Segir nauðsynlegt að fá skýrari mynd af verklagi varðandi vopnaflutninga Ingvar Þór Björnsson skrifar 3. mars 2018 14:12 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er meðlimur í Samtökum hernaðarandstæðinga sem hafa kært Air Atlanta. Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það að íslenska flugfélagið Air Atlanta hafi flutt vopn til Sádi-Arabíu sýna að þrátt fyrir að Ísland sé „smáþjóð norður í hafi þá getum við orðið leikendur í þessu stóra samhengi.“ Katrín var viðmælandi Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Mikið hefur verið rætt um flutningana síðustu daga eftir að greint var frá því að flugfélagið hafi á síðustu árum flutt vopn til Sádi-Arabíu þaðan sem þau eiga greiða leið til stríðssvæða í Sýrlandi og Jemen. Samtök hernaðarandstæðinga lögðu í gær fram kæru á hendur flugfélaginu Air Atlanta en samtökin telja flugfélagið hafa brotið lög um „eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu.“ Katrín Jakobsdóttir er meðlimur í samtökunum. Aðspurð hvort stjórnsýslan hafi brugðist eftirlistsskyldu sinni segir hún það liggja fyrir að endurskoðun á reglugerð varðandi þessi mál hafi verið hafin í samgönguráðuneytinu eftir að upp kom mál þar sem var verið að flytja táragas til Venesúela. „Þeirri umsókn var hafnað að fenginni neikvæðri umsögn frá utanríkisráðuneytinu. Slíkt hafði verklagið ekki verið fyrir þann tíma þannig að þá er hafin endurskoðun á regluverkinu og hvernig megi leggja pólitískt mat á það hvernig svona heimildir eru veittar,“ segir Katrín. Þá segir hún að síðan hennar ríkisstjórn tók við hafi einungis ein undanþága verið veitt og það hafi verið til NATO-ríkis sem var að flytja hergögn fyrir eigin not. „Nú er búið að óska eftir gögnum um þessi mál tíu ár aftur í tímann og samgöngumálaráðherra er að taka saman hvaða verklag hefur verið haft við þetta og hverjar undanþágurnar hafa verið. Við ættum því að fá skýrari mynd af því á næstunni,“ segir hún. Katrín segir jafnframt nauðsynlegt að stjórnvöld hagi sér í samræmi við utanríkisstefnu landsins. „Ísland er herlaus þjóð. Okkar utanríkisstefna byggist á friði og mannúð og við eigum að tala fyrir þeim sjónarmiðum á alþjóðavettvangi. Við eigum að hegða okkur í samræmi við þessa stefnu.“ Tengdar fréttir Samtök hernaðarandstæðinga kæra Air Atlanta Samtökin telja að flugfélagið hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög. 2. mars 2018 13:27 Vill ekkert fullyrða um vopnategundir Forstjóri Samgöngustofu telur stofnunina hafa farið að lögum og reglum við veitingu á leyfum til vopnaflutninga. Hann getur þó ekki fullyrt að einungis hafi verið flogið með lögleg vopn. Hernaðarandstæðingar hafa kært Air Atlanta til lögreglu. 2. mars 2018 19:30 Samgöngustofa leiðréttir forstjórann Samgönguráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu hafa á undanförnum árum ekki verið gerð sérstök grein fyrir umsóknum einstakra flugrekenda um vopnaflutninga með formlegum hætti. 2. mars 2018 19:10 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það að íslenska flugfélagið Air Atlanta hafi flutt vopn til Sádi-Arabíu sýna að þrátt fyrir að Ísland sé „smáþjóð norður í hafi þá getum við orðið leikendur í þessu stóra samhengi.“ Katrín var viðmælandi Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Mikið hefur verið rætt um flutningana síðustu daga eftir að greint var frá því að flugfélagið hafi á síðustu árum flutt vopn til Sádi-Arabíu þaðan sem þau eiga greiða leið til stríðssvæða í Sýrlandi og Jemen. Samtök hernaðarandstæðinga lögðu í gær fram kæru á hendur flugfélaginu Air Atlanta en samtökin telja flugfélagið hafa brotið lög um „eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu.“ Katrín Jakobsdóttir er meðlimur í samtökunum. Aðspurð hvort stjórnsýslan hafi brugðist eftirlistsskyldu sinni segir hún það liggja fyrir að endurskoðun á reglugerð varðandi þessi mál hafi verið hafin í samgönguráðuneytinu eftir að upp kom mál þar sem var verið að flytja táragas til Venesúela. „Þeirri umsókn var hafnað að fenginni neikvæðri umsögn frá utanríkisráðuneytinu. Slíkt hafði verklagið ekki verið fyrir þann tíma þannig að þá er hafin endurskoðun á regluverkinu og hvernig megi leggja pólitískt mat á það hvernig svona heimildir eru veittar,“ segir Katrín. Þá segir hún að síðan hennar ríkisstjórn tók við hafi einungis ein undanþága verið veitt og það hafi verið til NATO-ríkis sem var að flytja hergögn fyrir eigin not. „Nú er búið að óska eftir gögnum um þessi mál tíu ár aftur í tímann og samgöngumálaráðherra er að taka saman hvaða verklag hefur verið haft við þetta og hverjar undanþágurnar hafa verið. Við ættum því að fá skýrari mynd af því á næstunni,“ segir hún. Katrín segir jafnframt nauðsynlegt að stjórnvöld hagi sér í samræmi við utanríkisstefnu landsins. „Ísland er herlaus þjóð. Okkar utanríkisstefna byggist á friði og mannúð og við eigum að tala fyrir þeim sjónarmiðum á alþjóðavettvangi. Við eigum að hegða okkur í samræmi við þessa stefnu.“
Tengdar fréttir Samtök hernaðarandstæðinga kæra Air Atlanta Samtökin telja að flugfélagið hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög. 2. mars 2018 13:27 Vill ekkert fullyrða um vopnategundir Forstjóri Samgöngustofu telur stofnunina hafa farið að lögum og reglum við veitingu á leyfum til vopnaflutninga. Hann getur þó ekki fullyrt að einungis hafi verið flogið með lögleg vopn. Hernaðarandstæðingar hafa kært Air Atlanta til lögreglu. 2. mars 2018 19:30 Samgöngustofa leiðréttir forstjórann Samgönguráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu hafa á undanförnum árum ekki verið gerð sérstök grein fyrir umsóknum einstakra flugrekenda um vopnaflutninga með formlegum hætti. 2. mars 2018 19:10 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Samtök hernaðarandstæðinga kæra Air Atlanta Samtökin telja að flugfélagið hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög. 2. mars 2018 13:27
Vill ekkert fullyrða um vopnategundir Forstjóri Samgöngustofu telur stofnunina hafa farið að lögum og reglum við veitingu á leyfum til vopnaflutninga. Hann getur þó ekki fullyrt að einungis hafi verið flogið með lögleg vopn. Hernaðarandstæðingar hafa kært Air Atlanta til lögreglu. 2. mars 2018 19:30
Samgöngustofa leiðréttir forstjórann Samgönguráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu hafa á undanförnum árum ekki verið gerð sérstök grein fyrir umsóknum einstakra flugrekenda um vopnaflutninga með formlegum hætti. 2. mars 2018 19:10