Segir nauðsynlegt að fá skýrari mynd af verklagi varðandi vopnaflutninga Ingvar Þór Björnsson skrifar 3. mars 2018 14:12 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er meðlimur í Samtökum hernaðarandstæðinga sem hafa kært Air Atlanta. Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það að íslenska flugfélagið Air Atlanta hafi flutt vopn til Sádi-Arabíu sýna að þrátt fyrir að Ísland sé „smáþjóð norður í hafi þá getum við orðið leikendur í þessu stóra samhengi.“ Katrín var viðmælandi Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Mikið hefur verið rætt um flutningana síðustu daga eftir að greint var frá því að flugfélagið hafi á síðustu árum flutt vopn til Sádi-Arabíu þaðan sem þau eiga greiða leið til stríðssvæða í Sýrlandi og Jemen. Samtök hernaðarandstæðinga lögðu í gær fram kæru á hendur flugfélaginu Air Atlanta en samtökin telja flugfélagið hafa brotið lög um „eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu.“ Katrín Jakobsdóttir er meðlimur í samtökunum. Aðspurð hvort stjórnsýslan hafi brugðist eftirlistsskyldu sinni segir hún það liggja fyrir að endurskoðun á reglugerð varðandi þessi mál hafi verið hafin í samgönguráðuneytinu eftir að upp kom mál þar sem var verið að flytja táragas til Venesúela. „Þeirri umsókn var hafnað að fenginni neikvæðri umsögn frá utanríkisráðuneytinu. Slíkt hafði verklagið ekki verið fyrir þann tíma þannig að þá er hafin endurskoðun á regluverkinu og hvernig megi leggja pólitískt mat á það hvernig svona heimildir eru veittar,“ segir Katrín. Þá segir hún að síðan hennar ríkisstjórn tók við hafi einungis ein undanþága verið veitt og það hafi verið til NATO-ríkis sem var að flytja hergögn fyrir eigin not. „Nú er búið að óska eftir gögnum um þessi mál tíu ár aftur í tímann og samgöngumálaráðherra er að taka saman hvaða verklag hefur verið haft við þetta og hverjar undanþágurnar hafa verið. Við ættum því að fá skýrari mynd af því á næstunni,“ segir hún. Katrín segir jafnframt nauðsynlegt að stjórnvöld hagi sér í samræmi við utanríkisstefnu landsins. „Ísland er herlaus þjóð. Okkar utanríkisstefna byggist á friði og mannúð og við eigum að tala fyrir þeim sjónarmiðum á alþjóðavettvangi. Við eigum að hegða okkur í samræmi við þessa stefnu.“ Tengdar fréttir Samtök hernaðarandstæðinga kæra Air Atlanta Samtökin telja að flugfélagið hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög. 2. mars 2018 13:27 Vill ekkert fullyrða um vopnategundir Forstjóri Samgöngustofu telur stofnunina hafa farið að lögum og reglum við veitingu á leyfum til vopnaflutninga. Hann getur þó ekki fullyrt að einungis hafi verið flogið með lögleg vopn. Hernaðarandstæðingar hafa kært Air Atlanta til lögreglu. 2. mars 2018 19:30 Samgöngustofa leiðréttir forstjórann Samgönguráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu hafa á undanförnum árum ekki verið gerð sérstök grein fyrir umsóknum einstakra flugrekenda um vopnaflutninga með formlegum hætti. 2. mars 2018 19:10 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það að íslenska flugfélagið Air Atlanta hafi flutt vopn til Sádi-Arabíu sýna að þrátt fyrir að Ísland sé „smáþjóð norður í hafi þá getum við orðið leikendur í þessu stóra samhengi.“ Katrín var viðmælandi Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Mikið hefur verið rætt um flutningana síðustu daga eftir að greint var frá því að flugfélagið hafi á síðustu árum flutt vopn til Sádi-Arabíu þaðan sem þau eiga greiða leið til stríðssvæða í Sýrlandi og Jemen. Samtök hernaðarandstæðinga lögðu í gær fram kæru á hendur flugfélaginu Air Atlanta en samtökin telja flugfélagið hafa brotið lög um „eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu.“ Katrín Jakobsdóttir er meðlimur í samtökunum. Aðspurð hvort stjórnsýslan hafi brugðist eftirlistsskyldu sinni segir hún það liggja fyrir að endurskoðun á reglugerð varðandi þessi mál hafi verið hafin í samgönguráðuneytinu eftir að upp kom mál þar sem var verið að flytja táragas til Venesúela. „Þeirri umsókn var hafnað að fenginni neikvæðri umsögn frá utanríkisráðuneytinu. Slíkt hafði verklagið ekki verið fyrir þann tíma þannig að þá er hafin endurskoðun á regluverkinu og hvernig megi leggja pólitískt mat á það hvernig svona heimildir eru veittar,“ segir Katrín. Þá segir hún að síðan hennar ríkisstjórn tók við hafi einungis ein undanþága verið veitt og það hafi verið til NATO-ríkis sem var að flytja hergögn fyrir eigin not. „Nú er búið að óska eftir gögnum um þessi mál tíu ár aftur í tímann og samgöngumálaráðherra er að taka saman hvaða verklag hefur verið haft við þetta og hverjar undanþágurnar hafa verið. Við ættum því að fá skýrari mynd af því á næstunni,“ segir hún. Katrín segir jafnframt nauðsynlegt að stjórnvöld hagi sér í samræmi við utanríkisstefnu landsins. „Ísland er herlaus þjóð. Okkar utanríkisstefna byggist á friði og mannúð og við eigum að tala fyrir þeim sjónarmiðum á alþjóðavettvangi. Við eigum að hegða okkur í samræmi við þessa stefnu.“
Tengdar fréttir Samtök hernaðarandstæðinga kæra Air Atlanta Samtökin telja að flugfélagið hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög. 2. mars 2018 13:27 Vill ekkert fullyrða um vopnategundir Forstjóri Samgöngustofu telur stofnunina hafa farið að lögum og reglum við veitingu á leyfum til vopnaflutninga. Hann getur þó ekki fullyrt að einungis hafi verið flogið með lögleg vopn. Hernaðarandstæðingar hafa kært Air Atlanta til lögreglu. 2. mars 2018 19:30 Samgöngustofa leiðréttir forstjórann Samgönguráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu hafa á undanförnum árum ekki verið gerð sérstök grein fyrir umsóknum einstakra flugrekenda um vopnaflutninga með formlegum hætti. 2. mars 2018 19:10 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Samtök hernaðarandstæðinga kæra Air Atlanta Samtökin telja að flugfélagið hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög. 2. mars 2018 13:27
Vill ekkert fullyrða um vopnategundir Forstjóri Samgöngustofu telur stofnunina hafa farið að lögum og reglum við veitingu á leyfum til vopnaflutninga. Hann getur þó ekki fullyrt að einungis hafi verið flogið með lögleg vopn. Hernaðarandstæðingar hafa kært Air Atlanta til lögreglu. 2. mars 2018 19:30
Samgöngustofa leiðréttir forstjórann Samgönguráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu hafa á undanförnum árum ekki verið gerð sérstök grein fyrir umsóknum einstakra flugrekenda um vopnaflutninga með formlegum hætti. 2. mars 2018 19:10