúta á þessu stigi Freyr vonast til þess að yngri leikmenn liðsins nýti sér reynsluna sem fæst af því að spila gegn bestu liðum heims þótt þetta sé aðeins æfingamót. Stærri verkefni bíði handan hornsins. „Leikmenn mega gera mistök hér en lykillinn er hvort þú lærir af þeim, á þessu stigi er þetta bara eins og að hoppa út í djúpu laugina. Þú verður að geta synt og færð enga kúta til að bjarga þér. Eftir þetta verða þær að verða tilbúnari þegar komið er að keppnisleikjum,“ sagði Freyr sem var ekki ánægður með varnarleikinn í báðum mörkunum. „Það eru mistök alls staðar á vellinum í fyrsta markinu, það var lélegur varnarleikur frá fremsta manni alveg aftur til Guðbjargar í markinu. Svo í seinna markinu er þetta bara klaufagangur hjá okkur, við getum ekki leyft okkur að klúðra svona hlut gegn jafn sterkum mótherja,“ sagði Freyr svekktur.Þorðum loksins að líta upp Íslenska liðið náði betri tökum á leiknum í seinni hálfleik. Hann sagði leikmennina loksins hafa farið eftir fyrirmælum sem gefin voru fyrir leik. „Við áttum að gera betur í fyrri hálfleik en það var allt annað að sjá til okkar í seinni. Við fórum að gera það sem við lögðum upp með fyrir leik, loka á miðjuna og reyna að ýta þeim út á kantana. Fara í návígi af krafti en ekki af hálfum hug. Sóknarlega fórum við að líta upp og reyna að finna plássið í staðinn fyrir að hreinsa blint upp völlinn. Eftir að við jöfnum metin finnst mér leikurinn jafn þar til þær skora þetta mark sem reyndist sigurmarkið.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira