Segir nauðsynlegt að fá skýrari mynd af verklagi varðandi vopnaflutninga Ingvar Þór Björnsson skrifar 3. mars 2018 14:12 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er meðlimur í Samtökum hernaðarandstæðinga sem hafa kært Air Atlanta. Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það að íslenska flugfélagið Air Atlanta hafi flutt vopn til Sádi-Arabíu sýna að þrátt fyrir að Ísland sé „smáþjóð norður í hafi þá getum við orðið leikendur í þessu stóra samhengi.“ Katrín var viðmælandi Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Mikið hefur verið rætt um flutningana síðustu daga eftir að greint var frá því að flugfélagið hafi á síðustu árum flutt vopn til Sádi-Arabíu þaðan sem þau eiga greiða leið til stríðssvæða í Sýrlandi og Jemen. Samtök hernaðarandstæðinga lögðu í gær fram kæru á hendur flugfélaginu Air Atlanta en samtökin telja flugfélagið hafa brotið lög um „eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu.“ Katrín Jakobsdóttir er meðlimur í samtökunum. Aðspurð hvort stjórnsýslan hafi brugðist eftirlistsskyldu sinni segir hún það liggja fyrir að endurskoðun á reglugerð varðandi þessi mál hafi verið hafin í samgönguráðuneytinu eftir að upp kom mál þar sem var verið að flytja táragas til Venesúela. „Þeirri umsókn var hafnað að fenginni neikvæðri umsögn frá utanríkisráðuneytinu. Slíkt hafði verklagið ekki verið fyrir þann tíma þannig að þá er hafin endurskoðun á regluverkinu og hvernig megi leggja pólitískt mat á það hvernig svona heimildir eru veittar,“ segir Katrín. Þá segir hún að síðan hennar ríkisstjórn tók við hafi einungis ein undanþága verið veitt og það hafi verið til NATO-ríkis sem var að flytja hergögn fyrir eigin not. „Nú er búið að óska eftir gögnum um þessi mál tíu ár aftur í tímann og samgöngumálaráðherra er að taka saman hvaða verklag hefur verið haft við þetta og hverjar undanþágurnar hafa verið. Við ættum því að fá skýrari mynd af því á næstunni,“ segir hún. Katrín segir jafnframt nauðsynlegt að stjórnvöld hagi sér í samræmi við utanríkisstefnu landsins. „Ísland er herlaus þjóð. Okkar utanríkisstefna byggist á friði og mannúð og við eigum að tala fyrir þeim sjónarmiðum á alþjóðavettvangi. Við eigum að hegða okkur í samræmi við þessa stefnu.“ Tengdar fréttir Samtök hernaðarandstæðinga kæra Air Atlanta Samtökin telja að flugfélagið hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög. 2. mars 2018 13:27 Vill ekkert fullyrða um vopnategundir Forstjóri Samgöngustofu telur stofnunina hafa farið að lögum og reglum við veitingu á leyfum til vopnaflutninga. Hann getur þó ekki fullyrt að einungis hafi verið flogið með lögleg vopn. Hernaðarandstæðingar hafa kært Air Atlanta til lögreglu. 2. mars 2018 19:30 Samgöngustofa leiðréttir forstjórann Samgönguráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu hafa á undanförnum árum ekki verið gerð sérstök grein fyrir umsóknum einstakra flugrekenda um vopnaflutninga með formlegum hætti. 2. mars 2018 19:10 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það að íslenska flugfélagið Air Atlanta hafi flutt vopn til Sádi-Arabíu sýna að þrátt fyrir að Ísland sé „smáþjóð norður í hafi þá getum við orðið leikendur í þessu stóra samhengi.“ Katrín var viðmælandi Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Mikið hefur verið rætt um flutningana síðustu daga eftir að greint var frá því að flugfélagið hafi á síðustu árum flutt vopn til Sádi-Arabíu þaðan sem þau eiga greiða leið til stríðssvæða í Sýrlandi og Jemen. Samtök hernaðarandstæðinga lögðu í gær fram kæru á hendur flugfélaginu Air Atlanta en samtökin telja flugfélagið hafa brotið lög um „eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu.“ Katrín Jakobsdóttir er meðlimur í samtökunum. Aðspurð hvort stjórnsýslan hafi brugðist eftirlistsskyldu sinni segir hún það liggja fyrir að endurskoðun á reglugerð varðandi þessi mál hafi verið hafin í samgönguráðuneytinu eftir að upp kom mál þar sem var verið að flytja táragas til Venesúela. „Þeirri umsókn var hafnað að fenginni neikvæðri umsögn frá utanríkisráðuneytinu. Slíkt hafði verklagið ekki verið fyrir þann tíma þannig að þá er hafin endurskoðun á regluverkinu og hvernig megi leggja pólitískt mat á það hvernig svona heimildir eru veittar,“ segir Katrín. Þá segir hún að síðan hennar ríkisstjórn tók við hafi einungis ein undanþága verið veitt og það hafi verið til NATO-ríkis sem var að flytja hergögn fyrir eigin not. „Nú er búið að óska eftir gögnum um þessi mál tíu ár aftur í tímann og samgöngumálaráðherra er að taka saman hvaða verklag hefur verið haft við þetta og hverjar undanþágurnar hafa verið. Við ættum því að fá skýrari mynd af því á næstunni,“ segir hún. Katrín segir jafnframt nauðsynlegt að stjórnvöld hagi sér í samræmi við utanríkisstefnu landsins. „Ísland er herlaus þjóð. Okkar utanríkisstefna byggist á friði og mannúð og við eigum að tala fyrir þeim sjónarmiðum á alþjóðavettvangi. Við eigum að hegða okkur í samræmi við þessa stefnu.“
Tengdar fréttir Samtök hernaðarandstæðinga kæra Air Atlanta Samtökin telja að flugfélagið hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög. 2. mars 2018 13:27 Vill ekkert fullyrða um vopnategundir Forstjóri Samgöngustofu telur stofnunina hafa farið að lögum og reglum við veitingu á leyfum til vopnaflutninga. Hann getur þó ekki fullyrt að einungis hafi verið flogið með lögleg vopn. Hernaðarandstæðingar hafa kært Air Atlanta til lögreglu. 2. mars 2018 19:30 Samgöngustofa leiðréttir forstjórann Samgönguráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu hafa á undanförnum árum ekki verið gerð sérstök grein fyrir umsóknum einstakra flugrekenda um vopnaflutninga með formlegum hætti. 2. mars 2018 19:10 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Samtök hernaðarandstæðinga kæra Air Atlanta Samtökin telja að flugfélagið hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög. 2. mars 2018 13:27
Vill ekkert fullyrða um vopnategundir Forstjóri Samgöngustofu telur stofnunina hafa farið að lögum og reglum við veitingu á leyfum til vopnaflutninga. Hann getur þó ekki fullyrt að einungis hafi verið flogið með lögleg vopn. Hernaðarandstæðingar hafa kært Air Atlanta til lögreglu. 2. mars 2018 19:30
Samgöngustofa leiðréttir forstjórann Samgönguráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu hafa á undanförnum árum ekki verið gerð sérstök grein fyrir umsóknum einstakra flugrekenda um vopnaflutninga með formlegum hætti. 2. mars 2018 19:10