Um þrjátíu nefndir ráðuneyta í trássi við jafnréttislög Sveinn Arnarsson skrifar 27. júní 2018 06:00 Hlutur kvenna í nefndaskipan 2017 var 48 prósent. Fréttablaðið/Stefán Af þeim 170 nefndum sem ráðuneyti skipuðu á árinu 2017 uppfylla aðeins fjórar af hverjum fimm nefndum lög um jafna skiptingu kvenna og karla. 31 nefnd er ekki skipuð í samræmi við lögin um að gæta skuli þess að hlutfall kynjanna sé sem jafnast í nefndum og ráðum á vegum ríkis og sveitarfélaga. Kynjakvóti var leiddur í lög í fyrsta skipti árið 2008 með jafnréttislögunum. Þegar á heildina er litið er staðan með ágætum. Hins vegar er það svo að öll ráðuneyti hafa flaskað á að fylgja þessum lögum. Af þessari 31 nefnd sem er ekki rétt skipuð eru níu skipaðar af velferðarráðuneytinu, sex af ráðuneyti atvinnuvega- og nýsköpunar og fimm af fjármálaráðuneytinu. Þetta kemur fram í skýrslu Jafnréttisstofu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna árið 2017 sem kom út í mánuðinum. Jafnréttisstofa birtir skýrsluna í sjötta sinn en stofnunin hefur eftirlit með framkvæmd jafnréttislaga. „Þegar litið er til meðaltals á skiptingu nefndarsæta í öllum ráðuneytum eftir kyni kemur í ljós að á árinu 2017 var hlutur kvenna 48% og hlutur karla 52%. Meðaltalið er þó ólíkt milli ráðuneyta og mikilvægt að skoða hvert ráðuneyti fyrir sig,“ segir í skýrslu Jafnréttisstofu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kæra Alþingi fyrir brot á jafnréttislögum Kvenréttindafélag Íslands segir skipan í fjárlaganefnd, þar sem átta karlar sitja og ein kona, brjóta með grófum hætti gegn lögum. 19. desember 2017 15:48 Ríkið greiði bætur vegna brota lögreglunnar á jafnréttislögum Íslenska ríkinu ber að borga Gná Guðjónsdóttur 800 þúsund krónur í miskabætur eftir að jafnréttislög voru brotin við ráðningu í þrjár stöður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 28. mars 2017 19:59 Sýslumaður braut jafnréttislög með því að ráða þrjár konur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerðist brotlegur við jafnréttislög þegar hann réði þrjár konur í sumarstörf hjá embættinu á síðasta ári og gekk framhjá karli. 31. janúar 2017 10:19 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Sjá meira
Af þeim 170 nefndum sem ráðuneyti skipuðu á árinu 2017 uppfylla aðeins fjórar af hverjum fimm nefndum lög um jafna skiptingu kvenna og karla. 31 nefnd er ekki skipuð í samræmi við lögin um að gæta skuli þess að hlutfall kynjanna sé sem jafnast í nefndum og ráðum á vegum ríkis og sveitarfélaga. Kynjakvóti var leiddur í lög í fyrsta skipti árið 2008 með jafnréttislögunum. Þegar á heildina er litið er staðan með ágætum. Hins vegar er það svo að öll ráðuneyti hafa flaskað á að fylgja þessum lögum. Af þessari 31 nefnd sem er ekki rétt skipuð eru níu skipaðar af velferðarráðuneytinu, sex af ráðuneyti atvinnuvega- og nýsköpunar og fimm af fjármálaráðuneytinu. Þetta kemur fram í skýrslu Jafnréttisstofu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna árið 2017 sem kom út í mánuðinum. Jafnréttisstofa birtir skýrsluna í sjötta sinn en stofnunin hefur eftirlit með framkvæmd jafnréttislaga. „Þegar litið er til meðaltals á skiptingu nefndarsæta í öllum ráðuneytum eftir kyni kemur í ljós að á árinu 2017 var hlutur kvenna 48% og hlutur karla 52%. Meðaltalið er þó ólíkt milli ráðuneyta og mikilvægt að skoða hvert ráðuneyti fyrir sig,“ segir í skýrslu Jafnréttisstofu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kæra Alþingi fyrir brot á jafnréttislögum Kvenréttindafélag Íslands segir skipan í fjárlaganefnd, þar sem átta karlar sitja og ein kona, brjóta með grófum hætti gegn lögum. 19. desember 2017 15:48 Ríkið greiði bætur vegna brota lögreglunnar á jafnréttislögum Íslenska ríkinu ber að borga Gná Guðjónsdóttur 800 þúsund krónur í miskabætur eftir að jafnréttislög voru brotin við ráðningu í þrjár stöður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 28. mars 2017 19:59 Sýslumaður braut jafnréttislög með því að ráða þrjár konur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerðist brotlegur við jafnréttislög þegar hann réði þrjár konur í sumarstörf hjá embættinu á síðasta ári og gekk framhjá karli. 31. janúar 2017 10:19 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Sjá meira
Kæra Alþingi fyrir brot á jafnréttislögum Kvenréttindafélag Íslands segir skipan í fjárlaganefnd, þar sem átta karlar sitja og ein kona, brjóta með grófum hætti gegn lögum. 19. desember 2017 15:48
Ríkið greiði bætur vegna brota lögreglunnar á jafnréttislögum Íslenska ríkinu ber að borga Gná Guðjónsdóttur 800 þúsund krónur í miskabætur eftir að jafnréttislög voru brotin við ráðningu í þrjár stöður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 28. mars 2017 19:59
Sýslumaður braut jafnréttislög með því að ráða þrjár konur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerðist brotlegur við jafnréttislög þegar hann réði þrjár konur í sumarstörf hjá embættinu á síðasta ári og gekk framhjá karli. 31. janúar 2017 10:19