Segir ekki hægt að skýla sér bak við þekkingarleysi á vopnum Hersir Aron Ólafsson skrifar 3. mars 2018 19:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG: vísir/stefán Þingmaður Vinstri grænna segir ekki hægt að skýla sér bak við þekkingarleysi þegar kemur að vopnaflutningum með heimild íslenskra yfirvalda. Yfirvöld þurfi að kanna til hlítar hvers eðlis slíkir flutningar séu hverju sinni. Í samtali við fjölmiðla í gær sagði Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu að engin vopn hefðu verið flutt til skilgreindra átakasvæða með heimild stofnunarinnar. Hins vegar hefur verið bent á að vopn sem flutt eru til Sádi Arabíu, líkt og Air Atlanta hefur gert með heimild stofnunarinnar, séu gjarnan flutt þaðan á átakasvæði í Sýrlandi og Jemen. Í samtali við hádegisfréttir Bylgjunnar sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og fyrsti varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, ekki duga að skoða einfaldlega hver fyrsti áfangastaður vopnanna sé. Skoða þurfi í þaula hvort hætta sé á að þau berist áfram á stríðssvæði. „Ef það leikur einhver grunur á því að um sé að ræða flutninga til þeirra svæða þá ber ríkinu að stöðva leyfisveitingar á vopnaflutninga til þeirra ríkja sem halda svo áfram með vopn inn á þau svæði,“ segir Rósa Björk.Ódýrt að skýla sér bak við skort á sérþekkingu Í samtali við fréttastofu í gær kvaðst Þórólfur hvorki geta játað né neitað að einhver þeirra vopna sem flutt hafi verið með heimild íslenskra yfirvalda séu þess eðlis að fari gegn skuldbindingum ríkisins. Samgöngustofa búi ekki yfir vopnasérfræðingum sem geti grandskoðað slíkt. Rósa Björk segir slíkar skýringar duga skammt. „Ef það er okkar afsökun fyrir því að fylgja ekki alþjóðasáttmálum og samningum þá held ég að það sé bara betra að samþykkja ekki leyfisbeiðnir um vopnaflutninga til svæða sem gætu brotið í bága við þessar ályktanir og alþjóðasamninga." Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna segir ekki hægt að skýla sér bak við þekkingarleysi þegar kemur að vopnaflutningum með heimild íslenskra yfirvalda. Yfirvöld þurfi að kanna til hlítar hvers eðlis slíkir flutningar séu hverju sinni. Í samtali við fjölmiðla í gær sagði Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu að engin vopn hefðu verið flutt til skilgreindra átakasvæða með heimild stofnunarinnar. Hins vegar hefur verið bent á að vopn sem flutt eru til Sádi Arabíu, líkt og Air Atlanta hefur gert með heimild stofnunarinnar, séu gjarnan flutt þaðan á átakasvæði í Sýrlandi og Jemen. Í samtali við hádegisfréttir Bylgjunnar sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og fyrsti varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, ekki duga að skoða einfaldlega hver fyrsti áfangastaður vopnanna sé. Skoða þurfi í þaula hvort hætta sé á að þau berist áfram á stríðssvæði. „Ef það leikur einhver grunur á því að um sé að ræða flutninga til þeirra svæða þá ber ríkinu að stöðva leyfisveitingar á vopnaflutninga til þeirra ríkja sem halda svo áfram með vopn inn á þau svæði,“ segir Rósa Björk.Ódýrt að skýla sér bak við skort á sérþekkingu Í samtali við fréttastofu í gær kvaðst Þórólfur hvorki geta játað né neitað að einhver þeirra vopna sem flutt hafi verið með heimild íslenskra yfirvalda séu þess eðlis að fari gegn skuldbindingum ríkisins. Samgöngustofa búi ekki yfir vopnasérfræðingum sem geti grandskoðað slíkt. Rósa Björk segir slíkar skýringar duga skammt. „Ef það er okkar afsökun fyrir því að fylgja ekki alþjóðasáttmálum og samningum þá held ég að það sé bara betra að samþykkja ekki leyfisbeiðnir um vopnaflutninga til svæða sem gætu brotið í bága við þessar ályktanir og alþjóðasamninga."
Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira