Segir nauðsynlegt að fá skýrari mynd af verklagi varðandi vopnaflutninga Ingvar Þór Björnsson skrifar 3. mars 2018 14:12 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er meðlimur í Samtökum hernaðarandstæðinga sem hafa kært Air Atlanta. Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það að íslenska flugfélagið Air Atlanta hafi flutt vopn til Sádi-Arabíu sýna að þrátt fyrir að Ísland sé „smáþjóð norður í hafi þá getum við orðið leikendur í þessu stóra samhengi.“ Katrín var viðmælandi Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Mikið hefur verið rætt um flutningana síðustu daga eftir að greint var frá því að flugfélagið hafi á síðustu árum flutt vopn til Sádi-Arabíu þaðan sem þau eiga greiða leið til stríðssvæða í Sýrlandi og Jemen. Samtök hernaðarandstæðinga lögðu í gær fram kæru á hendur flugfélaginu Air Atlanta en samtökin telja flugfélagið hafa brotið lög um „eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu.“ Katrín Jakobsdóttir er meðlimur í samtökunum. Aðspurð hvort stjórnsýslan hafi brugðist eftirlistsskyldu sinni segir hún það liggja fyrir að endurskoðun á reglugerð varðandi þessi mál hafi verið hafin í samgönguráðuneytinu eftir að upp kom mál þar sem var verið að flytja táragas til Venesúela. „Þeirri umsókn var hafnað að fenginni neikvæðri umsögn frá utanríkisráðuneytinu. Slíkt hafði verklagið ekki verið fyrir þann tíma þannig að þá er hafin endurskoðun á regluverkinu og hvernig megi leggja pólitískt mat á það hvernig svona heimildir eru veittar,“ segir Katrín. Þá segir hún að síðan hennar ríkisstjórn tók við hafi einungis ein undanþága verið veitt og það hafi verið til NATO-ríkis sem var að flytja hergögn fyrir eigin not. „Nú er búið að óska eftir gögnum um þessi mál tíu ár aftur í tímann og samgöngumálaráðherra er að taka saman hvaða verklag hefur verið haft við þetta og hverjar undanþágurnar hafa verið. Við ættum því að fá skýrari mynd af því á næstunni,“ segir hún. Katrín segir jafnframt nauðsynlegt að stjórnvöld hagi sér í samræmi við utanríkisstefnu landsins. „Ísland er herlaus þjóð. Okkar utanríkisstefna byggist á friði og mannúð og við eigum að tala fyrir þeim sjónarmiðum á alþjóðavettvangi. Við eigum að hegða okkur í samræmi við þessa stefnu.“ Tengdar fréttir Samtök hernaðarandstæðinga kæra Air Atlanta Samtökin telja að flugfélagið hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög. 2. mars 2018 13:27 Vill ekkert fullyrða um vopnategundir Forstjóri Samgöngustofu telur stofnunina hafa farið að lögum og reglum við veitingu á leyfum til vopnaflutninga. Hann getur þó ekki fullyrt að einungis hafi verið flogið með lögleg vopn. Hernaðarandstæðingar hafa kært Air Atlanta til lögreglu. 2. mars 2018 19:30 Samgöngustofa leiðréttir forstjórann Samgönguráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu hafa á undanförnum árum ekki verið gerð sérstök grein fyrir umsóknum einstakra flugrekenda um vopnaflutninga með formlegum hætti. 2. mars 2018 19:10 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það að íslenska flugfélagið Air Atlanta hafi flutt vopn til Sádi-Arabíu sýna að þrátt fyrir að Ísland sé „smáþjóð norður í hafi þá getum við orðið leikendur í þessu stóra samhengi.“ Katrín var viðmælandi Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Mikið hefur verið rætt um flutningana síðustu daga eftir að greint var frá því að flugfélagið hafi á síðustu árum flutt vopn til Sádi-Arabíu þaðan sem þau eiga greiða leið til stríðssvæða í Sýrlandi og Jemen. Samtök hernaðarandstæðinga lögðu í gær fram kæru á hendur flugfélaginu Air Atlanta en samtökin telja flugfélagið hafa brotið lög um „eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu.“ Katrín Jakobsdóttir er meðlimur í samtökunum. Aðspurð hvort stjórnsýslan hafi brugðist eftirlistsskyldu sinni segir hún það liggja fyrir að endurskoðun á reglugerð varðandi þessi mál hafi verið hafin í samgönguráðuneytinu eftir að upp kom mál þar sem var verið að flytja táragas til Venesúela. „Þeirri umsókn var hafnað að fenginni neikvæðri umsögn frá utanríkisráðuneytinu. Slíkt hafði verklagið ekki verið fyrir þann tíma þannig að þá er hafin endurskoðun á regluverkinu og hvernig megi leggja pólitískt mat á það hvernig svona heimildir eru veittar,“ segir Katrín. Þá segir hún að síðan hennar ríkisstjórn tók við hafi einungis ein undanþága verið veitt og það hafi verið til NATO-ríkis sem var að flytja hergögn fyrir eigin not. „Nú er búið að óska eftir gögnum um þessi mál tíu ár aftur í tímann og samgöngumálaráðherra er að taka saman hvaða verklag hefur verið haft við þetta og hverjar undanþágurnar hafa verið. Við ættum því að fá skýrari mynd af því á næstunni,“ segir hún. Katrín segir jafnframt nauðsynlegt að stjórnvöld hagi sér í samræmi við utanríkisstefnu landsins. „Ísland er herlaus þjóð. Okkar utanríkisstefna byggist á friði og mannúð og við eigum að tala fyrir þeim sjónarmiðum á alþjóðavettvangi. Við eigum að hegða okkur í samræmi við þessa stefnu.“
Tengdar fréttir Samtök hernaðarandstæðinga kæra Air Atlanta Samtökin telja að flugfélagið hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög. 2. mars 2018 13:27 Vill ekkert fullyrða um vopnategundir Forstjóri Samgöngustofu telur stofnunina hafa farið að lögum og reglum við veitingu á leyfum til vopnaflutninga. Hann getur þó ekki fullyrt að einungis hafi verið flogið með lögleg vopn. Hernaðarandstæðingar hafa kært Air Atlanta til lögreglu. 2. mars 2018 19:30 Samgöngustofa leiðréttir forstjórann Samgönguráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu hafa á undanförnum árum ekki verið gerð sérstök grein fyrir umsóknum einstakra flugrekenda um vopnaflutninga með formlegum hætti. 2. mars 2018 19:10 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira
Samtök hernaðarandstæðinga kæra Air Atlanta Samtökin telja að flugfélagið hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög. 2. mars 2018 13:27
Vill ekkert fullyrða um vopnategundir Forstjóri Samgöngustofu telur stofnunina hafa farið að lögum og reglum við veitingu á leyfum til vopnaflutninga. Hann getur þó ekki fullyrt að einungis hafi verið flogið með lögleg vopn. Hernaðarandstæðingar hafa kært Air Atlanta til lögreglu. 2. mars 2018 19:30
Samgöngustofa leiðréttir forstjórann Samgönguráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu hafa á undanförnum árum ekki verið gerð sérstök grein fyrir umsóknum einstakra flugrekenda um vopnaflutninga með formlegum hætti. 2. mars 2018 19:10